Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Side 29

Heima er bezt - 01.03.1985, Side 29
Mundu eftir því, að hvernig sem allt gengur fyrir þér í framtíðinni, þá ertu alltaf velkomin til hennar Rönku gömlu í Klettakoti. Hún skal veita þér skjól. Það vill svo einkennilega til, að hún skilur litlu Sóley svo vel. Kærðu þig kollótta um, hvað fólk segir. Heimurinn hrópar svo marga staðleysuna, hvort sem er.“ Þær kvöddust þarna i litla herberginu fram við dyrnar. Svo skaust Sóley út í bílinn til Fanneyjar, sem ók af stað í fússi. Hún hafði hvorki kvatt né þakkað fyrir dvöl telp- unnar. Slíkt var langt fyrir neðan virðingu svo fínnar frúar. Hún bar ættarnafn, enda gleymdi hún sjaldnast að hnýta því aftan við skírnarnafnið, ef hún þurfti að kynna sig, hvort heldur var í töluðu eða rituðu máli. Sjálf leit hún upp til nafngiftar þessarar, og margir urðu til þess með henni. En yfirleitt létu flestir sér fátt um finnast. Hún stækkaði ekkert í augum þeirra, er þekktu til. Sóley var undir eins rekin af stað að sækja kýrnar, er heim kom. Á leiðinni austur móann kastaði hún upp hvað eftir annað. Hún hafði ekki þolað bílferðina, enda var ökulagið alveg sérstakt hjá Hólsfrúnni, stigið á hemla eða aukin ferðin, — alltaf sitt á hvað. Slíkt var ekki vel hentugt fyrir sjúkling af því tagi sem Sóley var. Seint og sígandi komust kýrnar þó heim að fjósgirðing- unni, en telpan sást ekki. „Kannski hún sé strokin niður að Klettakoti," hélt Þórður. Eftir mjaltir fóru allir að leita, nema Fanney. Hún hélt, að stelpuskjátan skilaði sér von bráðar, að minnsta kosti er hana væri farið að svengja. Um eittleytið sást til Halta- Jóns, hvar hann kom austan frá ánni og bar Sóley i fanginu. Nú stóð Fanney ekki á sama. Hún hljóp á móti Jóni, og auðséð var, að henni var brugðið. „Guð hjálpi mér. Hvað hefur komið fyrir?“ hrópaði hún. „Það er vonandi, að hann geti hjálpað þér eitthvað. Annars er svona lagað ekki Guðs mál, heldur andskotans,“ ansaði Jón. „Það er andskotinn, sem spilar í ykkur, og þarna sjáið þið árangur gerða ykkar, enda mun ykkur hefnast fyrir meðferðina á telpunni.“ Honum lá ekki hátt rómur, en það var engu líkara en logaði eldur úr augum hans, og hann var ógnvekjandi ásýndum. Fanney settist á þúfu, byrgði andlitið í höndum sér og grét. Jón sneri sér við til hálfs með byrði sína. „Já, sittu þarna og grenjaðu. Þú hefur gott af því. Svo sannarlega vorkenni ég þér ekki. Kannski samviskan sé nú farin að klóra þér óþyrmilega.“ Svo strunsaði hann heim að bænum. „Hvar fannstu hana?“ spurði Barði. „Það skiptir engu máli, fyrst hún fannst. En hafðu sam- band við Bjarna lækni undir eins,“ skipaði Jón. Barða fannst það ansi hart að láta Jón skipa sér svo ákveðið fyrir verkum, en eins og á stóð, þorði hann ekki annað en hlýða. Þeir hjálpuðust að við að koma Sóley í rúmið. Hún virtist meðvitundarlaus eða í djúpum dvala. Þegar Bjarni læknir kom, bannaði hann allan hávaða og yfirleitt þann umgang, er valdið gæti óþarfa skrölti. Alla nóttina sat hann hjá Sóley, en ekki vissu þau hin, hvað þeim fór á milli. En um fjögurleytið heyrði Barði, að þau töluðust við. Þessa nótt svaf Fanney í stofunni í hinum enda hússins. Það var víst alveg nóg að þurfa að vera undir sama þaki og þessi dularfulla persóna, sem setti heimilið á annan end- ann. Hún ætlaði ekki að hírast í næsta herbergi, — það kom engan veginn til mála. Hún hafði læst að sér. Það var aldrei að vita, upp á hverju stelpuskjátan tæki. En þrátt fyrir þess konar varúðarráðstafanir varð henni ekki svefnsamt. Það var eitthvað innra með henni, er bannaði það. Krossgötur og troðningar Á þessum árum var enn búið á Litla-Læk. Bærinn stóð uppi á háum hól í kvosinni milli Sneiðar og Melborga. Vörðu- múlinn setti óneitanlega svip sinn á umhverfið með öllum sínum margbreytileika í litum og lögun. Víða gægðust mógræn líparítlög fram undan grágrýtis- hellunum, og skriðurnar neðan undir blönduðust furðu- legum, yrjóttum röndum, en lyng og gras hafði hvarvetna náð að festa rætur í löngum geirum, víða alveg upp í kletta. Sums staðar steyptust háir fossar fram af brúninni, er höfðu grafið sér djúp gljúfur um aldanna rás. Á þessum stöðum var bergið alltaf svart af bleytunni, og til að sjá jók það enn á fjölbreytnina. Þau höfðu lengi búið á Litla-Læk, Heiðborg og Gísli, en fátæk höfðu þau alltaf verið. Norður af túninu á Litla-Læk rann allmikill lækur, sem átti upptök sín úr vatni uppi á Vörðumúlanum. Líklega dró bærinn nafn af örnefni þessu, því annar lækur, mun innar, hét Stóri-Lækur. Þar hafði ekki staðið býli, svo vitað væri, en aftur á móti voru þarna feikna miklar rústir, sem enginn vissi nein frekari deili á. Veglaust var að Litla-Læk eða svo gott sem, aðeins ruddur götuslóði, grýttur og mjór, en einstaka sinnum kom það fyrir að nágrannarnir þvældust þangað á jeppum. Gísli var afar bóngóður og greiðugur öllum, er til hans leituðu, og sömu sögu var hægt að segja um Heiðborgu. Vegna samgönguerfiðleikanna var engin mjólkursala frá Litla-Læk, en þess í stað seldu þau heimatilbúið smjör og þá aðallega á bæina í kring. Daníel á Hálsi var oft á ferðinni í slíkum erindagerðum, og þá kom fyrir að hann fékk að re'nna í lækinn norður af bænum, en helst var von um veiði haust og vor. Lækur þessi rann í Vatnið, og þar var gnægð fiskjar. Það var komið fram í júlí, og umhverfið skartaði sinu fagursta. Guðríði á Hálsi fannst sjálfsagt að senda Danna suður að Læk með aura til þess að kaupa smjör hjá Gísla. Hvernig sem á því stóð, kveið hann fyrir í þetta sinn, en það var óvanalegt. Honum hafði alltaf fundist eitthvað nýtt að sjá í hverri ferð, en núna settist ótuktar-leiði að honum eða hálfgerð hræðsla, líkast því að hann fengi hugboð um óhugnað, er yrði á vegi hans. Veðrið var bjart, sól og austangola. Hann kallaði á Heimaerbezt 105

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.