Heima er bezt - 01.03.1985, Qupperneq 5
mín var Laura Kortsen Bryde, en faðir minn, sem var
bóndi, hét Jes Bryde.
— Störf og nám?
— Ég vann lítið við búskapinn hjá foreldrum mínum en
fór strax og ég gat að vinna á mjólkurbúi í heimabænum
mínum. Þar vann ég í þrjú ár og svo eitt ár á mjólkurbúi á
Sjálandi. Lærði á tveimur mjólkurbúum og útskrifaðist í
verklegu námi nítján ára gamall. Eftir það vann ég ein-
göngu við mjólkuriðnað á ýmsum mjólkurbúum. Þá átti ég
eftir bóklegt nám á mjólkurskóla og lauk ég því seinna.
— Hvernig gerist það að þú ræðst til Islandsferðar?
— Eftir að ég lauk námi í Ladelund vann ég á dönskum
mjólkurbúum. En einn af kennurum skólans, N. Rasmus-
sen, hafði verið mjólkurbússtjóri í Borgarnesi uppi á ís-
landi. Hann þekkti Carl Jörgensen sem orðinn var mjólk-
urbússtjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, og hafði beðið
Rasmussen að útvega búinu mjólkurfræðing. Varð ég fyrir
valinu og fór til íslands með „íslandinu“ í nóvember 1934
og var átta daga á leiðinni.
— Hvernig kom landið þér fyrir sjónir?
— Mér leist ágætlega á að vera kominn til íslands og
ekki síður feginn að hafa fengið vinnu. Það var lítið um
vinnu í Danmörku og margir sem fóru í þessa iðn. Það voru
náttúrlega mikil viðbrigði frá því heima að ferðast austur
yfir Hellisheiði og líta öll þessi háu fjöll. Og mér fannst
aumlegt að sjá mörg af bændabýlunum. Það var líka aum-
legt að sjá bændurna koma ofaná mjólkurbílunum út í
mjólkurbú eins og hvern annan flutning. Nú er annað að
sjá þegar þeir koma, því nú koma þeir á einkabilum.
— Var vinnuaðstaða svipuð í Mjólkurbúi Flóamanna
eins og á dönskum mjólkurbúum?
— Já, hús, hagræðing og vinnuaðstaða var lík og gerðist
á dönsku mjólkurbúi. Svo tók starfið við í osta-, smjör- og
skyrgerð, ég vann við allt mögulegt sem unnið var á
mjólkurbúi. Þá var ekki hægt að fá íslenskt vinnuafl í þessa
iðn, því voru margir Danir við vinnu í mjólkurbúinu en
íslendingar við nám í iðninni. Haraldur Gíslason var þá
lærlingur á búinu, Gunnar Jónsson og Ólafur Jónsson voru
einnig við nám. Carl Jörgensen var ágætur stjórnandi og
ekki strangari en gerðist á dönskum mjólkurbúum. Starfs-
fólk var ekki margt þegar ég kom en fjölgaði fljótt með
vaxandi mjólkurmagni.
— Það var stormasamt í mjólkurmálum Sunnlendinga á
þessum árum?
— Árið 1936 var mjög viðburðaríkt og nokkuð af þeim
snertu mig persónulega. Jörgensen var látinn hverfa frá
Mjólkurbúi Flóamanna og flytja til Reykjavíkur. Þar
verður hann stöðvarstjóri Mjólkurstöðvarinnar, sem hon-
um var ekki ljúft að taka að sér.
— Þú verður mjólkurbússtjóri eftir Jörgensen?
— Áður en það gerðist hafði ég gengið á fund formanns
mjólkurbússtjórnar sem var Egill Gr. Thorarensen kaup-
félagsstjóri Kaupfélags Árnesinga. Það voru ekki svo
margir sem hann gat valið um svo ég sótti um stöðuna. Ég
veit ekki til að ég hafi fengið stuðning frá neinum og alla
vega ekki frá Jörgensen sem fráfarandi mjólkurbússtjóra.
Egill og hann töluðust lítið við eftir að Jörgensen var settur
stöðvarstjóri Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík.
Ég fékk stöðuna og varð mjólkurbússtjóri Mjólkurbús
Flóamanna frá 1. nóvember 1936. Mjólkurbússtjórastöð-
unni fylgdi skrifstofustjóri sem Egill hafði ráðið sjálfur,
Þorvarður Guðmundsson hreppstjóri, Litlu-Sandvík. En
mér líkaði vel við Þorvarð, hægur maður, trúr í starfi og
gott að vinna með honum.
— Hvenær kvæntist þú?
— Ég kynntist danskri stúlku sem vann í mjólkurbúinu,
Karen Elísabet, fædd 1912. Við giftum okkur um það leyti
sem ég varð mjólkurbússtjóri, og við hjónin fluttum í íbúð
Carls Jörgensens.
— Var mötuneyti og íbúðir fyrir starfsmenn í búinu?
— Já, og það kom í hlut konu minnar að veita mötuneyti
mjólkurbúsins forstöðu. Þvotta og ræstingu sá hún einnig
um og hafði stúlku sér til hjálpar. Það borðuðu allir starfs-
menn mjólkurbúsins í mötuneytinu og bjuggu í búinu að
mestu leyti. Fyrsti starfsmaður sem bjó utan búsins var
Róbert Jensen, er gifti sig 1938. Það ár munu hafa verið
sextán manns sem héldu til í mjólkurbúinu eftir að Bent
Kortsen Bryde fæddist, en borðað þar um tuttugu manns.
Bent lærði síðan mjólkuriðnað í Mjólkurstöðinni í Reykja-
vík. Hann varð mjólkurbússtjóri í Grundarfirði og eftir það
verslunarstjóri hjá Samsölunni á Laugavegi 162. Við feng-
um annan strák 1940, eða réttara sagt konan mín fékk
strákinn, Leif Bryde, sem nú er loftskeytamaður hjá Land-
helgisgæslunni.
— Hvernig gekk svo nýja mjólkurbússtjóranum stjórn-
un mjólkurbúsins?
— Mér fannst sjálfum að stjómunin á búinu gengi ekki
svo illa, starfsfólk mjög gott og vel starfi sínu vaxið. Kemur
mér þá í hug einn af vigtarmönnunum, Magnús Eiríksson,
sem var alveg stórfínn maður. Já, og hann Helgi Ágústsson
hjá Kaupfélagi Árnesinga, var nú aldeilis ágætur. Hjá
okkur var ákaflega gott og náið samstarf og ánægjulegt frá
upphafi til enda. Helgi var mjög ákveðinn, en ég vil ekki
segja að hann hafi verið harðstjóri, eins og sumir héldu
fram. En hann var nákvæmur stjórnandi sem menn virtu og
vildu allt gera fyrir. Helgi stjórnaði flutningunum að og frá
mjólkurbúinu og við töluðum saman upp á hvem dag
vegna flutninganna, hvað skyldi flutt og hvað marga bíla
þyrfti þennan eða hinn daginn.
— Voru flutningarnir stundum örðugir?
— Það voru oft erfiðar ferðir bæði út um sveitir og til
Reykjavíkur og konan mín lenti í einni slíkri. Það er best að
hún segi þér frá ferðalaginu.
Frú Bryde brosir og segir:
— Við áttum ekki bíl sjálf og ferðuðumst með mjólkur-
bílunum. Við fórum oft suður með Steindóri sem kallaður
var Denni, eða Ágústi Jónassyni, en þeir voru í ferðum fyrir
mjólkurbúið til Reykjavíkur. í þessari ferð var lagt af stað
austur eftir hádegi og ófærð var mikil upp á Kolviðarhól,
en þar borðuðum við um kvöldið. Svo var verið að berjast
austur til klukkan þrjú um nóttina, þá komum við loksins
heim eftir fjórtán tíma ferð þessa sjötíu kílómetra vega-
I lengd. Denni var harðjaxl og báðir voru þeir hraustir
Heimaerbezt 81