Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 25
ARNGRÍMUR SIGURÐSSON:
Bjargvættur
hinna týndu í Stóra St. Bemharðsskarði
Björgunarhundasveit íslands var ný-
lega stofnuð. En í Alpafjöllunum hafa
munkar öldum saman þjálfað Bern-
harðshundana til aðstoðar ferðafólki.
Mannslífi bjargað
vJegnum snjófok, sem fljótlega myndar álnarháa
snjóskafla, gengur ítalskur vinnumaður hina erfiðu leið upp
Stóra St. Bernharðsskarð. Brátt eru hinar bröttu hlíðar Mt.
Velan (3765 m) komnar á kaf í snjó. Snarpur vindurinn
feykir snjónum inn um hinar minnstu glufur í fötunum,
skafrenningurinn blátt áfram límir saman eyrun, munninn
og augun. Þreytan vex stöðugt. Áfram! Áfram! Klaustrið,
þar sem hinir líknsömu Ágústínusarmunkar eða Kannik-
amir — sjá um aðhlynningu og hjúkrun ferðamanna, og
þar sem þægilegt rúm stendur tilbúið, getur varla verið
langt undan. En ekki sést það enn. Hjálp! Hjálp! Hoho!
Ekkert svar.
Hinn þreytti ferðalangur sest þreklaus niður. En hvað
það er gott að hvíla sig á bak við stóran stein, sem veitir
svolitið skjól í hinum ofsalega snjóstormi! Svefninn bugar
hann, og brátt er hann alveg hulinn af snjónum. — Allt í
einu vaknar hann! Eitthvað snertir vanga hans og hendur,
hann heyrir hundgá. Fyrir framan hann stendur Bemharðs-
munkur, sem nýr stíffrosnar hendur hans kröftuglega með
snjó. Iðandi hundar lykjast um hann. Tveir kraftalegir
klaustursþjónar nálgast og bera hinn hálfhelfrosna ferða-
mann til klaustursins, þar sem hann nýtur umönnunar og
fær gistingu alveg endurgjaldslaust. Munkarnir í St. Bern-
harðsklaustrinu og hinir tryggu hundar þeirra hafa aftur
bjargað mannslífi.
Merkar söguslóðir
A10. öld stóð þarna uppi lítill, kristilegur gististaður,
er kom í stað gamals rómversks hælis (sbr. norsku flutn-
ingastöðvarnar), og þar var einnig æruverðugt Júpítershof.
Á eftir Rómverjum komu Márarnir og höfðu þar ræn-
ingjahreiður, sem var bækistöð fyrir ránsferðir þeirra í
nærliggjandi dali í Kanton Wallis. Kringum 1000 tókst
savoyiska aðalsmanninum, Bernharð af Menton, að flæma
Múhameðstrúarmennina á brott frá Wallis og reisti St.
Bernharðsklaustrið, sem frægt er orðið. Klaustrið starfaði
með svo góðum árangri, að fleiri þess háttar klaustur voru
reist í flestum stærri Alpaskörðunum Yfir St. Bernharðs-
skarðið, þar sem hinn strangasti vetur herjar í níu mánuði
ársins, fóru flestir á milli hins þýska ríkis og Milano. Hinir
miklu herstjórar sögunnar notuðu það oftast, til þess að
gera árásir á hina frjósömu Norður-Ítalíu. Þannig fór
Brennus með Gallana yfir St. Bemharðsskarð og til Róm-
ar. Þýsku konungarnir fóru þessa leið til Tíberstaðarins
(Rómar), til þess að fá sig krýnda af páfanum. Árið 1800 fór
Napóleon Bonaparte með 40.000 menn yfir skarðið og
barðist hinn 14. júní við Marengo-Austurríkismennina.
Starf björgunarsveitarinnar
Yfir skarðið fóru árlega um 20.000 manns, og þeir
fengu umhygjusama umönnun og gistingu í klaustrinu.
Allir gáfu — eftir bestu getu — sinn skerf til styrktar rekstri
klaustursins. Á undanfömum öldum hafa þúsundir manna
farist í St. Bernharðsskarði, en fleiri hefðu þeír orðið, ef
munkarnir hefðu ekki verið þar með hæli sitt og hunda. Á
hverjum degi fóru tveir klaustursþjónar til efstu Alpakof-
anna og leiðbeindu þaðan ferðamönnum til klausturs sins. I
vondum veðrum er þeim leiðbeint af munki og nokkrum
hundum, því að Bemharðshundarnir eru bestu hjálpend-
urnir við þessa erfiðu björgunarvinnu, og margan manninn
hafa þeir grafið upp úr snjóflóðum. Þeir St. Bernharðs-
hundar, sem menn þekkja í öðrum löndum, eru venjulega
mjög loðnir, en hundarnir þarna í skarðinu eru snögg-
hærðir, enda hentugra fyrir þá, er þeir eiga að berjast áfram
í frosthörkum og stórhríðum. Talið er, að á undanförnum
öldum hafi hundarnir í St. Bernharðsskarði bjargað um
3.000 mannslífum.
Er talsíminn kom til sögunnar var það föst regla, að þegar
einhver lagði af stað í tvísýnu veðri á skarðið þá var símað
til munkanna og þeim sagt frá því. Kæmi maðurinn ekki
fram á tilsettum tíma, voru hundarnir sendir út að leita. Þeir
fóru alltaf tveir og tveir saman, og finni þeir einhvern mann
í lífsháska í fönninni, örmagna af þreytu, er annar hund-
urinn kyrr hjá manninum, en hinn hleypur heim til munk-
anna. Sá, sem varð eftir hjá hinum hjálparvana manni,
reynir að vekja hann með því að toga í föt hans og sleikja
andlit hans. Dugi það ekki, veit hann, að hann á að leggjast
ofan á manninn, til þess að halda honum hlýjum. Hundur-
inn, sem fór heim til munkanna, vísar þeim nú leiðina til
mannsins í fönninni. Munkarnir flytja hann þá heim í
klaustrið og hjúkra honum.
Heima er bezt 101