Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 34

Heima er bezt - 01.09.1983, Qupperneq 34
Við vorum glaðir, því nú vorum við að fara heim til Winnipeg, en þar áttum við fáeina kunningja. Og svo gladdi það okkur að vera nú lausir við karlinn. „Já,“ sagði Skotinn, „mig grunar að við séum ekki enn lausir við hann, og nú mun hann elta okkur eins langt og staðir hans ná, og það eru um áttatíu mílur.“ Klukkan var um ellefu og okkur var heitt, því veðrið var svo gott og sólskinið bjart, svo við tökum okkur hvíld utan við brautina. í því sjáum við mann koma á eftir okkur keyrandi á bráðfjörugum hesti. Þetta er þá karlinn. Og er hann hendist fram hjá okkur segir hann: „Vel gengið, drengir.“ Aðra höndina hafði hann á taumnum en hina falda undir feldi, sem hann hafði yfir hnjánum, og vitaskuld hafði hann hlaðna skammbyssu til vara, ef við hefðum ráðist á hann. Já, nú leist okkur ekki á blikuna. Honum er líklega alvara, og flest af því sannleikur er við höfðum heyrt um hann. Af stað leggjum við nú dálítið hugsandi um okkar hag og hvað muni nú taka við næst, og er við komum fyrir dálítið skógarnes, þá sjáum við kofa og þar er sleðinn karlsins undir hesthúsveggnum. Dymar á kofanum voru opnar og þar eru allir að borða miðdegismat, sjálfsagt um 25 menn. Matreiðslumaðurinn stóð í dyrunum og við biðjum hann að selja okkur mat. Hann segir ekki neitt, en bendir okkur að koma inn, sem var og gjört í skyndi og sest að borði. En þá er karlinn þar fyrir miðju borði og hrópar: „Þessir menn fá engan mat hér. Út með þá!“ Við sinntum þessu ekki; vorum að krækja í steikarstykki. Mikill matur var á borðinu: kjöt og kartöflur, brauð og smjör, kökur og „pie“. Þá hrópar karlinn aftur: „Út með mennina, segi ég!“ Það kom hik á alla og þeir litu hver framan í annan. Þá stóð upp sláni einn, stór, sem næstur sat karli, líklega verkstjóranefnan, og sópar diskunum frá okkur. Hinir gjörðu það sama, svo borðið var rutt á svipstundu. Guð- mundur Filippusson náði í kjötstykkið og stakk því undir hendina. Það sér sá stóri og ætlaði að ná því aftur, en fékk þá hnefahögg svo hann valt um. Við hinir náðum í slatta af mat og stungum í vasa okkar, og gott var að vera nálægt dyrunum þá, því allt ætlaði í slag og helvítis karlinn hróp- andi að baki: „Berjið þá út!“ Dót okkar þrifum við og lögðum af stað. Hinir komu út á eftir okkur og voru að hugsa um að veita okkur eftirför, en við höfðum byssur og létum glampa á þær. Þá hikuðu hinir en Skotinn vildi skjóta til þeirra, — hann var nokkuð ör maður, en við vildum ekki byrja þann leik að fyrra bragði. Nú var svo mikill bardagahrollur kominn í okkur að við höfðum ekki lyst á þessum matarbita sem við náðum í, enda nógur tíminn því löng var leiðin framundan. Nú er gengið áfram og ekki mikið sagt, og eftir svo sem tvo tíma verðum við þess varir að karlinn er enn á eftir okkur. Þá segir sá skoski að best sé að ráðast á hann og binda hann upp við tré og fella svo tréð ofan á hann, taka svo hestinn og ferðast eins og menn. Það var honum enginn fylgjandi í því plani, það var að gera illt verra. í þetta skipti fór hann framhjá okkur á harða stökki og sagði ekki neitt. ura kvöldið komum við að kofa og þar var sleði karlsins. Þar berjum við að dyrum og matsveinn kemur út. Við spyrjum hann hvort hann geti selt okkur mat. Nei, hann segist ekki mega það, eigandinn sé hér og hafi harðbannað sér að selja nokkum mat. „Getum við fengið að liggja inni yfir nóttina?“ „Nei, það er forboðið líka.“ Þá hrópar karl að baki hon- um: „Það eru bara sjötíu mílur að næsta kofa, ef þeir eru þá ekki hættir og farnir í burtu. Það gerir ykkur gott að labba það.“ Eitthvað sagði sá skoski við karlinn sem var ekki fallegt, því þeir skelltu hurðinni aftur. Það þýddi: „Farðu til hel- vítis!“ eða „Góða nótt,“ sem átti nú betur við að kvöldi dags. Rétt þegar þeir skelltu hurðinni, sjáum við mann koma út um bakdyrnar á kofanum með bakka í hendinni, og veifar okkur að koma. Hann réttir okkur þetta og segir: „Þetta tíndi ég saman af borðinu meðan karlinn var að úthýsa ykkur, það eru bara leifarnar af borðinu og það eina sem ég hafði við hendina. Verði ykkur að góðu.“ Þama var þá maður með hjartað á réttum stað og komst við af ruddaskap karlsins. Þetta kom sér nú vel og tekið með þökkum. Vel hugsað af vandalausum. Nú var ekki eftir neinu að bíða og best fyrir okkur að komast í burtu sem fyrst, og nú var áreiðanlegt að karlinn myndi ekki elta okkur út í myrkrið, því farið var talsvert að dimma. Við gengum nú áfram en fannst þetta endalaust, því við vorum orðnir dauðþreyttir og fótasárir eftir þessa löngu dagleið. En í kofanum sem gamli maðurinn var að passa heyið í var eina vonin okkar að komast og hvíla okkur þar. Einhvern tíma undir morgun náðum við þangað, alveg að þrotum komnir. Við reynum hurðina, en hún er læst innan frá, og okkur leist svo sem einhver myndi vera þar inni. Og svo heppnir vorum við að gamli maðurinn var þar. Hann átti að vera farinn fyrir löngu, en einhverra hluta vegna ekki verið sóttur, — einn komst hann ekki neitt. Murray hefur haldið að hann væri farinn, annars hefði hann elt okkur þangað. Glamli maðurinn varð glaður að sjá okkur og sagðist ekki vita hvað hann hefði gert þarna einn. Öll umferð hætt, og svo segist hann vera orðinn matarlaus, sem voru slæmar fréttir fyrir okkur. „Allt sem þið finnið hér,“ segir sá gamli, „er ykkur hjartanlega velkomið. Og það eitt set ég upp fyrir greiðann að mega elta ykkur til næsta kofa þegar þið farið.“ Og það var nú sjálfsagt. Og nú er farið að sjá hvað karl á eftir, og eftir nákvæma skoðun reyndist það vera eins og hér segir: Tólf pund af hveiti, hálf síða af beikoni, hálft pund feiti og hálft pund sykur. Matreiðslumaðurinn sem með okkur var setur nú á sig hvíta svuntu og fer að taka til hendinni, og býr til indælis máltíð úr heimabökuðu brauði og steiktu beikoni. Við borðuðum þetta með góðri lyst, drukkum teið með og þótti 302 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.