Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 4
JÓN GÍSLI HÖGNASON Það var í nóvember árið 1934, er deil- ur urðu hvað harðastar og hæst lét í sölum Alþingis íslendinga um Mjólk- ursölulögin, að gamla „Islandið“ háði örðuga glímu við krappar skamm- degisöldur Atlantshafsins á leið sinni til Islands. Meðal farþega á skipinu var ungur danskur mjólkurfræðingur, sem hafði ráðið sig til starfa hjá Mjólkurbúi Flóamanna, að tilstuðlan þáverandi mjólkurbússtjóra Carl Jörgensen. Þrátt fyrir að þessum unga danska manni, Claus Bryde, þætti Hellisheiðin há við fyrstu kynni, og „aumlegt“ að sjá ferðamáta íslenskra bænda, átti þessi maður fimmtíu ára starfsafmæli á íslandi í nóvember 1984. Það segir sig sjálft að Bryde varð þess fljótlega var, að menn hér á landi höfðu mjög andstæðar skoðanir á þessum mjólkursölumálum og átti hann jafnvel eftir að hafa af því persónuleg kynni. Nú situr hann hér gegnt mér og hefur fallist á að segja mér lítillega frá starfsferli sínum. Hann er meðalmaður á hæð, dökkur yfirlitum, yfirbragð lýsir ljúflyndi og röddin er hlý er hann svarar spurningu minni: — Hvar ert þú fæddur Claus Bryde? — Ég er fæddur í Danmörku 20. febrúar 1909 í bæ sem heitir Holsted og er skammt frá Esbjerg á Jótlandi. Móðir Claus Peter Kortsen Bryde segir frá Claus og Kareti með barnabörnin. „Þetta var bara sjúss“ S 50 ára starfsafmœli sem mjólkurfrœðingur á Islandi: 80 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.