Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 29
Á nokkrum svæðum landsins
kemur vel til álita að reisa
smærri virkjanir ístað langra
og e.t.v. óhagkvæmra línu-
lagna. . .
samveitunum inn um húsvegginn held-
ur en aö leggja vinnu og peninga í
rekstur og viðhald misjafnlega öruggra
einkarafstöðva. Sjá má þróunina í
þessum málum á því, að frá upphafi
voru reistar ca. 530 einkarafstöðvar á
landinu, langflestar innan við 15 kW að
stærð. En nú eru aðeins 186 stöðvar
eftir í gangi og eru 88 þeirra á bæjum,
sem ekki hafa annað rafmagn, en hinar
eru aðallega notaðar til afmarkaðra
hluta, svo sem til upphitunar húsa, til
Ijósa í útihúsum, eða til súgþurrkunar á
heyi.
Síðan olíukreppan skall yfir heiminn
hefir verð á annarri orku farið ört
hækkandi. Svo er einnig um raforku,
sem framleidd er með vatnsafli til al-
menningsnota. Þetta veldur því, að
margir fyrri eigendur sveitarafstöðva
sjá nú eftir því að hafa ekki haldið þeim
við og í gangi, því að þeir sem það hafa
gert, spara drjúgum á því að þurfa ekki
að kaupa allt rafmagn frá samveitum.
Þess má að lokum geta, að á nokkrum
svæðum landsins kemur vel til álita að
reisa smærri virkjanir í stað langra og
e.t.v. óhagkvæmra línulagna.
rafstöðvar í einkaeign 1982
Samkvæmt skýrslu Ágústs Halblaub fyrir RARIK, sem út kom í des-
ember 1982, voru þá 186 einkavatnsaflsrafstöðvar í gangi. Þar af voru
án samveiturafmagns 88 staðir.
Langflestar einkarafstöðvar eru í Suður-Þingeyjarsýslu. Á árinu 1982
voru þar í gangi 38 rafstöðvar, og hvorki meira né minna en 22 staðir
án samveiturafmagns. í Ljósavatnshreppi eru t.d. 9 bæir sjálfum sér
nógir um rafmagn og í Hálshreppi 8.
Sýsla Fjöldi í notkun 1982 Fjöldi í notkun 1982 án samveitu
Gullbr.- og Kjósarsýsla 0 0
Mýrasýsla 2 0
A-Barðastrandarsýsla 2 0
Borgarfjarðarsýsla 3 3
A-Húnavatnssýsla 3 1
Skagafjarðarsýsla 3 3
V-Húnavatnssýsla 4 1
Dalasýsla 4 2
A-Skaftaf ells sýsla 5 1
Strandasýsla 6 5
ísafiarðarsýsla 7 5
Árnessýsla 7 4
Rangárvallasýsla 8 3
N-Þingeyiarsýsla 10 2
Eviafiarðarsýsla 10 6
N-Múlasýsla 11 5
V-Barðastrandarsýsla 15 12
S-Múlasýsla 16 5
V-Skaftafellssýsla 33 7
S-Þinqeyjarsýsla 38 22
Samtals 186 88
Heima er bezt 297