Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Síða 14

Heima er bezt - 01.12.1986, Síða 14
fí fyl Betlehem. Teikn. M. J. Ó, Drottinn, hvað þín dýrð er stór og fögur, er dregur þú um loft og jörð og ögur með ljóssins vendi morguns töframyndir, þá megindýrð, sem skuggavöldum hrindir.“ Vel fer á því að enda þennan þátt á stuttum kafla úr ritgerð Björns Th. Björnssonar þar sem hann leiðir lesand- ann með lifandi lýsingu frá daglegum starfsvettvangi Magnúsar á staðinn þar sem hann gefur sig listinni á vald: „Prófessor í guðfræði og formaður Landsbankaráðs, at- vinnumálaráðherra og formaður útvarpsráðs, rithöfundur um sagnfræðileg og kirkjuleg efni og formaður Fjárhags- ráðs, stjómmálaritstjóri, útgefandi, formaður Listvinafé- lagsins, formaður skólaráðs Tónlistarskólans. ... Sá sem ekki þekkti manninn, mætti ætla að hann hafi ekki verið einhamur. En það var einmitt það sem hann var. Hvað eina var hluti af öðru, og listin var einn þátturinn í þessum lífsþorsta og af þessu lífsþreki. Eftir viðtalsönn á skrifstofu og eftir fundahöld, eftir ritun stjórnmálaleiðara eða dágóða rispu um Hallgrím Pétursson eða Pál einkavin sinn frá Tarsus, átti hann það til að fleygja málaradóti sínu út í bíl og þeysast upp á Kjalarnes. Þar reisti hann trönur sínar, vísast syngjandi, og gaf sig nú einnig þessum leik á vald. Gaman er að heyra hann sjálfan segja frá því sem síðan gerist: „Þegar ég hef valið mér verkefni og á mér einskis ills von, fer ég að magnast — að mér finnst frá jörðinni sem ég stend á. Ég fer að sjá öðruvísi en áður. Allt annað lokast, en myndin fer að verða til. Það fer í mig einhver demón eða ári. — Ég þrælast áfram, mála og mála, smyr og smyr, þangað til af mér rennur — aldrei seinna en eftir 2-3 tíma. Og þá er ég með frummynd hrottalega kámaða. Ég fer í gott skotfæri við hana og stari á hana hugfanginn, þreyttur og sæll — eins og ég get hugsað mér móður með nýfætt bam — fallegasta barn veraldarinnar. Með þennan dýrgrip fer ég svo heim og læt ljómann dvína. — Þá þykir mér best að fara með myndina á sama stað, helst hvað eftir annað, og „byggja hana upp“, hlaða hana upp. Hún verður klunnaleg, skorin í tré, oft býsna litlaus, en — að mér finnst — sterk og ákveðin. Barnið fagra deyr í höndunum á mér, en að vísu í sælli upprisuvon. Því að svo, eftir góða bið, vil ég taka myndinni ærlegt tak. Á hana eru nú komnir sæmi- lega þykkir litir, notalegir og mjúkir fyrir pensilinn. Og nú vil ég koma með alveg nýja og hreina liti á spjaldinu og allt í besta lagi, rólegur og fullur af ástúð og blíðu, en jafnframt I Ommayada-moskunni í Damaskus: Ihugun, lestur og svefn. Teikn. M. J. sniðugur og klókur. Því nú á myndin að rísa upp í öllu sínu skarti, tútna út, blómstra — verða að málverki.“ Magnús Jónsson andaðist 2. apríl 1958. Hann mætti þeim umskiptum með eftirvæntingu. Hann trúði á sigur lífsins. Honum hafði verið ljúft að mála sigur ljóssinsyfir myrkrinu, lífsins yfir dauðanum — komu Guðsríkis. — 426 Heima er bezl ^2 &

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.