Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.12.1986, Blaðsíða 16
Við Giljareit 1940. stönzuðu smástund hjá tjöldunum. Vaskir strákar í vinnu- flokknum hlupu þá til með blaðabunka undir hendi og kölluðu til farþeganna: „Heiðarbúinn! Heiðarbúinn!“ Stundum seldu þeir svo sem 30 eintök í einu. í öðru lagi skrifaði Kristmundur vinnuflokkum annars staðar, kynnti þeim blaðið og fékk pantanir. Aðallega hugsuðu þeir Steingrimur um að selja Heiðarbúann norðan fjalla, gáfu minni gaum að Suðurlandi. Blaðið lá víst frammi til sölu á öllum helztu viðkomustöðum Norðurlandsrútunnar, en ,innheimtukerfið‘ mun hafa verið fremur götótt. „Blaðinu Heiðarbúinn Blað vegavinnu- og varðmanna Ptlstiórar: Kristm. Bjarnason Stgr. Btrnharðsson 1. árg. p Öxnadalsheiði. föstudaginn 26. júlí 1940. | k tbl. lega s,arfsorku starfsbræðra sinna. nngangburu. vegabóta- og varðmanna. að þeir fleygi frá sér. öðru hvcrju, svipu Okkur undirrituðum hefir komið efla skóflu og gerist andlegir vega- til hugar að gefa út blað hér á britamenn. ÖxnadaLsheiði. Við skorum nú á alla þá. sem í fyrstu var þetta uðeins óljós þessu málefni unna. að kaupa blað- draumur hjá okkur. en hann hefir j($ 0g senda Heiðarbúanum smásög- nú fengið á sig veruleikabl*. ur, kvæði og annað bað. er hann Það orkar varla tvímælis. að það þarfnast sér til andlegs vaxtar og er ýmsum vandkvæðum bundið að viðhalds. Eftir þvi. sem við bezt vit- haida út blaði og fást við ritstörf um. er þetta fvrsta blaðið hér á landi, eftir 10 stunda vinnudag.'sjá fyrir sem unnið er að á fjöllum uppi. Og efni i það. útgáfu þess o. s. frv. En án efa er tjaldið okkar óbrotnasta með hjálp og velvild allra góð- ,.ritstjórnarskrifstofa“ i vcröldinni! gjarnra manna. mun þetta engan Ritstjórarnir eru og alóreyndir veginn reynast ókleift. blaðamenn. Við drepum nú lauslega á utgáfu Ef til vill á það fyrir Heiðarbúan- blaðsins og tilgang. um að Siggja að slíta barnsskónum Ætlunin er. að blaðið verði les- og verða stór. verða írumrót að öndum sinum ofurlítið skemmtiat- biaði. sem hefir sama mark og mið. riði og andleg hressing að afloknu En það er framtiðarinnar að skera úr dagsverki. veiti þeim stundar þvi. ánægju og — að lokum — væran það er forn siðvenja hjá okkur is- blund með brosi á vör. Megi þetta lcndingum. að taka ve! á móti lang- takast er tilgangi okkar náð. ferðamönnum. ekki sízt. ef þeir Eínið munum við reyna að hafa koma aí heiðum ofan. og bjóða þeim sem mest við allra hæfi. Sögur. til stofu og veita góðan beina. frumsamdar og þýddar. kvaeði og Heiðarbúinn væntir goðrar gest- sniðugar iausavísur ásamt ritgjörð- risn; bvggðarmanna og ekki siður um um ýmiskonar efni. Blaðið verð- hjá .jítarfsbróður sínum!" hátt upp ur og vaentanlega með myndum til heiða. öðru hverju. Vlð höfum þegar Enn sem komið er. höfum við eigi tryggt okkur kvæði og kviðlinga hjá ákveðið að gefa blaðið út. nema á nokkrum snjöllum itagyrðingum. En meðan unnið verður á Öxnadals- Heiðarbúinn vill trvggja sér and- hciði. Hversu lengi vinna verður héf Forsíða fyrsta tölublaðsins af,,Heiðarbúanum". var aldrei dreift í pósti nokkurs staðar“ sagði Kristmundur mér aðspurður fyrir nokkrum árum, „við kunnum ekkert með slíkt að fara, blessaður vertu.“ Ei að síður nutu þeir stallbræður smáávinnings af útgáfunni, skildist mér, og Kristmundur auk þess nokkurra sérréttinda, þar eð vega- málastjóri var svo ánægður með framtakið að hann lét boð ganga til Rögnvalds Jónssonar þess efnis, að aðalritstjórinn fengi vikulega hálfan vinnudag frían á fullu kaupi til þess að sinna skriftunum heima í tjaldi sínu og búa blaðið undir prentun. Gekk það eftir með ljúfu geði Rögnvalds verk- stjóra, sem mun hafa orðið dálítið stoltur fyrir hönd sinna manna af þessari óvenjulegu blaðaútgáfu, þegar hann heyrði undirtektirnar. „Ég man að það var skilyrði fyrir „fríi“ mínu að senda blaðið ýmsum varðflokkum á fjöllum uppi (vegna mæðiveikivarna), vinnuflokkum símamanna og e.t.v. fleiri útilegumanna, auk vegavinnuflokka" skrifar Kristmundur mér í bréfi. Heiðarbúinn seldist svo greitt að stækka varð upplagið verulega. Það var í byrjun 500 eintök, en síðar 750-800 eintök. Ekki man Kristmundur lengur fyrir víst, hve marga aura blaðið kostaði i lausasölu, hann minnir 50 aura, en áskriftargjaldið var 3 krónur. Það varð Heiðarbúanum til mikillar kynningar — og greiddi fyrir sölu hans — að Ágúst H. Bjarnason prófessor ferðaðist norður um land sumarið 1940, keypti þá blaðið og gat þess síðan með sérstakri vinsemd fyrir alþjóðar eyrum í ferðafrásögn í útvarpi. 3. Hvert tölublað Heiðarbúans er 8 síður að stærð í 4to, prentað á góðan pappír, ígulan, en stafavillur allmargar eins og gerist og gengur í blöðum, þó ekki til stórra lýta. Ritstjórarnir höfðu sér til afsökunar að þeir voru „al- óreyndir blaðamenn“ eins og Kristmundur skrifar í inn- gangsorðum 1. tölublaðs. Og bætir við: „Eftir því, sem við bezt vitum, er þetta fyrsta blaðið hér á landi, sem unnið er að á fjöllum uppi. Og án efa er tjaldið okkar óbrotnasta „ritstjórnarskrifstofa“ í veröldinni.“ Fyrir tilgangi útgáfunnar er gerð þessi grein: „Ætlunin er, að blaðið verði lesöndum sínum ofurlítið skemmtiatriði og andleg hressing að afloknu dagsverki. veiti þeim stundar ánægju og — að lokum — væran blund með brosi á vör. Megi þetta takast er tilgangi okkar náð. Efnið munum við reyna að hafa sem mest við allra hæfi. Sögur, frumsamdar og þýddar, kvæði og sniðugar lausa- vísur ásamt ritgjörðum um ýmiskonar efni. Blaðið verður og væntanlega með myndum öðru hverju.“ Ritstjórarnir stóðu við þessi gefnu heit — nema frum- sömdu sögurnar og myndabirtinguna; það komu aldrei myndir í Heiðarbúanum utan tvær auglýsingamyndir. Efni blaðsins, eins og til var stofnað, er að langstærstum hluta greinar, þýddar smásögur, skopsagnir (flestar ís- lenzkar), vísnamál og kvæði; margt af þessu nafnlaust, undir dulnefnum eða nafnstöfum einum. Þar fyrir utan auglýsingar. Meðal nafngreindra höfunda sem létu efni af 428 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.