Heima er bezt - 01.09.1983, Síða 31

Heima er bezt - 01.09.1983, Síða 31
Svör og vinningshafar Mánaðardagsins Mánaðardagurinn sf. gaf út veggalmanak með hestamynd- um og getraunum snemma á þessu ári. Nú birtast réttar lausnir og vinningshafar 6 fyrri mánaða ársins 1983. JANÚAR-FEBRÚAR Spurt var: Hvað hét hryssan sem Grettir Ásmundarson á Bjargi risti í hrygginn á? Rétt svar: Kengála. Upp kom nafn Þórs Hjaltasonar, Akri, Öngulstaðahreppi, Eyja- firði, og hlaut hann í verðlaun áskrift í 2 ár að tímaritinu Eiðfaxa. MARS-APRÍL Spurt var: Úr hvaða ljóði eru þessar hendingar: „Glymja járn við jörðu, jakar í spori rísa.“ Rétt svar: Hvarf séra Odds á Miklabæ, eftir Einar Benedikts- son. Upp kom nafn Friðleifs Sigurðs- sonar, Karlsrauðatorgi 14, Dal- vík. Verðlaunin eru pláss fyrir hryssu hjá 1. verðlauna af- kvæmadæmdum stóðhesti. MAÍ-JÚNÍ Spurt var: Tvö hross hafa feng- ið einkunnina 10 fyrir vilja í kynbótadómi á landsmóti. Hveru eru þau? Rétt svar: Perla frá Kaðalstöð- um og Kolbrún frá Hólum. Upp kom nafn Hjálms Péturs- sonar, Markholti 12, Mosfells- sveit og hlaut hann í verðlaun Ættbók og sögu íslenska hests- ins I-IV bindi eftir Gunnar Bjarnason. GLÚMUR HÓLMGEIRSSON: Hver voru þessi hjón? Athugasemd og viðbót við greinina „Minnisstæðir búferlaf!utningar“ í júlí-ágúst hefti Heima er bezt. í Heima er bezt, 6.-7. hefti 1983, tínir Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi fram ýmsa punkta í sambandi við flutning hjónanna Jóns Guðmundssonar og Ingi- bjargar Jóhannesdóttur með 5 börn sín frá Múla í Aðaldal að Svínadal, þá efsta bæ er tilheyrði Kelduhverfi. En hver voru þessi hjón? Theodór kynnir þau ekki að neinu, en þar sem líklegt er að margir muni fagna fregnum um þau, skal nú gerður eins og lítill formáli við frásögn Theodórs um þau hjón. Þegar foreldrar mínir fluttu í Vallakot vorið 1898 bjuggu í Glaumbæ, sem er næsti bær fyrir norðan (og ekki nema 400 metrar milli bæja), hjónin Jón Guð- mundsson og Ingibjörg Jó- hannesdóttir með, held ég, þrjú börn. Það voru systumar tvær Kristrún og Þórey og einn sonur, Jóhannes. Þarna eru komin hjónin, sem fóru síðar í Svínadal. Þar sem svo stutt er milli bæja, varð mikill samgangur milli bæj- anna og urðu þessi systkini mjög kær móður minni. Ég ætla það væri árin 1902 eða ’03 að þau flytja úr Glaumbæ í Múla, búa þar stutt og flytja þá í Þóroddsstað og eru þar nokkur árabil, en eru svo komin aftur í Múla er þau flytja þaðan í Svínadal, sem Theodór segir frá. Jón Guðmundsson var ey- firskur að ætt, en ættin er mér ókunn. En til að færa hann nær nútímanum má upplýsa, að hann var bróðir Guðnýjar Guð- mundsdóttur, konu sr. Matthías- ar Eggertssonar er var lengi prestur í Grímsey. En þau hjón eru afi og amma hins alkunna konsertmeistara Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, Guðnýjar Guð- mundsdóttur. Ingibjörg Jóhannesdóttir í Svínadal var þingeysk að ætt, systir Helga Jóhannessonar, sem lengi bjó í Múla og var bóndi þar, þegar Jón og Ingibjörg voru þar, sennilega í húsmennsku. Sú mynd af þessum hjónum sem fest hefur í huga mér, við þessu æskukynni, er fyrst og fremst sú, að þarna hefðu mæst hreinar andstæður. Jón hinn óbifanlegi klettur, sem fátt getur sett úr jafnvægi, rólegur, hægur, aldrei fum, heldur óbifanlegt ró- lyndi, sem ekki hræðist við smá- muni. En Ingibjörg örgeðja dugnaðarkona, sem vildi að allt gengi með eldingarhraða. Virtist hún hafa fengið drjúgan skerf af þessari ættarfylgju sinni. Ég sá þetta fólk sjaldan eftir að það fór úr Glaumbæ, en alltaf héldust vináttutengsl þau er bundust í Glaumbæjarverunni í æsku minni. Þeirra kynna er gott að minnast. 5. september 1983 Heima er bezt 299

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.