Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Page 15

Heima er bezt - 01.03.1985, Page 15
jafnað sig. Við héldum því áleiðis inn Jökulsárhlíðina, fjórir saman, og sótt- ist ferðin sæmilega, því snjór var minni þar en austan heiðarinnar, og ekki til teljandi tafar. Við komum á bæ þar í hlíðinni, sem mig minnir, að héti Sleðbrjótssel, og var þar tafar- laust boðið til kaffidrykkju. Þarna voru nokkrir aðkomumenn fyrir, held ég þar hafi staðið hreppsnefndar- fundur eða eitthvað þessháttar. Þessir menn, sem þarna voru, höfðu mikið að skrafa við Karl Sigvaldason um raforkuframkvæmdir við Lagarfljót og margt fleira út frá því. Það teygðist því nokkuð úr viðstöðunni þarna, en kaffið var gott og vel með því. Það var því fyrir nokkru komið myrkur, þegar við náðum í Fossvelli og tókum þar gistingu, sem ekki stóð á. Bóndinn þarna hét Gunnar og var vel mál- hreifur, sagði okkur m.a. ýmsar sögur, sumar gamansamar, en ég efast um, að allar sögur hans hafi verið heilagur sannleikur, það gerði okkur ekkert til, og allt er það mér löngu gleymt, en þarna fengum við að borga nætur- greiða við vægu verði, að mig minnir 1,50 kr. fyrir manninn. Við neyttum morgunverðar, áður en við lögðum af stað frá Fossvöllum og komum næst að Bót í Hróarstungu. Var ekkert sögulegt að segja frá þeirri bæjarleið annað en ferðin yfir brúna á Jökulsá, skammt frá Fossvöllum, sem er lögð yfir hrikalegt gljúfur, þar sem mórauð elfan brýzt fram í gljúfra þröng, langt niðri, þar sem jörðin hefur einhverntíma rifnað sundur í átökum, áður en hér leit nokkur maður moldu. Brúin er stutt, því skammt er þarna milli gljúfurveggj- anna, og mér fannst ægilegt að horfa þar niður. Ég hef aldrei síðan komið á þessar slóðir, en það er eins og kalt vatn hríslist um bak mitt, er mér kemur þessi minning í hug. Ferðafélagar mínir, Karl og Páll, vildu koma við í Bót og fá sér ein- hverja hressingu, sem þeir töldu sig hafa þörf fyrir, en mér virtist við ekki svo langt að komnir, að þess væri þörf, en vera má, að þá hafi sótt þorsti. Okkur var strax boðið í bæinn á Bót, sem var reisulegur, en spurt jafnframt, hvort við vildum forðast mislinga, sem væru þar á heimili, eins og á stæði. Karl og Páll höfðu fengið þessa veiki áður, en við Sigurður ekki. Við tveir vildum því ekki ganga í bæinn, heldur gengum í fjárhús, sem var þar rétt út frá bæjarhlaði, til að bíða eftir ferðafélögunum í húsaskjóli, á meðan þeir hresstu sig inni hjá húsbændun- um. Gátum við sett okkur þar á garðaböndin til hvíldar. Ekki var liðið mikið yfir hálfa klukkustund, þegar ung og mjög myndarleg kona birtist í dyrunum með dúkaðan kaffibakka, sem á voru öll föng til kaffidrykkju, ásamt kaffi, sykri rjóma og gnægð af brauði og bað okkur að þiggja, ásamt því bar hún fram einhver afsökunarorð um óvist- legar aðstæður til kaffidrykkju. Við tókum glaðir við kaffibakkanum, skákuðum honum í garðahöfuðið og tókum til vistanna, en konan hvarf aftur til bæjarins, hafði áður getið þess, að hún flytti ekki mislinga, því hún hefði fengið þá fyrir nokkrum árum. Eftir rúmlega eina og hálfa klukkustund, voru félagar okkar ferðbúnir, og við lögðum af stað, eftir að hafa tjáð þakkir fyrir góðgerðirnar, sem vera bar. Leiðin lá nú suður yfir Hróarstunguna og að Lagarfljótsbrú, því stefnt var til náttstaðar að Egils- stöðum á Völlum, þar sem var rekið gistihús. Gamla Lagarfljótsbrúin, sem við fórum um haustið 1916, er nú löngu horfin, og önnur ný og betri komin í staðinn. Þessi gamla brú var öll úr timbri og lögð á trébúkka, sem ég held, að hafi verið fylltir grjóti og byggðir í odda, sem vissi upp í strauminn, þó lítill sýndist, þar sem fljótið þarna líktist meira stöðuvatni en rennandi straumvatni. Þetta mun hafa átt að vera vörn gegn ísreki, og sjálfsagt verið það að einhverju leyti. Lagarfljótsbrúin var lengsta brú á landi hér, þar til brýr komu á Skeið- arársand og Borgarfjörð. 6 Gist á Egilsstöðum í einu stærsta húsi landsins Við komum að Egilsstöðum í húminu, og var þar fúslega við okkur tekið, enda opinberlega auglýst gistihús, og við færðir til stofu, sem ég hygg, að hafi verið íbúð húsráðenda, og líktist þessi gestamóttaka fremur gistingu á sveitabæ en á gistihúsi, en hún var ekki verri fyrir það. Gistihúsið á Egilsstöðum var mjög stórt timbur- hús, tvær hæðir og ris, og mun það hafa verið meðal stærstu húsa hér- lendis á þeim tíma, sérstaklega fannst mér til um, hvað það var langt. Hús- ráðendur þarna voru Jón Bergsson, sem var landskunnur maður á þeirri tíð fyrir félagsmálastörf á Austur- landi, en var nú að gefa frá sér þá hluti, enda alveg að missa sjón. Hann hafði síðari árin, auk búskapar á Egilsstöðum, haft þar sveitaverzlun og gistihús, sem sjálfsagt hefur ekki gefið mikið af sér á þeim tíma, og kona hans, Margrét Pétursdóttir. Hún var líka starfsöm í félagsmálum, auk þess, sem hún var talin mikil og dug- leg búkona, og mest mun hafa mætt á hana gistihúsreksturinn. Það bar eitt og annað á góma í stofunni hjá Jóni Bergssyni um kvöldið. Þarna var líka heima hjá foreldrum sínum Þorsteinn, sem síðar var lengi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðarfirði og stjórnar- maður S.Í.S. um áratugi, landsþekkt- ur maður. Hann var þá að taka við forstöðu Kaupfélagsins af föður sín- um, sem hafði haft forstöðu þess með höndum frá stofnun þess 1909. Þarna var einnig næturgestur bóndinn á Ketilsstöðum á Völlum, Gunnar Pálsson. Það var mikið talað þetta kvöld á Egilsstöðum og fremur seint gengið til hvílu. Mest var rætt um Titan-félagið og fyrirhugaða virkjun á Lagarfljóti, sem heimamenn þar höfðu mestan áhuga fyrir. Varð Karl að standa þar fyrir svörum, svo sem hann hafði tök á, og spá eftir líkum um þróun málanna. Við Sigurður tókum ekki þátt í þessum umræðum um virkjunarmálin og Páll fremur lít- ið, en nokkru meira, er rætt var um önnur dagskrármál þess tíma. Okkur Gunnari var vísað til sama herbergis, sem var búið tveimur ágætum hvílum. Þegar þar var komið, tókum við tal saman, sem stóð nokkuð fram yfir miðnætti. Þótti mér bóndi sá við- ræðugóður og allfróður. Framhald í nœsta blaði. Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.