Heima er bezt - 01.12.1986, Side 7
HUGGUN
HARMI GEGN
Eú hefur mikið misst
og miklar fyrir þér
að horfa alltaf á
hið auða, stóra rúm.
Þú grætur genginn vin
og gleymir þeim, sem er.
En hugsa þú um þá
og þeirra dapra geð,
sem aldrei áttu neitt
og ekkert gátu misst.
Og því er þakkar vert,
hve þér var mikið léð.
VIÐ GLUGGANN
✓
Eg dró mig í hlé
þegar heilsan varð tæp.
Og brugðið getur enn
til beggja vona. -
Nú bíð ég og horfi
á himin og jörð
í hljóðri spurn:
var öll þessi fegurð
hér áður?
TÁKN
Dimm eru ský
og dapur hugur þinn,
drúpir hvert blóm
og fáni í hálfa stöng.
Hljómur frá kirkju-
klukku til þín berst,
klökkur og sár
og nístir hjartaþitt.
Heyrist að nýju
eftir eina stund
ómur frá sömu klukku,
mildur tónn.
Dregur þú fánann upp,
og í þann mund
opnast á himni
gluggi fagurblár.
- Vorfuglar syngja,
blómin breiða út
blöðin sín öll
á móti hlýrri sól.
Lifir og þróast
allt, sem eitt sinn var.
Upp rís hvert líf,
sem slegið er í hel.
Heima er bezt 419