Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.03.1985, Qupperneq 20
ÁRNI RÖGNVALDSSON Erfitt námsár Haustið 1937 fór ég í 3. bekk Kennaraskóla ís- lands. Þessi námsvetur reyndist mér að ýmsu leyti erfiður og sérstæð- ur og ætla ég að geta þess hér að nokkru. Sumarið áður ætlaði ég mér að hafa miklar tekjur með eigin vinnu til þess að bera uppi skólakostnaðinn. Þetta fór þó öðruvísi en ætlað var. Um vorið 1937 fékk ég botnlanga- bólgukast og lá þá heima í Dæli í Svarfaðardal hjá foreldrum mínum nokkra daga, en hresstist fljótt og fór þá að hugsa til hreyfings með vinnu. Varð sú niðurstaðan, að ég fékk vinnu við Frystihús Akureyrar. Kalt fannst mér í klefunum og þoldi ég illa vinn- una. Ég hafði fæði og húsnæði hjá þeim heiðurshjónum Helgu Sigfús- dóttur, frænku minni, og Oddi Jóns- syni skósmið. Ekki hafði ég unnið marga daga er ég veiktist eina nóttina og var fenginn læknir. Var ég fljótlega fluttur á sjúkrahúsið, gamla spítalann á Akureyri, en nú er hann horfinn fyrir mörgum árum. Botnlangabólgan var aftur farin að angra mig og bjóst ég því við að verða strax skorinn upp. En á því varð nokkur dráttur. Komin var ígerð í botnlangann og hafði ég alltaf dálítinn hita. Guðmundur Karl yfirlæknir taldi mig ekki færan til uppskurðar og hafði ég ópíumlyf til að líða þolan- lega. Mér leið aldrei illa. En kraftarnir Árni M. Rögnvaldsson stundaði bamakennslu allan starfsferil sinn víða á Norðuriandi, lengst á Akur- eyri, um 20 ár. þverruðu dag frá degi og loks gat ég ekki lyft höfði frá kodda og gerði mínar þarfir í rúmið, eins og það var nú skemmtilegt, en við það réði ég ekki. Mér datt aldrei í hug, að líf mitt væri að fjara út og vissi ég ekki fyrr en á eftir í hvaða hættu ég hafði verið. En Guðmundur Karl hafði sagt unnustu minni, Steinunni Davíðsdóttur — en við höfðum dregið upp hringana um vorið — að óvíst væri, hvernig þessu lyki. Heimsótti hún mig nokkrum sinnum. Átti hún þá heima á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógs- strönd og fór hún ríðandi á milli og er önnur leiðin tæpir 40 km. Svo kom afturbatinn. ígerðin fékk afrás í görn og það bjargaði mér. Ég man það enn, hvað það var dásam- lega gott að geta teygt úr sér í rúminu og finna, að nýr og aukinn kraftur var að færast í líkamann. Enn var ég þó lengi á sjúkrahúsinu og þetta um há- sumarið, þegar allt var í blóma og at- vinnulíf stóð sem hæst. Loksins komst ég af sjúkrahúsinu og sagði læknir mér þá, að ef ég fengi „kast“ aftur, yrði ég strax að leita læknis og láta fjarlægja botnlangann. Fór ég nú heim að Hámundarstöðum meðan mér var að aukast þróttur. Það voru litlar tekjur eftir sumarið. Hvað var nú til ráða? Mér var útvegað lán, svo að ég kæmist í skólann og þangað fór ég á tilsettum tíma. Námið gekk með eðlilegum hætti þar til í byrjun desember. Þá fæ ég enn botnlangakast að næturlagi og var strax fenginn læknir og sagði ég hon- um það, sem á undan hafði gengið. Hann brást önugur við og hreytti í mig ónotum fyrir að hafa valdið sér ónæði og óþægindum að óþörfu um hánótt. Bar hann joðáburð á eymslin og þar með var hann farinn með greiðslu fyrir læknisverk sitt. (Síðar frétti ég lát hans og var að mér nokkur huggun að vita hann ekki i tölu lifenda). Morguninn eftir var fenginn annar læknir og kvað hann að nú orðið um seinan að fara í uppskurð og yrði þetta að líða hjá og sjá svo til síðar. Fluttist ég nú til mágs míns, Ingólfs Davíðssonar, en hann vann þá við Atvinnudeild Háskólans og var ég hjá þeim hjónum um tíma. Átti ég þar öruggt athvarf og það kom mér ákaf- lega vel. Ég reyndi af veikum mætti að 96 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.