Heima er bezt - 01.12.1986, Blaðsíða 4
Heiðrekur Guðmundsson
skáld á Akureyri er höfundur Ijóðanna, sem birtast að þessu sinni í Heima
er bezt. Hann er fœddur 5. september 1910 á Sandi í Aðaldal. A Akureyri
hefur Heiðrekur skáld búið í nœr hálfa öld. Fyrsta Ijóðabók hans, Arfur öreigans,
kom út árið 1947, og síðan hefur hann sent frá sér eftirtaldar Ijóðabœkur:
Af heiðarbrún, 1950; Vordraumar og vetrarkvíði, 1958; Mannheimar, 1966;
Langferðir, 1972; Skildagar, 1979, og lirval Ijóða hans kom síðan út hjá Almenna
bókafélaginu 1983 undir heitinu Mannheimar.
Þau Ijóð, er hér birtast, eru úr handriti nýrrar Ijóðabókar Heiðreks, sem
koma mun út hjá Menningarsjóði á nœsta ári. Það telst mikill bókmennta-
viðburður, er þetta djúphugula og vandláta skáld sendir frá sér ný Ijóð. Því
teljum við okkur heiður að því, að birta Ijóð Heiðreks.
416 Heimaerbezt