Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 6
ferðamenn og ábyggilegir. Ég er viss um að hann Gústi Jónasar þekkti hverja einustu holu i veginum frá Selfossi til Reykjavíkur. — Voru miklar framkvæmdir á búinu á þessum árum? — Það var hvorki mikið byggt né miklar breytingar á vélakosti hjá Mjólkurbúi Flóamanna þau ár sem ég var þar mjólkurbússtjóri, en haldið í horfinu enda mjólkurbúið nýlegt þá. — Þú hefur kynnst formanni mjólkurbússtjórnar? — Egill kom oft í mjólkurbúið já, já, og mér líkaði, og jú og jæja, ágætlega við manninn. En seinna var það nú ekki svo gott. Mér fannst hann vilja ráða helst til miklu seinni hluta míns starfstíma og skipta sér af ýmsu sem hann hafði ekkert vit á. Til dæmis vildi hann koma inn á okkur kolum sem ómögulegt var að kynda með og fá nóga gufu til að snúa vélunum. Kolin voru bara „sjúss“, sem hann þurfti að losna við fyrir kolasölu í Reykjavík, sem Kaupfélag Ár- nesinga skipti við. Ég fór að finna að þessu við Egil, sem endaði með dálítið hörðu og það þoldi nú Egill Thoraren- sen ekki. Kemur þetta á prenti ha? Frú Bryde brosir til manns síns. — Þetta hefur sett skugga á samstarfið? — Þessir árekstrar og afskiptasemi á formanni mjólk- urbúsins á því sem hann hafði ekki neina þekkingu á ýtti undir, að 1939 sæki ég um mjólkurbússtjórastöðu í Dan- mörku og er umsóknin á þessa leið: Með tilvísun til auglýsingar yðar í „Mælkeritidende“, leyfi ég mér að sækja um mjólkurbússtjórastöðu þá sem þar er auglýst. Hér fara á eftir nokkrar upplýsingar um mig: Ég er fæddur 20. febrúar 1909 í Holsted, sonur bóndans J. Bryde. Nám mitt í mjólkurfræðum byrjaði 1924 og stóð í fjögur ár, eins og lög „Dansk-Mejerist foreningens" mæla fyrir. Ég vann á tveimur mjólkurbúum, og síðan fékk ég sveinsbréf 1928. Eftir sex mánaða herþjónustu vann ég sem verkstjóri á mjólkurbúi í Brande, og hálft ár við afleysingar. Þar næst fór ég í átta mánaða nám fyrir mjólkurfræðinga á „Ladelund Mejeriskole" og lauk þar prófi. f apríl sama ár lauk ég kyndaraprófi. Nú er ég mjólkurbússtjóri á stærsta mjólkurbúi á íslandi, Mjólkurbúi Flóamanna, sem tekur á móti 6 mill. kg. mjólk á ári. Kom ég til búsins 1934 sem verkstjóri. Þegar ég hafði verið hér i tvö ár fór bússtjórinn til Danmerkur, þar sem hann tók við stjórn Albani mjólkurbúsins í Odense. Þá var ég ráðinn mjólkurbússtjóri. Sá munur er á mjólkurbúum i Danmörku og á fslandi, að í Danmörku taka framleiðendumir mest alla undanrennuna, en hér taka bændurnir enga undanrennu heim, þar eð þeir hafa enga svínarækt, hér er mest af mjólkinni notað í osta og skyr. Á sumrin fara ca. 12000 kg. til ostagerðar daglega. Mest af ostinum er flutt til Þýskalands þar sem fslendingar borða ekki mikinn ost. Við framleiðum einnig mikið af smjöri og það selst allt innanlands. Ef hin heiðraða stjórn sýnir mér það traust að trúa mér fyrir rekstri mjólkurbúsins, mun ég leitast við að stjórna því þannig að hluthafamir fái sem bestan arð af mjólkurframleiðslunni. Heitasta ósk mín er, að koma til Danmerkur og stjórna þar mjólkurbúi, því heima er best. Virðingarfyllst: C. Bryde. — Þú fékkst ekki stöðuna? — Nei, en undanfari þess að ég hætti störfum hjá Mjólkurbúi Flóamanna var að Égill Thorarensen sendi mér „fallegt“ bréf. í bréfinu sagði að ég væri búinn að missa tök á stjórn mjólkurbúsins og ráðlagði hann mér að finna annað starf. Hann benti mér á, eða bauð mér að setjast að í Þorlákshöfn, nefndi ekkert starf, en hefur sennilega haft eitthvað í huga. Ég þakkaði „pent“ þeim ágæta manni, en þáði ekki hans ráð að flytjast til Þorláks- hafnar. Ekki löngu seinna fékk ég boð frá Hafnarfirði og gat fengið mjólkurbússtjórastöðuna þar. Sveinn Tryggva- son hafði verið þar mjólkurbússtjóri frá 1938, en gerðist ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands. Ég réðist svo þangað mjólkurbússtjóri frá 1. maí 1942, en það var ekki Agli Thorarensen að þakka, nei. Það var stjóm Mjólkurbús Hafnarfjarðar sem réði mig, Ólafur Runólfsson, Einar Halldórsson á Setbergi og Gísli Jakobsson á Hofstöðum. Þetta voru góðir karlar og ég saknaði einskis að austan, en mér er þó ánægja að minnast samstarfsins við stjórn Mjólkurbús Flóamanna, það var gott og árekstralaust. Þegar ég var svo að fara þaðan kom hann Helgi Ágústsson og kvaddi mig, en ekki einn einasti annar frá Kaupfélagi 82 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.