Heima er bezt - 01.12.1986, Side 12
ryl
N
traustur, fróðleikur hans skemmtilega alhliða, framsetningin
var létt og ljós, leiftrandi gáfur hans svo snjallar, fjörið svo
heillandi fyrir unga menn.... Innlifun hans í viðfangsefnin
var djúptæk. Hann var stúdentum afburða leiðsögumaður,
hvort sem hann leiddi okkur inn í hinn dulúðga, víðfeðma
helgidóm Jóhannesarritanna, eða lét okkur ferðast um
hugarlönd Páls postula og fylgja honum á ferðum hans. Og
kennsla hans í kirkjusögunni var svo lifandi, litrík og ljós,
að með gleði settust stúdentarnir á bekki sína hvern morg-
un, er hann hóf kennslu.“ Samstarfsmaður Magnúsar, Ás-
mundur biskup, segir að Guðfræðideildin hafi verið hon-
um friðsæll reitur. Hafi það komið sér vel fyrir hann í
stjórnmálanæðingnum, því innst inni hafi þessi gunnreifi
maður átt það skaplyndi, er engin styrjöld fylgdi og kosið
að lifa í sátt og samlyndi við alla menn. Og Ásmundur bætti
við: „Hann sagði mér, að hann hefði oft beðið Guð þess,
áður en ganga skyldi til harðra stjórnmálaumræðna, að
hann mætti stilla vel skap og vega orð sín, en stundum hefði
sér því miður gleymst það í hita stríðsins. Hann var heitur
trúmaður og einlægur. Á samtalsfundum kennara og
nemenda deildarinnar um trúmál var unaðslegt að vera
með honum. Honum var gefin andleg spektin — djúpur
skilningur á guðlegum hlutum. Einkum minnist ég fagurrar
bænagerðar hans að fundarlokum.“
^c).
Kór og kröftur Boðunarkirkjunnar. Teikn.úrJórsaiafðrM.J.
424 Heima er bezl
IV ©
Magnús Jónsson hafði ekki verið mörg ár í Reykjavík,
þegar til hans var leitað um framboð til Alþingis. — Hann
var síðan þingmaður höfuðborgarinnar í aldarfjórðung,
1921-’46. Atvinnumálaráðherra var hann 1942. í útvarps-
ráði sat hann á annan áratug, var formaður þess 1943-’46
og aftur 1953-’56. Þá var hann í bankaráði Landsbanka
íslands um fjölda ára og lengi formaður þess. Að sjálfsögðu
var hann síðan kjörinn eða skipaður í fjölda nefnda innan
þings og utan og miklu oftar valinn formaður þeirra. Þegar
Magnús Jónsson lét af þingmennsku vonuðu nemendur og
kennarar guðfræðideildar, að hann myndi fórna starfs-
kröftum sínum þar við fræðistörf og kennslu. En þá var
hann gerður að formanni Fjárhagsráðs og gegndi því eril-
sama og vanþakkláta starfi næstu sex árin, 1947-’53.
Ýmsum kann að virðast sem hér sé nóg upp talið, enda
alls ekki við því að búast að unnt hafi verið að komast yfir
öllu fleiri verkefni. En því var ekki að heilsa með Magnús
Jónsson prófessor. Hann var mjög afkastamikill rithöf-
undur og að kunnugra áliti afreksmaður á því sviði. Rit
hans voru fyrst og fremst á sviði guðfræði og sagnfræði.
Árið 1917, þegar hann kom að guðfræðideild Háskólans,
kom út bók hans um Martein Lúther á 400 ára afmæli
siðaskiptanna. Síðan kom hver kennslubókin á fætur ann-
arri frá hans hendi — Inngangsfræði Nýja testamentisins
(þ.e. bókmenntasaga þess) kom út 1921. Mikið rit um Pál
postula og frumkristnina um daga hans, 1928. Saga Nýja
testamentisins, 1932. Bréf Páls postula til Galatamanna;
skýringar 1937.
Þá ritaði hann bókina Jórsalaför með Ásmundi Guð-
mundssyni og kom hún út árið 1940. Þeir félagar og sam-
kennarar fóru til Gyðingalands sumarið 1939. Eftir heim-
komuna rituðu þeir ferðasögu, sem var mikil bók á fjórða
hundrað blaðsíður. I þá bók gerði Magnús fjölda uppdrátta
og teikninga af sögustöðum, sem eru hin mesta bókar-
prýði, og birtast nokkrar þeirra hér með þessari grein.
Auk þess gerði hann fjölda af litlum vatnslitamyndum
í ferðinni og hanga þær uppi í húsakynnum guðfræði-
deildar Háskólans. Að sjálfsögðu er Jórsalaför miklu meira
en ferðasaga, því báðir voru höfundarnir sérfróðir um sögu
fsraelsþjóðarinnar og trúararf hennar og um upphaf sögu
kristinnar trúar. Sú þekking setur mót sitt á verkið og eykur
gildi þess. Ferð þeirra um Landið helga var að ýmsu leyti
hættuför á upphafsári síðari heimsstyrjaldar. Til þess
bendir stutt sýnishorn úr upphafskaflanum eftir Magnús:
„En nú eru óeirðir miklar. Sprengjur hafa gert mikinn usla
og menn verið skotnir á vegum og götum. Öðru hvoru er
því samgöngubann á bænum. Var okkur því ráðið mjög frá
því að fara þangað, og tókum við það ráð, að fara af lestinni
í Lydda, enda er þaðan skemmra til Jerúsalem. Vorum við í
samlögum við mann einn kunnugan, sem var í lestinnu
(þann sem Ásmundur var að tala við í morgun) og gekk allt
greiðlega.
£>. '