Heima er bezt - 01.03.1985, Side 31
tekið einhvern fávita á heimilið, en auðvitað upp á með-
gjöf-
„Það er hörmung, að svona fólk skuli ganga laust,“ hafði
hún sagt. „Það endar með því að allir verða sturlaðir af að
umgangast þetta. Hún þykist sjá og heyra allt mögulegt,
sem enginn annar verður var við. Svo er hún svo lengi að
sækja kýrnar, alltaf að dunda og slóra.“
„Af hverju látið þið hana þá ekki fara?“ spurði vinkonan.
Þá hafði Hólsfrúin þagað og litið í kringum sig. Svo hvíslaði
hún í eyra vinkonunnar:
„Maður verður að halda utan að aurunum. Svo tekur
hún snúninga af fólkinu.“
Þessara orða minntist hann nú. Það var ekki litið á að-
komukrakkann eins og annað fólk, heldur sem eins konar
niðursetning, og svo átti hún að vera einhver fáviti, sem
smitaði fólkið. Þvílíkt fáráðlings fífl. Nei, Fanney á Hól var
ekki í neinum hávegum hjá Danna, en taka varð með í
reikninginn, að hún var bæði ótukt og illa gefin. Þórður
sonur hennar var líkur henni, alveg sama ógerðin, og Dísa
var litlu betri. Hvar sem þau komu innan um fólk, var þeim
lagið að láta ljós sitt skína á kostnað annarra.
Á heimleiðinni varð Danna hugsað til þess, hvernig Sól-
eyju hefði liðið að vera undir stjórn þeirra Hólshjóna. Það
hlaut að vera aum ævi, en var það ekki einn liðurinn í þeirri
reynslu, sem hún varð að ganga í gegnum á lífsleiðinni? —
eitt af því, sem ekki varð umflúið? Hann bjóst við að svo
væri, en ömurlegt hlutskipti hlaut það að vera. Voru ekki
allir jafnir fyrir Guði? Svo kenndi biblian að minnsta kosti.
En það var víst langur vegur frá að allir væru jafnir fyrir
mönnunum, enda voru þeir óvönduð eftirlíking Guðs.
Kannski var hreint og beint óguðlegt að hugsa svona. Hann
taldi það vera og varpaði þessum hugsunum því frá sér.
Hann hafði ekki orð á því, hvorki við Guðriði né hús-
bóndann, að það væri kominn krypplingur í nágrennið, en
þau fréttu það samt nokkru seinna.
„Honum er ekki fisjað saman, karlskrattanum á Mó-
lendi. Alltaf grefur hann upp svona lið, einhverja veraldar
vesalinga, sem hann þarf ekki að borga nema hálft kaup,“
sagði Hálsbóndinn.
Guðríður þagði lengi vel, en rödd hennar var köld og
hljómlaus, þegar svarið loksins kom.
„Hann verður ekki öfundsverður af þvi að hafa tekið
hann á heimilið, sannaðu til. Einar á Mólendi feilreiknar
sig núna, — eyririnn hirtur, en krónunni kastað um leið.“
Danni samþykkti þetta í huganum. Hann var handviss
um, að sú gamla hitti naglann á höfuðið í þetta sinn, en
hann þagði. Best að hver hefði sitt álit, — það bar minnsta
ábyrgð, en húsbóndinn hélt, að Einar gerði þetta í gróða-
skyni. Lofum honum að halda það, hugsaði Danni, en var
það nú alveg víst, að þessi Eirikur, væri svo slæmur? Að
minnsta kosti var alls ekki hægt að setja líkamslýti hans í
samband við manngerðina. Hann gat verið gæðasál þrátt
fyrir það. Oft er flagð undir fögru skinni, — nú, og öfugt.
Manngreyið hafði ekki skapað sig sjálfur.
Þetta sumar var gert stórátak i sveitinni til tryggingar
áframhaldandi byggð. Það var lagt samveiturafmagn heim
á hvern bæ. Ýmis deilumál risu milli bænda og þess opin-
bera, meðal annars í sambandi við staðarval heimtauga og
stofnlína. Margir settu fyrir sig að fá kannski staura eftir
endilöngu túninu, og víst var það óþægilegt vélaland á eftir.
En verkfræðingarnir stóðu fast á sínu. Það þýddi lítið
fyrir lágkúrulega bændakurfa að vera að malda í móinn, —
það hlustaði enginn á þá.
Að vísu var tekin til endurskoðunar afstaða línustefn-
unnar heim á oddvitasetrið og eins aðaltaugin, er liggja átti
um landareignina hjá búfræðingnum. Þeir voru víst rétt-
hærri en hinir, sem óskólagengnir voru.
Bensi í Klettakoti tók að sér þann starfa að ganga frá i
kring um staurana, hlaða kússur og jafna þar sem sprengt
hafði verið, en til þess varð hann að fá mannskap.
Hann kom að máli við Daníel á Hálsi, en það var gamla
sagan: Danni réð sér ekki sjálfur. Það varð að spyrja hús-
bóndann fyrst og svo auðvitað Guðríði. Hún var alltaf eins
og nokkurs konar efri málstofa. Það, sem hún vildi ekki,
varð þá ekki heldur framkvæmt.
Danna leiddist þessi siður, og hann hafði aldrei getað
vanist honum. í hvert sinn sem eitthvað átti að gera, þó ekki
væri nema að stinga út úr fjárhúsunum, þá skyldi haldin
um það löng orðræða, og helst varð allt slíkt að bera upp á
sama dag frá ári til árs. Það gat svo sem verið ágætt að hafa
reglu á hlutunum, en svona lagað gekk of langt, fannst
honum.
í þetta sinn sem endranær var slegið á fundi undir sex
augu með Bensa. Enginn skyldi halda, að strákurinn yrði
hafður þar til ráða. Og viti menn: Daníel fékk starfið, en
það var skilyrðum háð. Benedikt var uppálagt að halda
piltinum að vinnunni. Þau voru ekki of mikil, auraráðin á
Hálsi — og sei-sei-nei, — og síðast en ekki síst varð hann að
hafa auga með hvers konar útstáelsi, því slíkt gat dregið
dilk á eftir sér. Bensi var fljótur að samþykkja allt þetta, en
undir niðri hafði hann hálft í hvoru gaman af.
Á miðvikudegi var byrjað að stinga sniddu og hlaða utan
um í mýrunum norðan við Klettakot. Verkið sóttist seint,
verkfærin bitu illa, en flóinn var ólseigur sem tyggigúmmí.
Þeir voru fjórir þennan daginn, en að morgni skyldu tveir
þeirra fara eitthvað annað, og völdust utansveitarmenn-
Pennavinir
Björk Þórsdóttir, Bakka í öxnadal, 601 Akureyri,
óskar eftir bréfaskiptum við konur á öllum aldri.
irnir til þess.
Framhald í næsta blaði.
LEIÐRETTINGAR:
í Heima er bezt 1 /85 eru þessar villur:
Bls. 12, í 8. línu: „Gísla Ólafssyni" - á að vera „Ólafi
Gíslasyni'.
Bls. 13: Faðir Þórunnar Ástríðar Björnsdóttur, fyrri konu
Jóns Helgasonar, hét Björn Bjarnarson.
Heima er bezt 107