Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 34
GIFTING OG SKÍRN Torfi Stefánsson sóknarprestur á Þingeyri gaf brúðhjónin saman og skírði í leiðinni eitt stúlkubarn. Hlaut það nafnið HrafnhildurÝr, dóttir Rafns Þorvaldssonar og Kristínar Auð- ar Elíasdóttur. En síðasta barnið, sem skírt var í kirkjunni áður en hún afhelguð á sjöunda áratugnum var einmitt móðirin sjálf, Kristín Auður. Voru sama skírnarskál og skírnarfontur notuð nú. KIRKJAN í HEILU LAGI Á SAFN? Á Hrauni í Keldudal hefur frá fornu fari verið bændakirkja og annexía frá Söndum í Dýrafirði. Guðshúsin þarna á Hrauni þóttu alltaf „óvenjulega mikið skreytt innan dyra, með útskurði í milliþil og bekki", eins og Jóhann Gunnar Ólafsson segir í fróðlegri grein sinni ,,Kirkjustólar úr Dýra- firði" í ársriti Sögufélags ísfirðinga 1974. Kirkjan sem nú stendur á Hrauni var byggð 1885, og er því aldargömul um þessar mundir, „ 12x7álniraðstærð, öll, bæði gafiar og veggir, með góðu bindingsverki og grjót ífótstykkjum, hlaðið upp undir glugga", svo aftur sé vitnað í Jóhann Gunnar. Hún var guðshús um 120 manna byggðarlags um síðustu aldamót, en afhelguð á sjöunda áratugnum, þegar aðeins voru eftir örfáar sálir á einum bæ í sókninni. Kirkjugripum var flestum komið í varðveislu á Þingeyri og ísafirði. í Dýrafirði hafa öldum saman búið miklir hagleiksmenn, og sökum þess hve Hraunskirkja er vönduð smíð og vel á sig komin, hefur kviknað sú hugmynd, að setja hana í heilu lagi á Þjóðminjasafnið í Reykjavík, sem dæmi um gamla, íslenska sveitakirkju. Þegar um rýmkast við vista- skipti Listasafns íslands á næstu árum er hægt að hugsa sér til hreyfings... 110 Heimaerbezl Brúðarstóllinn úr Hrauns- kirkju, semfórtil Noregs með hvalveiðimönnum umaldamótin.en varskilað1974. GRIPIR ÚR HRAUNSKIRKJU ENDURHEIMTIR FRÁ NOREGI Nokkrir snilldarlega útskornir munir úr Hraunskirkju í Keldu- dal bárust út til Noregs um aldamótin með Mörthu Berg, f. Bull, eiginkonu Lauritz J. Berg, hvalveiðimanns í stöðinni, sem þá var á Framnesi við Dýrafjörð. Héldust þeir í eigu afkomenda hjónanna, þartil stjórn Byggðasafns Vestfjarða falaði þá til kaups 1973. Dóttir Berghjóna, Martha Herdís von Spreckelsen, f. á Framnesi 1894, gaf þá Byggðasafninu tvo stóla, brúðarstól og svokallaðan „skriftastól" (sem líkist þó varla venjulegum skriftasólum í kirkjum). Einnig er vitað um brúðhjónabekk úr Hraunskirkju í Gautaborg, Svíþjóð. Þór Magnússon þjóðminjavörður segir um þessa glæsi- legu útskurðargripi að „... bekkirnir virðist ekki hafa verið í eigu kirkjunnar að Hrauni, heldur einkaeign húsráðenda að Hrauni og Arnarnúpi og gengið í erfðir í ættinni, þótt þeir hafi verið geymdir í kirkjunni". (Lesbók Mbl. 16. tbl. 1984). Jóhann Gunnar Ólafsson hefur bent á, að stólanna sé fyrst getið í vísitasíugerð frá 1775 og hann getur sér þess til, að útskurðarmeistarinn hafi verið Þorvaldur Sveinsson, hreppstjóri í Hvammi, f. 1749, en hans er annars einkum getið við gull- og silfursmíði. (Kirkjustólar úr Dýrafirði, Ársrit Sögufélags ísfirðinga 1974). Margir „óvenju miklir hagleiksmenn á útskurð" hafa verið í Dýrafirði, eins og þjóðminjavörður bendir á, og ævinlega voru einhverjir tiltækir að lagfæra þessa og aðra útskurð- argripi. Til dæmis eru heimildir um viðgerðir og endursmíði gripanna, sem norska hvalveiðifólkinu tókst að klófesta. Með allt þetta í huga er skiljanlegt, að Hraunskirkja skuli vera í jafn ágætu ástandi og raun er á, þótt hún sé smá í eyðibyggðinni í Keldudal.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.