Heima er bezt - 01.03.1985, Síða 18
JÓNAS PÉTURSSON:
Lífskjör
Þetta orð heyrist oft
nefnt. Ef til vill svo oft,
að tekið sé að þreyta,
suma a.m.k. Og víst
játa ég að notkun þess
hefir valdið ergi í huga
mér; Þegar fjálglegar
ritsmíðar í blöðum
bollaleggja um leiðir til
síbatnandi lífskjara
með vaxandi tekjum —
þjóðartekjum á tölvu-
borðinu! Smám saman
hefir mér orðið meir og
meir hugsað til þessa
málflutnings, og þá
staldrað við hjá orðinu
sjálfu, hugtakinu lífs-
kjör! Mér sýnist að
auglýsingastarfsemin,
gróðahyggjan, sjái sér
leik á borði að innræta
þjóðinni, að góð lífs-
kjör séu fólgin í mikl-
um fjármunum, mikl-
um tekjum, sem tölvan
nemur — það sé jafn-
vel eina leiðin til að
bæta lífskjör þín og
mín! En er þessu svo
varið?
Til þess að svara þessu er nauð-
synlegt að rekja í sundur í hverju
lífskjör eru fólgin. Enginn deilir um
að matur, klæði og húsaskjól með
hlýindum séu þættir lífskjara. En á
ofanverðri tuttugustu öld er það
ljósara en fyrr að fullnæging and-
legra þarfa er sífellt stærri hluti.
Enginn verður sáttur við sín lífskjör
með lífsleiða, með því að leita dag
eftir dag eftir einhverju fyrirbæri,
sem hann heldur e.t.v. að hægt sé að
ná fyrir peninga. En þrátt fyrir við-
leitni, fjáreyðslu, leit eftir leit, sem
eitthvað skilur þó eftir má ætla, þá er
að kvöldi eða morgni óþreyja í sinni.
Og þetta er vafalaust miklu algeng-
ara nú í fjölbreytni lífsins. Þess
vegna er þörf á að rekja málið betur.
Ég var að vekja athygli á að óþreyja
og lífsleiði fer vaxandi, fer vaxandi í
aukinni velmegun. Með vaxandi
tekjum, tækni og möguleikum — í
einu orði velmegun — færumst við
fjær því, sem talið er markmið. Bætt
lifskjör! Eða orðum það heldur:
Bestu lífskjör! Bestu lifskjör er vel-
líðan, jafnvægi í sál og sinni, friður og
sátt við sjálfan sig, umhverfi sitt,
bjartsýni til komandi dags, öfund og
sárindi í annara garð víðsfjarri. Sál-
arfriður! Ég held að svonefndar
búksorgir séu úr sögunni, eða vona
það. En á morgun veit ég að enn
verða einhverjir vansælir vegna
skuldamála, vegna þess að velferð-
aráróðurinn hefir glapið ýmsum sýn,
og lagt hefir verið út í kapphlaup um
þessi svonefndu bættu lífskjör, án
nægilegrar forsjár. Og þar reynast
sárindin mest og erfiðast að ná því
sálarjafnvægi sem eru í raun: Bestu
lífskjör.
Það kemur margt í hugann við að
velta þessu hugtaki fyrir sér. Ég las
fyrir allmörgum árum í bókinni:
„Foreldrar mínir“, endurminningar
nokkurra fslendinga vestan hafs — í
grein sr. Kristins K. Ólafssonar um
föður hans og föðurbróður minn.
Kristin Ólafsson og Katrínu Ólafs-
dóttur. Þar segir svo: „Foreldrar
mínir kunnu að komast af með það,
sem efnin leyfðu og njóta þess án
öfundar gagnvart þeim, er áttu betri
kjör, en jafnhliða að beita sér af
kappi að bæta haginn. Þetta jafn-
vægi virtist lykill að heilbrigði.“
Þessa setningu skrifaði ég á blað
fyrir mörgum árum, svo hreif hún
mig. Ég hefi geymt blaðið í veski,
sem er í vasa mínum að staðaldri, og
þótt trosnað sé orðið, er gildi þess, er
á því stendur óskaddað af tímans
tönn! Alltaf finn ég bergmál þess í
brjósti mínu. Og mig langar enn að
vitna í samtal er ég átti fyrir um 20
árum við húsmóður eina á Austur-
landi. Er samtal þetta fór fram bjó
þessi kona í viðunandi húsnæði,
með „þægindi“ sem þá voru, svo
sem rennandi vatn, heitt og kalt,
rafmagnstæki í eldhúsi og til hjálpar
í húsfreyjustörfum, frárennsli í
skólplögn. En svo sagði hún: en ég
veit ekki hvort ég er nokkru ánægð-
ari nú, eða sáttari við hlutskipti mitt
en þá er ég var að byrja búskapinn
fyrir 15-20 árum. Ekkert rafmagn
þá, ekkert frárennsli fyrir skólp, vatn
þurfti ég að sækja í kjallara, og þá
leið líka með skólpið og út, eldivið-
94 Heima er bezt
inn þurfti að sækja og svo til viðbót-
ar var ég þá að eiga börnin! Þessu
samtali hefi ég aldrei gleymt, svo at-
hyglivert var það fyrir hógværð og
skarpskyggnt mat á lífgildum.
Skilningur á mikilvægi starfsins og
gildi þess fyrir samfélagið. Fyrir
manninn og samfélagið, gildi þess
að vera í góðu skapi. Svonefndar
tómstundir gáfust þá misjafnt, en
þegar þær gáfust þá var bókin nær-
tækust. En með auknum tómstund-
um hefir hún ekki fyllt sem fyrr í
eyður, eða orðið lífsfylling þegar
þörfin óx — því miður! Rétt metið er
bókin ekki síður en áður markverður
þáttur lífskjara. Hér hæfir svo að
minna á málsháttinn: Nóg á sá sér
nægja lætur.
Já, lífskjör! Einn er sá þáttur
ónefndur ennþá, sem mér sýnist að
hljóti að vera hættulegasta andstæða
góðra lífskjara. Það er atvinnuleysi.
Atvinnuleysi! Orð, sem veldur mér
hrolli, ef hugsun um það nær tökum
á mér. Við íslendingar höfum sneitt
nokkuð framhjá því. Og í mínum
huga er það vottur um stjórnleysi og
skilningsleysi á íslenskum skilyrð-
um, á skyldum þjóðar við ættjörð
sína, og gildi þess að búa í landi
mikilla möguleika og mikilla þarfa
að leggja vit og strit af mörkum við
móður náttúru. Og fullnægja jafn-
framt mannsins þörfum fyrir vinn-
una, sem í raun eru æðstu gæði lífs-
ins, uppspretta bestu lífskjara. Það
er þetta sem ég hefi ríka hneigð til að
segja af öllum þeim mætti, sem mér
er gefinn: Lífskjörin, góð lífskjör,
bestu lífskjör eru starfið, vinnan,
efling orku, sem hún ein skapar,
lifsgleðin, fullnægjan á þrá íslend-
ingsins til að vernda og fegra fóstru
sína, varpa ljóma bjartsýni á fjöl-
skyldu sína, nágranna, umhverfi og
vekja með því athygli á íslenskum
lífsgæðum, fögru landi, tæru vatni,
hreinasta lofti veraldar, blárri himni,
nóttlausum vorum. En líka ísköld-
um éljum á stundum —„en á samt til
blíðu það meinar allt vel“. Hvernig
stendur á því að margir sækja vatnið
yfir lækinn? íslenska sólskinið er ís-
lensk afurð, ódýrari, ánægjulegri.
Sólskin, sem hvergi er hreinna.
Ég bjó 13 ár á Skriðuklaustri.
Bestu ár ævi minnar. Hvergi hefir
mér liðið betur. Var það vegna
frægðarljóma, sem staðurinn ber frá
Gunnari skáldi? Ef til vill var það
þáttur. En fyrst og fremst vegna
viðfangsefnisins, búskaparins og
þeirrar þrotlausu vinnu, sem þarna
var hœgt að koma við, sem við-
fangsefnið og mitt innsta eðli krafð-
ist og orkumestu ár ævinnar féllu
saman við. Eftir á gerði ég mér grein
fyrir að mestu starfsárin hafi náð
hátt á fjórða þúsund stunda. Ef til
vill var það helst til mikið og hafi
sagt eitthvað til sín síðar, en það var
eitt af því sem færði mér bestu lífs-
kjör œvinnar. Ég hætti á að segja frá
þessu ef það skýrirbetur í einhverra
hug inntak þess, sem ég vil segja. —
Að hlusta á lækinn, sem hjalar við
mosató, teyga smárailminn og horfa
með aðdáun á blómaskrúð náttúr-
unnar, gefa sig á vald þess óminnis,
sem íslensk náttúra í öllum sínum
breytileik býr yfir, einnig í hvítum
breiðum vetrar, þegar máni og
stjörnur sindra í kaldri kyrrð, sem þó
verður hlý, þegar við opnum dyr
náttúrubarnsins, sem innra með
okkur öllum býr! Hvar bjóðast betri
lífskjör?
Hér er Austfirðingamót. Austur-
land er stórt land, mikilla gæða í líf-
beltunum tveim. Hvers vegna fjölgar
ekki fólkinu þar meira en raun ber
vitni? Kristján frá Djúpalæk segir:
„Úr Hallormsstaðaskógi ber angan
enn í dag“, — þaðan, sem skógar-
hjarta íslands slær. Við ströndina er
sjór sóttur, þar sem sjómenn „færa
björgin í grunn undir framtíðar-
höll“, eins og Örn Arnarson orðar
það, svo vitnað sé í austfirsku skáld-
in úr Bakkafirðinum. Já lífbeltin tvö
sem Kristján Eldjárn fyrrverandi
forseti minnti svo viturlega á í nýj-
ársræðu.
Til þess að segja í sem fæstum
orðum það, sem innra með mér býr í
þessari umfjöllun íslenskra lífskjara,
vitna ég í kvæði eftir spekinginn
Einar Benediktsson:
Sjálft hugvitið, þekkingin,
hjaðnar sem blekking,
sé hjartað ei með, sem undir slœr.
Sú þjóð, sem í gœfu og gengi vill búa
á guð sinn á land sitt skal trúa.
Þetta eru einhver mestu spá-
dómsorð sem íslensk tunga geymir.
Ræða flutt á árshátíð Austfirðingafélagsins í Reykjavík þar sem jafnframt var minnst 80
ára afmælis félagsins á Hótel Sögu 23. nóvember 1984.
Heima er bezt 95