Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Page 8

Heima er bezt - 01.03.1985, Page 8
ÞÓRARINN MAGNÚSSON, Klausturhólum, Kirkjubœjarklaustri: MEINLEG ÖRLÖG Þórarinn bregður upp svipmyndum úr daglegu lífi á Síðu hátíðarárið 1930. Við kynnumst heyskap og selveiði. En efst í huga höfundar eru örlög félaga hans, sem rauf bannhelgina á Gunnarshelli í Keldunúpi. Gunnarshellir í hamrinum austast í Keldunúpi blasir viö á myndinni. Margir sem um hringveginn fara taka eftir þessu áberandi náttúrufyrirbæri, og jafnvel krossmarkinu innst í honum. Það er eitt af stóru ártölunum í Is- landssögunni. Líklega hefur þjóðar- stolt íslendinga sjaldan risið hærra, nema ef það hefur þá verið á dögum Úlfljóts. Það koma kóngar og aðrir mektarmenn frá útlandinu til að heiðra íslendinga og færa þeim gjafir. Allt stórmenni Islands er riðið á Þingvöll. Það á að halda þúsund ára afmæli sjálfs Alþingis — elsta lög- gjafarþings í heimi, segja sumir, hvorki meira né minna. Eftir allt saman þá er þetta líklega bara stór- merk þjóð sem við erum, hugsar maður með sér. Þetta er vorið 1930. Á þessu stórmerka ári á svo að heita á ég sé vinnumannsnefna á Breiða- bólstað á Síðu, sem þá var læknisset- ur. Húsráðendur þar eru Snorri Hall- dórsson héraðslæknir og frú hans. Auðvitað eru þau hjón meðal fyrir- fólksins í Þingvallaförinni. og þegar kötturinn er úti leika mýsnar sér. Einn daginn eru vinnumennirnir á Breiða- bólstað á rölti úti við. Þeir fara sér rólega. Þegar menn eru hálflatir eða slá ögn slöku við vinnuna, segja þeir við sjálfa sig: Það er hvorki sláttur né vertíð.“ Það voru þá aðal bjargræðis- tímarnir. Þá skyldu allir gera eins og þeir gátu. Aðrir tímar ársins skiptu minna máli. Og vinnumennirnir rölta áfram i hægðum sínum austur með fjallinu og hafa líklega ætlað sér að huga eitt- hvað að kindum eða hrossum. Ég segi fjallinu og á þar við Keldunúpinn, sem er hluti Síðufjallanna. Þegar fólk úr stærilátari héruðum kemur að skoða sig um segir það og brosir góð- látlega: Þetta eru sko engin fjöll, bara smá hálsar“. En við sem höfum haft þau fyrir augum eða búið í skjóli þeirra langa ævi, verðum hálf móðgaðir og segjum: „Víst eru þetta fjöll og ekki aðeins það, heldur og hin fegurstu og vina- legustu fjöll á landi hér og þó víðar væri leitað“. Nú er komið á móts við Keldu- núpsbæina, sem þá voru tveir. Þjóð- vegurinn liggur bókstaflega um hlað- ið á Austurbænum. Það er ekki nema 84 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.