Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Side 16

Heima er bezt - 01.03.1985, Side 16
SESSELJA HELGADÓTTIR Litið til baka Minningar um Sölva Helgason, Jóhann þögla og Símon Dalaskáld Skráð hefurJón Kr. Guðmundssonfrá Skáldsstöðum í Reykhólasveit. Sesselja Helgadóttir, sem lengi var einbúi í Skógum í Þorskafirði, sagði mér einu sinni þessi minningarbrot frá æskuárum sínum: Foreldrar mínir Helgi Björnsson og Kristjana Þórðardóttir bjuggu á ýms- um jörðum í Gufudalssveit: Kleifa- stöðum, Seljalandi, Barmi og Hof- stöðum. Á þeim árum voru stundum förumenn á ferðinni og minnist Sess- elja þriggja landskunnra förumanna er komu til foreldra hennar er hún var ung. Þegar pabbi og mamma bjuggu á Kleifastöðum kom til þeirra Sölvi Helgason og gisti hann hjá þeim um nótt. Talaði hann margt við heimilis- fólkið á vökunni, sagði frá ferðum sínum bæði innanlands og utan. Þó einkum frá dvöl sinni í Kaupmanna- höfn. Þar kvaðst hann hafa forframast mikið og kynni hann margt fyrir sér, sem aðrir gætu ekki, til dæmis gæti hann á svipstundu látið allt fólkið í baðstofunni falla í dá. Kvenfólkið var hálfhrætt við mátt hans og vildi sem minnst hafa saman við hann sælda. En Helgi karlinn var hvergi smeykur. Sváfu þeir samrekkja um nóttina, því rúmstæði voru fá til og sængurfatn- aður ekki annar til en sem minnst var hægt að komast af með. Annar förumaður kom líka til þeirra á meðan þau bjuggu þar, hann hét Jóhann þögli. Hann talaði yfirleitt aldrei orð og var ávallt illa til fara, föt hans voru rifin og illa farin. Jóhann þessi var upprunninn úr Skagafirði. Þar bjó hann, átti konu og börn. Hann réði eitt sinn til sín vinnukonu. Hún fékk á honum svo mikla ofurást að hún fyrirfór sér þegar eiginkona hans vildi að hann bægði henni frá heimil- inu. Þetta fékk svo á Jóhann að hann fór að heiman, ferðaðist víðsvegar um landið og virtist hvergi hafa ró, sagt var að vinnukonan sækti að honum í svefni og léti hann svo illa í svefni að hann rifi utan af sér fötin. Vildi hann því helst ekki sofa innan um fólk til að valda því ekki ónæði og skemmdi ekki rúmfötin. Fór hann sjaldan eða aldrei úr fötum og vildi helst sofa í útihúsum eða á öðrum afviknum stöðum, þar sem hann var ekki of nærri mönnum. Þriðji förumaður var Símon Dala- skáld. Hann orti vísur um húsbænd- uma og heimilisfólkið þar sem hann kom. Um foreldra Sesselju, Helga og Kristjönu orti hann vísur, einnig orti hann um tengdaforeldra Helga, sem áttu heima hjá honum þá. Þau hétu Þórður Jónsson og Anna Jónsdóttir. Símon orti sína vísuna um hvort þeirra. Vísan um Þórð er fallin í gleymsku en vísan um Önnu er svona: Hans er kvinna hýr í sinni A nna, eðalsteinagrundin góð, gengur beina dyggðaslóð. Um Helga bónda orti hann: Helgi dýri dáðamann, dyggð og tryggðum búinn. Sífellt hýr um sinnurann Selja býr á landi hann. Fót þó að vanti fráan sinn freyrinn linna hlýða. Hann mun leiða lausnarinn, lífs á götu fríða. Þig ég drottin bestan bið, blíður meður anda. Fótarvana leggðu lið, lyndisfrómum branda. Um Kristjönu húsfreyju orti hann: Gáfuð fríð og gestrisin, gœfureifuð safni. Konan blíða kemur inn Kristijana að nafni. Fram að bana þóknast þjóð, þýðlynd fríð og vitur. Kát að vana konan góð, Kristijana Þórðarjóð. Ekki nægði Símoni að yrkja um heimilisfólkið á Seljalandi heldur orti hann líka um Guðrúnu systur Krist- jönu, sem hann þekkti af afspum. Hún átti heima í Flatey á Breiðafirði. Flatey Breiðafirði á, flúna þraut og pínu. Bráin heiða björtu gná, ber í skauti sínu. Ó ég mœtti finna og fá, fagra silkiþrúði. Eflaust skyldi égyrkja þá um elskulega brúði. Símon Dalaskáld var talandi skáld, mælti ljóð sín af munni fram án mik- illar yfirvegunar og því vildu þau verða æði misjöfn að gæðum og lítið um sígild verk. 92 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.