Heima er bezt - 01.12.1986, Síða 18
SIGTRYGGUR
SÍMONARSON
Hermann
r
1
Leyningi
Draumur
Sveinbjarnar
Sigtryggssonar
bónda í Saurbæ í Eyjafirði,
sumarið 1936
M þrettán ára
skeið, frá 1935 til
1948, varég nokk-
uð á faraldsfæti.
Eg vann hér og
þar,næreingöngu
að búfjárhirðingu
á vetrum, en við heyskap á sumrum,
þegar frá er skilið að frá 1943-’48,
vann ég nokkuð að jarðrækt, með
dráttarvél, skurðgröfu og annaðist
einnig mjólkurflutning árið 1946-’47.
Að sjálfsögðu kynntist ég allmörgum
húsbændum á þessu tímabili og gleðst
yfir því, á gamals aldri, hve minningar
frá kynnum mínum af mörgum þeirra
vekja mér oft ánægju í huga.
Einn þeirra minnisstæðu manna er
Sveinbjörn Sigtryggsson, í barns-
minni mínu kenndur við Kolgrímu-
staði, Hleiðargarð og á þessum tíma
bóndi í Saurbæ. Hjá honum var ég
kaupamaður tvö eða þrjú sumur og
undi mér ágætlega. Sveinbjörn var
ágætur maður, hafði hafið sig úr
bláfátækt til góðra bjargálna, vel virt-
ur af sveitungum sínum, mannkosta
vegna, og naut óskerts trausts þeirra
til margháttaðra starfa innan sveitar-
félagsins. Kona hans, Sigrún Jóns-
dóttir, var honum samboðin á öllum
sviðum. Hún var, eins og hann,
hörkudugleg og afbragðs góð hús-
móðir. En þar eð það er ekki tilgangur
minn að rita hér minningarorð um
þessi mætu hjón, mun ég snúa mér að
efninu.
Það var sumarið 1936 er Sveinbjörn
sagði mér draum sinn. Svo stóð á. að
óþurrkar höfðu staðið yfir um hálfs
mánaðar tíma. Þetta var að loknum
túnaslætti, en þó var víða taða flöt á
túnum. Svo var einnig í Saurbæ.
Mikið var einnig flatt af heyi á útengi.
Nú var það einn morgun að veður var
stillt og úrkomulaust. Sveinbjörn lét
fólk sitt snúa því heyi sem flatt var á
túni og svo bar til að við lentum sam-
an í flekk.
Skyndilega segir Sveinbjörn: „Ert
þú ekki fær að ráða drauma,
Tryggvi?"
Ég verð hissa við þessa spurningu
og ansa neitandi.
„Það er nú sama,“ segir Sveinbjörn,
„ég ætla samt að segja þér hvað mig
dreymdi í nótt:
Mig dreymdi að ég var staddur
frammi í Leyningi, hjá Hermanni
(Hermann Kristjánsson bjó þar þá).
Við vorum þar í fjárhússhlöðu, en á
hlöðugólfinu var örsmá heyhrúga.
Hermann kraup niður við hana, lagði
arma kring um hrúguna og sagði:
„Þetta er nú allt og sumt, sem ég á eftir
af heyi, Sveinbjörn minn“.“
Sveinbjöm leit brosandi til mín og
spurði: „Hvað heldur þú að þessi
draumur tákni, Tryggvi minn?“
Ekki stóð á mér að láta ljós mitt
skína, enda fannst mér ég næstum
standa í sporum hins fræga biblíuspá-
manns, Daníels, og svaraði á auga-
bragði: „Mér virðist ráðning draums-
ins auðsæ. Að þú ert staddur í Leyn-
ingi táknar að þér er sýnt það sem
öðrum er hulið. Nafn Hermanns
táknar ótíðina, sem hefur herjað um
hálfs mánaðar skeið og litla heyhrúg-
an á að sýna að nú sé þessu nær lok-
ið.“
Sveinbjörn flýtti sér ekkert að
svara, en sagði svo: „Já, ég réði hann
nú reyndar á sama hátt.“
Þennan dag var þurrt veður, en þó
nær þumklaust. Næsta dag var kom-
inn afbragðs þerrir, er varð varanleg-
ur og bjargaði ógrynni af heyjum frá
eyðileggingu, vítt um sveitir.
Skrásett 17/10 1980.
Sigtryggur Símonarson hefur
bent á villu í þættinum um
Hermann Þorsteinsson í síðasta
tbl. Heima er bezt. Segir þar á
bls. 386. efst í hægra dálki. að
Pálmi Jósefsson frá Samkomu-
gerði (er vann við byggingu
Grundarkirkju) hafi verið
tengdafaðir Aðalsteins Krist-
inssonar. Það er ekki rétt. Kona
Aðalsteins var Lára Pálmadótt-
ir trésmiðs. Jónssonar frá Æsu-
stöðum í Eyjafirði. En víst er, að
Þorsteinn faðir Hermanns hefur
verið vel kunnugur báðum
þessurn mönnum, sem voru
smiðir í Eyjafirði og báru sama
nafn.
430 Heima er bezt