Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.03.1985, Blaðsíða 9
sjálfsagt að staldra þar við og fá sér kaffisopa. Þar býr vingjarnlegt fólk og gestrisið. Bæjarhúsin eru með því lagi er þá var algengast hér um slóðir: Gaflhlöð og hliðarveggir hlaðnir úr torfi og grjóti, þök og framþil klædd bárujárni, tvær burstir. Vestan megin í bæjarhúsunum er lítil stofa, eldhúsið þar innaf. Úr eldhúsinu er gengið uppá baðstofuloftið. Þegar ókunnuga ber að garði er þeim boðið í stofu, en séu menn nákunnugir ganga þeir beint til baðstofu og svo er í þetta sinn. Þegar maður kemur í Keldunúpsbað- stofu á þessum árum fer vart hjá því að af fari mesti galgopaskapurinn í bili. Mér dettur allt í einu í hug vísa er stendur við afmælisdag minn í gam- alli afmælisdagabók. Hún er svona: Gakk þú hœgt um gleðinnar dyr og gá að þér. Enginn veit sína ævina fyrr en öll hún er. Innst í baðstofunni hvílir í rúmi sínu Helga gamla Eiríksdóttir, fyrrum húsfreyja á Keldunúpi. Hún er blind, líklega heyrnarlaus og má sig hvergi hræra af sjálfsdáðum. Mállaus er hún einnig, þó getur hún gefið frá sér of- urlítið hljóð, sem það Keldunúpsfólk liklega skilur. Þegar hér er komið hefur hún legið þannig í mörg ár, ég veit ekki hve mörg, og enn á Keldu- núpsbaðstofan eftir að veita henni at- hvarf í sex löng ár. Og þar lýkur hún æviárum sínum, sem þá eru orðin nærri 96. Allt mun heimilisfólkið hafa lagt sitt til að létta gömlu konunni líf- ið, ekki síst húsbóndinn Bergur Jóns- son. Þó má telja víst að mest hafi mætt á húsmóðurinni, henni Guðnýju Brynjólfsdóttur. Auk allra þeirra annasömu bústarfa utanbæjar og innan, sem þá tilheyrðu húsmóður- starfinu, þurfti hún að vera hjúkrun- arfræðingur og sjúkraliði og átti vakt allan sólarhringinn. Sumarorlofin hafa víst verið ósköp fá og stutt og launaumslögin líklega að mestu tóm. En róleg mundi hún Guðný hafa get- að lagt sig til hvíldar í Prestsbakka- kirkjugarði að loknu sínu ævistarfi. Hverfum nú aftur að vinnumönn- unum. Þegar þeir hafa drukkið nægju sína af kaffi og spjallað við fólkið í rólegheitum, þakka þeir fyrir sig og kveðja. Það er ekki laust við að maður dragi andann ofurlítið léttara þegar aftur er komið út i vorblíðuna. Og nú er haldið sniðhallt austur og upp eftir Keldunúpsbrekkunum. Þær eru snar- brattar en samt grasigrónar og blóm- um skrýddar fast upp að hamrabelt- inu. Það er einkenni mest allra Síðu- fjallanna. Austast í sjálfum núpnum er svip- mikill hamar, sléttur og brattur. Að ofan er hann næstum klofinn frá sjálfu fjallinu. Manni dettur í hug að hann ætti til að steypast fram yfir sig, en líklega er hann vel jarðfastur að neðan. Sjálfrátt eða ósjálfrátt er stað- næmst beint framanundir þessum hamri. Þar er sest niður á efsta paldr- ann og menn halla sér upp að berginu. Þaðan er gott að virða fyrir sér um- hverfið í rólegheitunum. Beint fyrir ofan okkur er hellisskúti inn í bergið neðanvert við miðju. Hann heitir Gunnarshellir, kenndur við Gunnar Keldunúpsfífl. Frá honum er saga, er telst til fornritanna, þó er hún meðal þeirra er síðast voru skrifaðar og ekki talin mjög sannsöguleg. Ekki er þessa hellis að neinu getið í sögunni, en munnmæli hermdu, að þar hefði Gunnar fólgið fjármuni sína er voru firna miklir, tvær kistur fullar af silfri og dýrgripum, er honum hafði áskotnast í frægðarferðum sínum er- lendis. Ég hafði annað hvort lesið það einhvers staðar, eða mér verið sagt, að fýrrum hefði einhvers konar stöng eða mjór raftur verið skorðaður þvert fyrir hellisopið eins og slagbrandur. Með tímanum hafði svo rafturinn fúnað eða veðrast og þá fyrir allnokkru brotnað sundur í miðjunni og fallið niður. Neðst er bergið all þverhnípt, þar er lítið um góðar fót- eða hand- festur, en þegar komið er þrjá til fjóra metra upp er stallur og þaðan snið- hallur flái upp í hellinn. Einhverskonar bannhelgi hvíldi á hellinum. Þangað upp skyldi enginn maður klifra. Sá sem það gerði skyldi verða skammlífur eða verða fyrir mikilli ógæfu. Ég er þá enn á alversta afglapaaldrinum. Því aldursskeiði fylgir það, að mönnum finnst algjör- lega nauðsynlegt að sýnast mikill maður og brjóta öll boð og bönn og láta viðvaranir gamla fólksins sem vind um eyrun þjóta. Ég stend upp og fer umsvifalaust að klifra upp í ham- arinn. Ég geri ítrekaðar tilraunir, en hvernig sem ég reyni kemst ég ekki einu sinni uppá stallinn. Ég gefst upp og kem niður heldur súr á svipinn, að vísu var ég alinn upp á sléttlendi og óvanur hömrum, en samt fannst mér þá og finnst raunar enn, að hér hefði ég beðið einna mestan ósigur á lífs- leiðinni, — eða voru hér dulin öfl að verki? Þá er það að félagi minn Stein- grímur kemur til sögunnar. Hann stendur upp í hæglæti, gengur að hamrinum og rennir sér fyrirhafnar- laust uppá stallinn og þaðan hleypur hann upp fláann og inn í skútann. Ekki hefur hann þar neina viðdvöl og ekki skyggndist hann neitt eftir silfr- inu Gunnars. Eins og hellirinn lítur út nú, virðist hann raunar ekki vera mjög líklegur felustaður. Það sem verra var, þá tók Steingrímur ekki heldur neitt eftir krossmarkinu í berginu, innst í hellinum, sem síðar kom í ljós að sjá má glöggt neðan frá núverandi þjóð- vegi. Steingrímur var Jónsson, af hinni kunnu Steingrímsætt og lang- amma hans var Sigríður dóttir Sveins læknis Pálssonar. Hann er hér full- þroska maður, 26 ára gamall. Steingrímur var sá maðurinn er ég þá dáði hvað mest fyrir utan fornald- arhetjurnar góðu. Hann fannst mér komast næst þvi að honum næðu þær mannlýsingar fornsagnanna er ágæt- astar þóttu og ég kunni þá margar ut- anbókar. Vel átti það við að hann var rammur að afli. Liðtækur hefði hann verið í mörgum íþróttum, ef iðkun þeirra hefði þá tíðkast. Söngmaður var hann mikill og svo tónnæmur, að hann gat leikið af fingrum fram á harmonikku eða orgel hvert það lag er hann vildi án þess þó að kunna neitt í nótnalestri. Ekki er kannske rétt að segja, að hann væri skáld gott, en vel var hann hagmæltur og gat fyrirhafn- arlaust kastað fram smellnum vísum, einkum ef eitthvað broslegt bar við. Einu sinni gerði Steingrímur gaman- brag um Sigurjón Einarsson síðar bónda í Mörk á Síðu. Sigurjón var þá vinnumaður hjá Lofti Ólafssyni pósti á Hörgslandi. Tilefnið var að sá kvitt- Heima er bezt 85

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.