Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Side 21

Heima er bezt - 01.12.1986, Side 21
m á hæð og ummál stofns 24 cm, en árssprotar þessara trjáa voru engir lengri en 10 cm og flestir mun styttri. Allmörg fleiri „tré" voru upp undir 2 m há. Neðan við þenna reit höfðu verið teknar plöntur til gróðursetningar, töldum við þar um 30 holur, sem stungið hafði verið upp úr, sumar sýnilega allgamlar en aðrar nýrri, og geta þær vel verið mun fleiri. Holur þessar voru dreifðar um nokkurra tuga fermetra svæði, og hafa þar líklega vaxið álíka plöntur og í kjarrinu. Utan við þenna lund er espiplöntunum dreift um alla brekkuna, nema allra neðst, en misjafnlega er langt milli þeirra, en hvergi eru þær svo þéttar að unnt væri að tala um kjarr. Neðri espireiturinn í Klaufalækjargilinu nær frá rofinu, sem fyrr var getið og niður undir mynnið á Löngulág. Sá hluti brekkunnar sem aspir'vaxa í er um 1800 m2, en auk þess eru strjálar plöntur í belti í melnum ofan við gróna landið. Gróður er hinn sami og í efri reitnum en espiplönturnar eru þéttastar um miðja brekkuna og upp undir mólendisjaðarinn. Eg mældi nokkrar plöntur í hér um bil beinni línu neðan frá og upp undir gilbarminn, þar sem samfelldan gróður þraut. Hæð Arssproti Ummál cm cm stofns cm 1 ................................. 25 11.5 4.5 2 ................................. 25 10.3 3.5 3 ................................. 43 18.0 3.5 4 ................................. 55 20.0 4.5 5 ................................. 67 23.0 9.0 6 ................................. 60 23.0 9.5 7 ................................. 74 22.0 8.5 Tvær fyrsttöldu plönturnar uxu í grasbeltinu neðst í brekk- unni en hin síöasttalda uppi undir meljaðrinum. Það skal tekið fram, að yfirleitt mældi ég hæstu plönturnar, en miklu mestur hluti þeirra var milli 25 og 50 cm háar. Vöxtur plantnanna í efri reitnum utan kjarrsins var mjög líkur þessu. Eins og fyrr var getið gengur Langalág norður frá Klaufa- lækjargili neðst. Hún er alls talin vera um 1 km á lengd, stefna hennar nokkuð til norðausturs, svo að vesturkinn hennar veit vel við sól. I vesturkinninni vaxa aspir, en annars er öll kinnin vaxin þroskalegum móagróðri, mest er þar af fjalldrapa, en annars bláberjalyng, aðalbláberjalyng, lítið eitt af beitilyngi og mjög strjálar gulvíðiplöntur, grastegundir líkt og í Klaufalækj- argili, nema hvergi sá ég finnung, enda er hér miklu snjólétt- ara en þar. Öspin vex þarna í belti nálægt miðri brekku, hvergi þó niður í lágarbotninn, en á stöku stað finnast smáplöntur uppi undir meljaðrinum. Alls er beltið um 150 m á lengd, og 10-15 m á breidd. Fjarri fer þó því að öspin sé samfelld um allt beltið. Hún vex þar í þremur breiðum eða blettum þar sem aspirnar standa í smáskúfum eða einstakir sprotar, alldreift, en milli blettanna sást engin asparplanta. Samanlögð lengd blettanna er naumast yfir 50 m, og allt flatarmál þeirra samanlagt ekki yfir 500 m2. Nyrsta breiðan var mest að flatarmáli, allt að 300 m2, þar eru asparsprotarnir bæði dreifðastir og lágvaxnastir. Hæsti sprotinn, sem ég mældi var 48 cm en sá lægsti aðeins 15, langflestir voru á bilinu milli 20 og 40 cm. I miðbreiðunni mældi ég 4 sprota, er mér virtust hæstir og voru þeir 58, 55, 43, og 23 cm., og yfirleitt voru sprotarnir hærri þar en í nyrsta reitnum, þó flestir innan við 40 cm. í syðstu breiðunni var öspin hávöxnust. Þaðan eru eftirtald- ar mælingar: Hæð Árssproti Ummál cm cm stofns cm 1 .............................. 63 4.5 2 .............................. 46 3.2 3 .............................. 61 15 5.0 4 .............................. 31 10 4.0 en eins og í miðbreiðunni voru flestir lægri, um og innan við 30 cm. Að sögn Ásrúnar Pálsdóttur, hafði faðir hennar einnig fund- ið þenna reit í Lönguláginni, en líklega hefir það þó ekki verið fyrr en eftir að Stefán Stefánsson skoðaði öspina, því að senni- lega hefði hann látið hans þá getið. Ásrún segir einnig, að fé og geitum hafi verið mjög beitt í Löngulág, og aspirnar því átt erfitt uppdráttar, og má vera að þá hafi fæstir sprotarnir náð upp úr lynginu og fjalldrapanum. En þótt þær séu ekki háar í loftinu nú, er naumast annað hægt en veita þeim at- hygli, a.m.k. á haustdegi, þegar þær taka að bregða lit. Víst er, að ekki höfðum við félagar hugmynd um tilveru þeirra fyrr en við komum á melinn fyrir ofan þær og horfðum niður á lágina. Er ekki ósennilegt, að þær hafi heldur hækkað síðan beitarálag minnkaði nú seinni árin. * Heima erbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.