Heima er bezt - 01.09.1983, Side 35
herramannsmatur. Síðan fórum við að sofa og hvíldum
okkur vel.
Næsta dag höldum við svo af stað með gamla manninn
með okkur. Hann var býsna sprækur fyrri part dagsins, svo
fór að draga af honum svo við urðum að fara hægar hans
vegna.
En svo var sá gamli heppinn — og sömuleiðis við, að
einhver maður kom inn á þessa braut með hest og sleða-
mynd aftaní. Hann gat tekið karlinn og töskur okkar. Þetta
var mikil hjálp og nú héldum við að allt færi að ganga betur
fyrir okkur. Um kvöldið náðum við að kofa og fengum
keyptan mat, og þar voru töskur okkar og allt í lagi. Við
lágum þar á gólfinu yfir nóttina, og næsta morgun var
snemma farið af stað því nú var löng dagleið framundan.
Okkur var sagt þarna að það væri góð dagleið að járn-
brautinni. Það voru góðar fréttir og allt tekur enda hvað
bölvað sem það er.
L/estin kom þar tvisvar í viku svo ekki var víst að hún væri
þar. Jú, viti menn, reyndar var lestin þarna. Klukkan var
orðin tólf um kvöldið þegar við komum þar svo við fórum
upp í lestina og sofnuðum á bekkjunum. Það var vísasti
vegurinn til að verða ekki eftir að morgninum, okkur var
sagt að lestin færi kl. 5.
Við sáum ljós á stöðinni og héldum að stöðvarstjórinn
væri þar. Matreiðslumaðurinn sagðist halda að hann
þekkti hann og segist ætla að labba þangað. Og svo
heppinn var hann að hitta hann þar og gat skipt 500 dollara
téþka, og það voru allir peningarnir sem hann hafði svo
ekki gat hann skipt fyrir okkur.
Við héldum að við gætum skipt í lestinni og vorum ekki
að brjóta heilann um það. Við héldum allar okkar þrautir
um garð gengnar og grunaði ekki þá að harðasti bardaginn
var aðeins ókominn.
Og nú leggjumst við niður á bekkina og sofnuðum vært,
og ánægðir vorum við nú að vera sama sem komnir heim —
að við héldum, og nú þurfti ekki að ganga og hamast meir,
bara að sitja og horfa á landslagið í kring út um gluggann.
Við sváfum nú svo vært í lestinni að við vöknuðum ekki
fyrr en hún fór af stað.. Við lágum kyrrir. En nokkru seinna
er ýtt við okkur og sagt:
„Miðann, takk.“ Við réttum fram tékkana, en þeim
hendir hann í okkur aftur.
„Peninga, eða þið farið út,“ sagði hann. Við sögðum
honum eins og var að við hefðum enga peninga.
„Þið farið þá úr lestinni,“ sagði hann.
Guðmundur Filippusson dró nú upp bankabók sína og
réttir lestarstjóranum. Bókin sýndi að Guðmundur átti
fjögur hundruð dollara ($ 400) inni i The Union Bank í
Winnipeg, og verðbréf fyrir mikið fé við Portage Avenue í
Winnipeg.
„Geymdu þetta,“ segir hann, „þar til við komum til
Winnipeg." Filippus, bróðir Guðmundar, réttir fram aðra
bankabók. Ef hitt dygði ekki var ekki til neins að reyna
meir. Nei, hann hristir hausinn og hendir þessu öllu framan
í Guðmund og segir:
„Út með ykkur!“
Lestin var nú komin út í óbyggðir og brunaði áfram.
Þetta þjark tók talsverðan tíma, og við höfðum ekki einu
sinni haft tíma til að líta út um gluggann og taka eftir því að
komið var versta veður, blind-hríðarbylur og frost eftir því.
Svo okkur fýsti nú ekki að fara út, og hreyfum okkur ekki.
Þá kallar „stjóri“ í „útkastarann" og kemur hann fljótt og
nær í tvær töskur okkar og hendir þeim út. Við vorum í
fremsta vagninum til allrar lukku, en fjöldi af vögnum fyrir
aftan okkur og lestin leið aðeins áfram, því hann var búinn
að gefa merki til vélamannsins um að hægja ferðina meðan
verið væri að fleygja okkur út.
Guðmundur stekkur nú á stjóra og Filippus á útkastar-
ann, en ég fer út að ná í töskumar og kemst með þær lítið
eitt aftar í lestina, og geng svo fram til að sjá hvaða enda
þetta hafi. Þá eru vélamaðurinn og kyndarinn komnir og
lestin alveg stönsuð.
Guðmundur er með stjóra á hálstaki sem hann sýnist
ekki geta losað sig úr, og á þessu taki dregur hann stjóra
aftur í næsta vagn. Þar nær hann í matreiðslumanninn
okkar, sem gat skipt sínum tékka kvöldið áður, og hafði
fimm hundruð dollara í vösum sínum, og biður hann nú að
lána okkur fjörutíu og fimm dali þar til við komum til
Winnipeg.
„Já, með ánægju,“ segir hann, „undir þessum kringum-
stæðum.“ Ekki sleppti Guðmundur hálstakinu á stjóra fyrr
en hann hafði peningana í höndunum.
Við Filippus háðum harðan bardaga við hina á meðan.
Allt okkar dót var komið út og ég var að tína það upp úr
snjónum og kasta því inn í lestina aftur. Og vélamaðurinn
stökk fram lestina til að setja hana á stað og losna við
okkur, en við náðum taki um járnin í dyrunum. Þá kemur
útkastarinn og sparkar í okkur eins og hann gat, en Filippus
stökk á hann og fleygði honum á gólfið en ég fleygði dótinu
yfir þá og allt rúllaði af stað. Þá kemur Guðmundur til að
vita hvort allt okkar dót væri með. Ef ekki, hefðu þeir orðið
að bakka eftir því.
Við nötruðum allir af reiði eftir þennan bardaga og þeirri
tilhugsun að vera hent út í grimmdarveður, illa búnir,
hungraðir og þreyttir. Eftir litla stund kemur stjóri og er þá
hundslegur, með rauðan hálsinn.
„Upp með peningana;“ segir hann. Hann fékk þá og
afhendir okkur farmiða. Guðmundur kreppir hnefann
framan í hann og segir:
„Seinna meir, þegar þú ert ekki með þessa hnappa, ber
fundum okkar kannski saman, og þá skal þessi lúskra á
þér.“ Hann fór í skyndi og var ekki mikið í kringum okkur
eftir það.
Jrá var nú þetta stórvirki liðið hjá, og nú gátum við loksins
verið með sjálfum okkur og tekið hvíld, og um kvöldið kl.
ellefu áttum við hér um bil víst að verða komnir til Winni-
Peg-
Seinna um daginn kom maður inn í lestina. Hann hafði
verið við skógarhögg og hafði enga peninga, aðeins tékka.
Fékk hann sömu útreið og við. Lestina urðu þeir að stöðva
því maðurinn var vel að manni og barðist við þá. Hann gaf
einum „glóðarauga“ og þá hlógum við. En út varð
mannauminginn að fara.
Heimaerbezt 303