Heima er bezt - 01.12.1986, Page 2
Skammdegismyrkrið grúfir yfir. Þá
verður oss flestum ósjálfrátt að hverfa
á vit vors og sumars, setjast hjá sum-
argleðinni eins og skáldið segir, og að
þessi sinni ætla ég að rifja upp minn-
ingu frá síðasta sumri, í stað þess að
lesa jólasögu eða hugvekju.
Til eru þeir staðir, sem eiga ein-
hverja helgi í löngu liðnum minning-
um og atburðum. Til hinna miklu
helgistaða leituðu pílagrímar kirkj-
unnar þúsundum saman um aldaraðir
og gera enn. En það eru einnig til
smærri staðir, sem laða menn til sín
vegna gamalla atvika. Einn sá staður
er skógarvarðarhúsið Hjartakershús í
Dýraskógi utan við Kaupmannahöfn,
og hver er sá, sem komið hefir til
Kaupmannahafnar að hann þekki
ekki Dyrehaven eða Dýraskóg.
Hjartakershúsin eiga aðeins eina
minningu í hugum Islendinga, en þar
var eitt ástsælasta ljóð íslenskrar tungu
sungið í fyrsta sinn seint í júní fyrir
rúmlega hálfri annarri öld. Ljóðið
„Hvað er svo glatt“, sem síðan hefir
hljómað á flestum gleðisamkomum
íslendinga, hvar sem þeir hafa verið.
Frá námsárum mínum í Höfn hafði
ég oft hugsað mér að fara eins konar
pílagrímsferð til Hjartakershúsa, en
ekki varð það þó fyrri en á hvítasunn-
unni s.l. vor í hópi fárra góðra vina.
Ekki er mér kunnugt um, hversu oft
íslenskir Hafnarstúdentar hafa lagt
leiðir sínar til gleðifunda út í Hjarta-
kershús, en víst er að þar héldu þeir
nokkrum félögum sínum, sem voru að
fara heim til fslands kveðjusamsæti 27.
júní 1835, og var „Hvað er svo glatt“
sungið þá í fyrsta sinn, og þar var höf-
undurinn sjálfur Jónas Hallgrímsson
hrókur alls fagnaðar. Kvæðið nefnir
hann ósköp látlaust Vísur fslendinga,
og það hefir með öllum sanni verið
vísur íslendinga í hálfa aðra öld, enda
þótt hann hafi vart grunað það þá. Og
alltaf á það sama hljómgrunninn í
Sólskinsblettur í heiði
„hjörtum, sem að geta fundið til“, svo
listilega hafa hljómar hörpu hans
snortið oss öll unga og gamla. Þar er
svo haglega blandað saman hinum
einlæga fögnuði góðra vina fundar, en
þó um leið söknuðinum vegna þess,
„að senn í vinahópinn komi skörð, þótt
gleðin skíni enn á vonarhýrri brá“.
Hópurinn á Hafnarslóð er að þynnast.
En brottfarendunum fylgja heillaósk-
ir, heim til fósturjarðarinnar, sem þeir
allir þrá og sakna í ysi og erli stór-
borgarinnar. Skyldi annars ekki orðið
„landi“ sama og íslendingur vera orð-
ið til þá og Jónas sjálfur búið það
ósjálfrátt til. Úr því geta orðabókar-
menn líklega skorið, og gaman væri, ef
sú tilgáta reyndist rétt. En mitt í
söknuðinum minnir Jónas menn á
sólskinsblettina í heiði og setjast þar til
að gleðja sig og gleyma söknuðinum.
En varla hefir hann grunað þá, að
hann væri að skapa einn sólskinsblett-
inn í íslenskum bókmenntum og því
síður hve margar kynslóðir ættu eftir
að njóta hans.
Hjartakershús eru bústaður yfir-
skyttu og skógarvarðar í Dýraskógi, og
hafa verið svo frá öndverðu. En fyrr-
um var þar einnig veitingastaður, og
þess vegna leituðu íslendingarnir
þangað með kveðjuhóf sitt 1835, og
vafalaust hefir svo verið oftar, þótt nú
sé löngu gleymt.
En hverfum aftur að hvítasunnunni
og pílagrímsferðinni þangað 1986. Við
fundum staðinn eftir nokkra leit í
norðausturjaðri skógarins, sem ekki
nær nú alveg upp að húsinu. Heldur
opnast þar grasslétta inn í skóginn, þar
sem hirtir og dádýr una oft á beit, þótt
ekki væri svo að þessu sinni. Skógurinn
var eins og hann getur fegurstur verið,
nýlaufgaður, og aldrei er beykilaufið
fegurra og fíngerðara, silkimjúkt, silf-
urhært og gljáandi, og manni þykir,
sem það hljóti að vera svo viðkvæmt
að varla megi snerta það, svo að það
skemmist ekki. Veðrið hafði verið
þungbúið um morguninn, en þegar
við komum á staðinn birti í lofti, rétt
eins og skógurinn væri að bjóða okkur
velkomin með glampandi vorsólinni.
Húsið sjálft, sem reist er fyrir 1800, er
lágveggjað með bröttu risi og stráþaki,
sem minnir ofurlítið á torfþökin á ís-
landi.
Við göngum inn á hlaðið, sem lagt
er hnullungagrjóti, steinarnir eru
núnir af aldagömlu sliti, og ef til vill
eru það sömu steinarnir, sem íslensku
stúdentarnir gengu á 1835. Við ætl-
uðum ekki að ónáða heimafólk, en í
því við vorum að snúa brott kom góð-
látlegur maður út og spurðist fyrir um,
hvaða fuglar væru þarna á ferð. Við
sögðum honum í stuttu máli, hvernig
á ferð okkar stæði og rauluðum fyrir
hann „Hvað er svo glatt“ þar á hlað-
inu. En um leið og við erum að kveðja
skógarvörðinn, því að þetta var hann,
kom húsfreyjan fram í dyrnar og hafði
hún sýnilega heyrt samtal okkar og
bauð hún okkur að koma inn og skoða
húsið, sem að herbergjaskipan mætti
heita óbreytt frá öndverðu, og við síð-
ustu aðgerð hefði verið leituð uppi
elsta málningin á herbergjunum og
endurnýjuð í sama lit. Eldhúsið væri
óbreytt, með ævagamalli stórri elda-
vél, og stór stofa, sem er inn af því væri
veitingastofan gamla, nógu stór fyrir
minni háttar hóf og veislur, en annars
sagði húsbóndi okkur, að á sumrin
hefðu veitingar oft farið fram úti í
garðinum, fyrir opnum skóginum.
Sögðu þau hjón okkur sögu hússins, en
þegar komið var inn í stofuna féll mest
í hlut samferðafólks míns að ræða við
þau. Ég hreinlega gleymdi mér, og
fannst ég horfinn hálfa aðra öld aftur í
tímann. Mér þótti sem ég stæði nær
Jónasi Hallgrímssyni en nokkru sinni
fyrr, og hafði þó oft komið að Hrauni
og Steinsstöðum og séð með eigin
augum, með hve listrænni nákvæmni
414 Heima er bezt