Heima er bezt - 01.12.1986, Page 20
langar plöntur, en svo eru þær kræklóttar, að þær ná hvergi
þeirri hæð. Með blettum eru runnarnir aftur svo gisnir og
smávaxnir, að grisjar í lítt gróinn melinn á milli þeirra. Um-
hverfis þetta runnabelti einkum ofan og meðan er melurinn
ber að heita má, en stanglingur er þar af nýjum rótarsprot-
um." Síðar segir hann: ,,Utan girðingarinnar, einkum vestan
við hana var stanglingur af rótarsprotum . . . en allir voru
þeir meira eða minna bitnir". Stefán telur líklegt að allir runn-
arnir séu runnir frá sömu plöntunni, og verður vikið að því
síðar. Ekki verður séð, að Stefán hafi þá fengið vitneskju um
aðra asparbletti en þenna, sem þá hafði verið girtur, en séð
þó strjáling af plöntum utan girðingarinnar.
Oft hafði mér orðið hugsað til asparinnar hjá Garði, en ekki
séð hana fyrr en s.l. sumar (1986) að Árni Bjarnarson bókaút-
gefandi á Akureyri bauð mér að fara með mér þangað, en
hann hafði séð girta asparreitinn nálægt 1930, án þess þó að
skoða hann nánar. Fórum við raunar tvær ferðir á staðinn.
Með okkur var Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn. Tók hann
margar myndir á staðnum en þeir Árni mældu stærð espireit-
anna með málbandi og fóru þar allvíða um næsta nágrenni.
Síðar aflaði Árni upplýsinga frá Ásrúnu Pálsdóttur frá Garði
um örnefni, staðhætti o.fl., sem hér er vitnað til. Án frum-
kvæðis og tilstyrks Árna hefði þessi grein ekki orðið til.
Skal nú staðháttum lýst í megindráttum. Niður frá túninu
í Garði liggur alldjúpt gil, sem lækur, er Klaufalækur heitir
fellur eftir og allt niður í Fnjóská, en stefna gilsins er sem
næst frá austri til vesturs. Nokkru ofar en lækurinn fellur í
ána gengur löng lág eða gil til norðurs eða norðausturs frá
Klaufalækjargilinu, heitir hún Langalág. Skilur allbreiður mel-
ur hana frá Árbugsárgilinu, en það liggur sem næst frá norðri
til suðurs. Milli Löngulágar og Klaufalækjargils er flatur, ör-
foka melur, með strjálum melagróðri, en bæði lágin og gilið
eru að langmestu leyti vel gróin að mestu fjalldrapa og lyngi.
Öspin vex í báðum þessum giljum eða lágum.
Espireitur sá, er Stefán Stefánsson lýsir er í Klaufalækjargili
uppi undir túnjaðrinum í Garði, og eru asparsprotar teknir
að teygja sig inn á grónar rústir vallargarðsins. Eins og nú
er háttað, eru tveir espireitirnir í norðurbrekku Klaufalækjar-
gilsins, blasa þeir við suðri og sól. Vel er þar skýlt, en mjög
snjóþungt mun vera neðantil í gilbrekkunni og í gilbotninum.
Milli espireitanna er allbreið gróðurlítil spilda, sýnilega rof eft-
ir vatn og vind. í gilbotninum meðfram læknum er graslendi
sums staðar nokkurra metra breitt og nær það víðast upp í
brekkufótinn. Finnungur vex þar sums staðar og bendir það
til snjóþyngsla. Hvergi sást asparsproti í graslendinu meðfram
læknum, er blæöspin þó talin vaxa þar sem fremur sé raklent,
en þarna í Klaufalækjargilinu vex hún í þurri brekkunni. Má
vera að hún firrist brekkufótinn og gilbotninn sakir snjó-
þyngsla. Aðalgróður gilbrekkunnar er mólendi með bláberja-
lyngi, fjalldrapa, krækilyngi og grösunum, bugðupunti, lín-
gresi og ilmreyr, lítið eitt af þursaskeggi, auk annarra algengra
móaplantna. Melurinn teygir sig niður í brekkuna allra efst,
og eru þar strjálir espisprotar bæði lifandi, og þó meira dauðar
eða hálfdauðar feyskjur.
Pað mun hafa verið efri espireiturinn, sem Stefán skoðaði
á sínum tíma, og var þá girtur. Stefán telur reitinn vera um
2.000 nr, en okkur mældist allur efri reiturinn um 3.000 m2.
Allur er reiturinn í brattri brekku og vex öspin um ofanverða
brekkuna, allt upp í melinn, sem eins og áður sagði nær efst
í brekkuna með strjálum asparsprotum. Einn þeirra mældist
um 25 cm og virtist vera vaxinn upp af rótarskoti á þessu
sumri. Feyskjurnar, sem eru á melunum eru sumar af allstór-
um plöntum. Ég mældi eina og var hún rúmur metri á lengd,
en þó hafa vafalaust efstu sprotarnir verið dottnir af. Neðsti
hluti stofnsins hafði verið jarðlægur og krepptur líkt og oft
sést á klipptum eða nöguðum birki- og víðihríslum. Ummál
hans, þar sem hann rettist upp 16 cm. Þegar ég kippti í feyskj-
una, fýlgdi henni 3.20 m langt rótarskot er lá norður eftir
melnum mjög grunnt undir yfirborði hans. Stofnummál ann-
arrar feyskju þar nærri var 22 cm en hún var svo illa farin,
að ómögulegt var að giska á, hve há plantan hefði verið. Ef
borið er saman við stærð reitsins eins og Stefán hermir, hefir
öspin breiðst verulega út síðan hann var þar, og ef feyskjurnar
á melnum hafa þá verið lifandi, hefir gengið á reitinn ofan
frá. Stefán segir að melur hafi verið bæði ofan og neðan við
asparbeltið í brekkunni, og víða sé jarðvegur svo grunnur að
sjái í melinn milli aspanna. Brekkan er nú öll vel gróin, með
sæmilega þykkum jarðvegi nema allra efst við melinn. Yst
og efst eða austast í þessum reit er dálítið svæði um 200 m2,
þar sem kalla má að sé samfellt espikjarr allþétt. Allmargar
plöntur eru þar þó nokkuð feysknar og sýnast deyjandi, og
langflestir stofnarnir eru sveigðir undan brekkunni en rétta
sig upp og eru beinvaxnir úr því. Aspirnar í þessum iundi,
ef svo mætti kalla hann eru flestar metri eða nokkru meira
á hæð en sýnast lægri vegna sveigjunnar. Nokkrir einstakl-
ingar rísa þó yfir meginkjarrið beinvaxnir og mega vel kallast
tré. Hið hæsta þeirra var 2.15 m og ummál stofns við rót 21.5
cm, eða líkt og á feyskjunni á mellnum. Annað tréð var 2.05
432 Heima er bezt