Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 32
Umsagnir um bækur
Merkilegasta
æfiminningabók
síðari ára
Einar Magnússon:
ÚR DAGBÓKUM EINARS MAGG.
Rvík. 1984. Almenna bókafélagið.
Það er almæli, að Einar Magnússon rektor
eigi flesta nemendur núlifandi íslendinga.
Kannski er það orðum aukið, en þó er það
óumdeilt að í nær hálfa öld var hann einn
athafnasamasti kennari landsins, allt frá
því að hann hóf kennslu sem stunda-
kennari í M.R. 22 ára 1922 til þess hann lét
af kennslu sem rektor sama skóla 1970, þá
sjötugur að aldri, en auk þess kenndi hann
við ýmsa fleiri skóla og stundaði heima-
kennslu. Starfsorku hans virtust engin
takmörk sett, og undruðumst við starfs-
bræður hans og öfunduðum hann kannski
dálítið af dugnaðinum. En Einari voru
heldur engin takmörk sett, því að auk
kennslunnar átti hann mörg tímafrek
hugðarefni, sem hann sinnti af sama
áhuga og öðru. En raunar hverfur öll
undrun þegar vér lesum þessa bók, sem er
dagbækur hans frá fermingardegi til
haustsins 1922. Þær gefa skýra mynd af
hver töggur var í stráknum þegar á ungl-
ingsárunum, og hann var hvorttveggja í
senn ötull og ókvalráður, og sigraðist á
ótrúlegum erfiðleikum. Fyrri hlutinn
fjallar einkum um skólaár höfundar, og er
hann um margt athyglisverður, þótt ein-
ungis sé um stuttorðar dagbækur að ræða.
Lesandinn kynnist höfundi í skóla, þar
sem hann var í hópi fremstu námsmanna,
en þó tilbúinn í allskonar hrekki og gam-
anleiki, en hins vegar er minna um skóla-
lífið í heild en mátt hefði vænta. Aftur á
móti rekur höf. allnákvæmlega, hvernig
skólapiltar höfðu öll spjót úti til að afla sé
sumaratvinnu, og hann er í kaupavinnu, á
sjó, í síld á Siglufirði og fer gangandi frá
Akureyri til Reykjavíkur, til að spara far-
areyri, því að hvern eyri varð að spara,
sem auðið var. f látlausum dagbókarbrot-
um sýnir hann ljóslega, hversu efnalausir
skólapiltar fengu staðist námskostnað
með handafla sínum einum saman og af-
sannar þá margþvældu þjóðsögu, að ein-
ungis efnamönnum hefði verið fært að
stunda skólanám. Þeir brutust í gegn eins
og Einar, og jafnvel við enn verri fjár-
hagsástæður.
í síðari hluta bókarinnar segir frá því
hversu útþráin rekur hann út í lönd eftir
eins árs háskólanám, og hvernig hann
ferðast félaus suður um Evrópu og allt
austur í Miklagarð og Rúmeníu. Sú saga
er spennandi og hvergi kynnist lesandinn
Einari jafnvel. Ég held enginn stúdent á
þeim árum hefði leikið þá ferð eftir, og því
síður mundi það gerast nú. Æfintýrin, sem
hann ratar í voru mörg og einu sinni
munaði mjóu að ítölsku fasistarnir skytu
hann, en skýr hugsun og snarræði bjargaði
honum. En þó frásögnin sé skemmtileg, er
meira um vert að kynnast manninum
sjálfum, sem aldrei bregðast úrræði, og
lætur sig ekki muna um að fara gangandi
langar leiðir, þræla sem háseti á skipum
og liggja oft úti og svelta heilu hungri
dögum saman. En honum bregst aldrei
traustið á sjálfum sér og innileg Guðstrú,
því að þegar frá bernsku er hann sann-
trúaður. Af öllum þeim mörgu sjálfsæfi-
sögum og minningabókum, sem út hafa
komið á síðustu árum þykja mér dagbæk-
ur Einars Magnússonar merkilegastar og
mestur fengur í þeim. Eiríkur Hreinn
Finnbogason hefir búið bókina til prent-
unar af alúð og nærfærni og skrifað stutta
og glögga greinargerð um höfundinn.
Kvæðin rísa hærra
við hvem lestur
Kristján Karlsson:
KVÆÐI 84.
Rvík 1984. Almenna bókafélagið.
Ég veit ekki hvort um nýjan tón er að ræða
í þessari fjórðu ljóðabók Kristjáns Karls-
sonar, en hún orkar meira á mig en hinar
fyrri, og ég skil nú betur en fyrr hin eldri
ummæli hans að „kvæði sé hús, sem
hreyfist og rísi upp af pappírnum af eigin
rammleik“. Það gera þessi nýju kvæði
hans. Þau rísa í fangið á lesandanum, kyrr
og hljóðlát en þó á hreyfingu, ef svo má að
orði kveða. Ég hefi blaðað nokkrum
sinnum gegnum bókina og alltaf fundið
eitthvað nýtt, sem orkaði á hugann, og ef
til vill er ekki hægt að segja meira hrós um
kvæði en að þau rísi hærra því betur sem
lesandinn kynnist þeim. Ég nefni engin
sérstök dæmi en oftast staldra ég við
ljóðaflokkinn Guðríður á vori, og litla
ljóðið, Dauf fyrirmynd.
Afbragðs þýðingar
á sígildum verkum
William Shakespeare:
LEIKRIT, Ill.bindi.
Rvik 1984. Almenna bókafélagið.
í þessu þriðja bindi Shakespeares leikrita
eru ritin: Rómeó og Júlía, Hamlet, Lér
konungur og Makbeð í hinni nýju, snjöllu
þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Öll hafa
þau að vísu verið þýdd áður á íslensku af
hinum gömlu snillingum Steingrími
Thorsteinssyni, sem þýddi Lé konung og
síra Matthíasi, sem þýddi hin þrjú. En
nýrri öld hæfir ný þýðing hinna sígildu
verka, og þótt vér ef til vill söknum ein-
hvers úr gömlu þýðingunum, eru hinar
nýju vissulega munntamari til meðferðar
á leiksviði og í takt við nýjan tíma. Og ekki
rýrir það orðstír gömlu mannanna þótt
nýr maður komi fram jafnsnjall fyrir nú-
tímann og þeir voru fyrir hið liðna. Ég veit
ekki, hversu margir lesa rit Shakespeares
og er ekki ugglaus um að þeir séu færri en
skyldi, og er það miður, því að alltaf
stendur hann óhagganlegur yfir tísku og
dægurþras, og málið á þýðingu Helga er
hverjum manni yndisauki.
„Höll Þymirósu44?
ÁRBÓK AKUREYRAR.
4. árg. Ritstjóri Ólafur H. Torfason.
Bókaforlag Odds Björnssonar. Ak. 1984.
Þá er Árbókin fjögra ára gömul og því í
rauninni búin að slita bamsskónum og
ætti eftirleiðis að verða fastur liður í bæj-
108 Heimaerbezt