Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1985, Page 30

Heima er bezt - 01.03.1985, Page 30
Mugg, og hundgreyið hljóp fagnandi á undan. Daníel fór hægt yfir að þessu sinni. Ekkert lá á. Hann rölti suður mýrarnar og hvarf upp fyrir móabrekkurnar. Þessi kvíði lagðist enn þyngra á hann eftir því sem lengra var haldið. Hann nam staðar í Skörðunum og horfði yfir. Á Melborg- arásnum var hópur hesta, er bar hratt í átt upp að Skörð- unum. Eitthvert mannhrúgald sat á þeim aftasta og barði fótastokkinn í ákafa. Danni faldi sig í snatri á bak við háan klettadrang. Þaðan gat hann fylgst með, er hersingin fór framhjá. Hann þekkti hrossin. Þau voru frá Mólendi, bænum hinumegin Vörðumúlans. En þessi mannvera kom honum vægast sagt ókunnuglega fyrir sjónir. Fyrst í stað sýndist hann liggja fram á makka hestsins, en svo var ekki. Þetta var krypplingur, en fæturna dró hann hér um bil. Höfuðið var kýtt niður á milli herðablaðanna, og úfinn hárlubbinn flaksaðist í allar áttir. Danna leist illa á þessa persónu, og óhugurinn, er sest hafði að honum, varð nú með fullri vissu ósjálfráð viðvör- un. Hvaðan kom honum þessi vitneskja? Var þetta einhver meðfæddur hæfileiki, — nú, eða galli? Hann vissi það ekki. En eitt var honum ljóst: Að svipað hafði borið fyrir hann áður. Eitthvað i undirmeðvitundinni tók á móti sendiboð- um, er gátu gert honum skiljanleg óorðin atvik, enda fann hann undir eins, að þessi maður myndi eiga það til í fórum sínum, er bæri að forðast. Hann var svipljótur, næstum lymskulegur. Jafnskjótt og krypplingurinn og Mólendisklárarnir fjar- lægðust, leið honum betur. Það var til samanburðar líkast því sem hann legði frá sér þunga byrði, er hann hefði verið að kikna undir. Hann var ekki skrefþungur það sem eftir var leiðarinnar að Litla-Læk. Nú kannaðist hann við sjálf- an sig. Gísli var ekki heima, en Heiðborg tók hestinum vel að vanda og var fljót með góðgerðirnar. „Heyrðu annars, Danni,“ sagði hún. „Ég hélt fyrst, að þetta hlyti að vera kaupamaðurinn á Mólendi, sem væri að koma þarna, þegar þú stikaðir hér heim holtin.“ „Finnst þér ég svo líkur honum?“ anzaði Daníel fýlu- lega. „Ég veit það ekki. Ég hef aldrei séð hann, en sumir segja, að hann sé svo lappalangur, næstum því eins og könguló.“ Og Borga hló. „Þá getum við ekkert verið líkir, því eins og þú sérð, þá er ég fremur lítill," sagði Danni og brosti. „Þeir segja, að hann sé eitthvað skyldur henni Böggu í Mjóa-Nesi, Hún kvað hafa ráðið hann að Mólendi,“ sagði Heiðborg. „Jæja. Kannski hann sé af þeirri ætt. Þá er hann ólíð- andi.“ „Nú. Af hverju segir þú það?“ „Af hverju? Ég var nú með henni Böggu í skóla, — ætti að muna, hvernig hún var. Ráðríkið og frekjan alveg yfir- gengileg, og ef henni mislíkaði við einhvern. þá nagaði hún bækurnar hans eða krotaði þær allar, enda var hún venju- lega kölluð rottan,“ svaraði Daníel. En hann sá samstundis eftir að hafa verið að rifja upp þessar endurminningar. Bagga var nú gift ágætis manni og átti gott heimili. Síst vildi hann verða til þess að spilla fyrir henni. Annars vissu allir, hvernig hún hafði verið í upp- vextinum. Auðvitað var hún ekkert annað en vandræðabarn," við- urkenndi Heiðborg, „en slíkt átti að vera gleymt,“ bætti hún við. „Það eru ekki allt dularfull fyrirbæri, uppvakningarnir, er fylgja fólki, og sumir hafa kallað þá yfir sig sjálfir. Samt sem áður finnst mér of langt gengið í slúðri og dómhörku. Við verðum að hafa það hugfast, að þessir utangarðsmenn eru líka fólk, rétt eins og við, og enginn er gallalaus,“ ansaði Daníel. „Það er alveg satt. Oft eru það einmitt einhver atvik í lífi þessa fólks, er koma því úr jafnvægi. Það nær sér aldrei,“ hélt Borga. Hvað hefur þú heyrt um þennan kaupamann þarna á Mólendi? Hvaðan er hann og hvað heitir hann?“ spurði Danni. „Ég hef lítið um hann heyrt annað en það, að hann kvað vera úr Reykjavík og heita Eiríkur.“ „Er hann kannski sonur hans Eymundar frá Stapa?“ „Nei. Hann er bróðursonur hans, sonur Svavars, sem bjó í Mjóa-Nesi, móðurbróður Bjargar,“ ansaði Borga. „Já, þannig er hann skyldur Böggu. En er þetta fólk ekki eitthvað í ætt við hana Fanney á Hól?“ spurði Daníel. „Það mun vera, en ég kann ekki að segja frá, hvernig það er. En hefur þú heyrt eitthvað um uppistandið þarna á Hól um daginn?“ spurði Borga. „Nei, það hef ég ekki heyrt,“ sagði hann. „Hvers konar uppistand var það?“ „Líklega út af þessari stelpu, sem kom þangað í vor. Hún er einhvers staðar að vestan. Sumir segja, að hún sé skyld þeim, en ég held, að það sé vitleysa.“ „Hvernig gat hún valdið vandræðum?“ spurði Daníel, eins og annars hugar. „Er það ekki svona, þar sem vandalausir eiga í hlut? Er ekki venjan að troða á þeim minnimáttar? Hún Fanney lítur stórt á sig, ekki vantar það. Þeir segja, að Bjarni læknir hafi kært þau fyrir vinnuhörku og illa ferðferð á krakkan- um, og Þórður hafi misþyrmt henni, svo að hún hafi orðið að liggja rúmföst um lengri tíma.“ „Heyrðu. Er það kannski sú, sem hann sparkaði í á æfingaleiknum í Klettakoti í sumar — í staðinn fyrir bolta?“ spurði hann. „Já, það mun vera. Sóley held ég að hún heiti. En hvað um það. Það varð heilmikið um að vera þar um daginn. Foreldrar hennar komu þangað, en þetta lagaðist allt. Nú er hún komin af spítalanum aftur og til þeirra Rönku og Bensa í Klettakoti, enda fer ólíkt betur um unglinga hjá þeim en á Hól. Þótt karlinn hann Bensi sé eins og hann er, ekkert nema hryssingurinn og ónotin, þá bætir hún Ragn- heiður það upp,“ sagði Heiðborg. Danni minntist þess nú að hafa heyrt á samtal þeirra Fanneyjar og Jóru Sen fyrr um sumarið. Þær höfðu báðar verið staddar í veitingaskálanum, þar sem systir hans var ráðskona. Fanney var að útlista fyrir Jóru, að Barði hefði 106 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.