Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.12.1986, Qupperneq 22
Þegar Stefán Stefánsson lýsti ðspinni hjá Garði, hafði hún ekki fundist annars staðar á íslandi. Honum þótti sem von var þessar smávöxnu kræklur svo ólíkar espitrjám, að hann taldi sennilegt, að hér væri um að ræða úrættað tilbrigði af blæöspinni. Stefán nefndi hana raunar nöturösp í fyrstu, en tók síðan upp nafnið blæösp, sem Einar Helgason garðyrkju- maður mun vera höfundur að. Fullvíst er nú, að ekkert af- brigðilegt er við öspina í Garði, hún mun hafa hlotið svip sinn af því að sífelld fjárbeit hefir haldið vexti hennar í skefjum. Plöntur hafa verið fluttar frá Garði til ýmissa staða norðanlands og ræktaðar þar í görðum, og eru hvarvetna hin myndarlegustu tré, allólík teinungunum hjá Garði. A Hall- bjarnarstöðum í Reykjadal er espitré frá því um 1920 um 8 metra hátt. Og á Hofi í Vatnsdal heill skógarlundur myndar- legra trjáa, sem upphaflega eru fengin frá Garði. Þá eru aspir þaðan á Víðivöllum í Fnjóskadal, Akureyri og vafalaust víðar, ef dæma má eftir hnausförunum í reitnum hjá Garði. En nú hafa aspir fundist víðar á Islandi en hjá Garði. Hjá Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði fannst ösp 1948, og segir Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, er skoðaði hana 1949, að hún hefði verið nöguð niður í rót. Síðar fannst ösp í Jórvík í Breið- dal 1953, Egilsstöðum á Völlum sama ár og að Strönd í Stöðv- arfirði 1959. Aspirnar í Egilsstaðaskógi eru allmyndarleg tré allt upp í 7 metra há, en á hinum stöðunum eru það líkir teinungar og í Garði. En hvernig eru aspirnar til komnar á þessum stöðum? I ritgerð minni um aldur og innflutning íslensku flórunnar (On the age and immigration of the Icelandic flora) taldi ég blæösp- ina meðal þeirra tegunda, sem hugsanlega kynnu að hafa lifað af síðustu ísöldina hér á landi, og dró það af því að fundarstað- ir hennar eru eingöngu innan þeirra svæða, sem mestar líkur eru til að hafi verið jökullaus á þeim tíma. Var hún þó í þeim hópi, sem ólíklegastur mátti kallast, sakir þess að hún er eink- um láglendisplanta, þótt hún að vísu nái upp fyrir skógarmörk í Skandinavíu, og af engum talin til hinna harðgerðari teg- unda. Fundarstaðirnir á hinum svonefndu miðsvæðum jökul- tímaplantnanna era því eina röksemdin fyrir ísaldarstöðu hennar. í Ársriti Skógræktarfélags fslands 1983 telur Hákon Bjamason líklegast, að öspin hafi borist með suðaustanvind- um frá Evrópu. Suðaustan vindar eru oft hvassir og býsna þrálátir en fræ asparinnar mjög smá og létt og með svifhárum, sem gerir þeim létt að svífa á vængjum vindanna, og öll þekkj- um vér verksmiðjumistrið, sem hingað berst oftsinnis í há- loftunum frá iðnhéröðum Englands. Þá bendir Hákon einnig á, að fundarstaðirnir á fjörðunum séu tiltölulega nálægt hverj- ir öðrum, og sé dregin lína frá þeim norður í Garð falli hún um Egilsstaði, þannig að fundarstaðirnir bendi raunar allir á sama farveginn. Þetta er mjög athyglisvert, og ef ösp skyldi nú eiga eftir að finnast einhvers staðar nálægt þessari línu frá Egilsstöðum til Garðs, mætti það kallast fullsönnuð tilgáta, að öspin væri komin með suðaustanvindum einhverntíma eft- ir jökultíma, ef til vill ekki fyrir svo ýkjalöngu. Að minnsta kosti er full ástæða til að líta eftir ösp í grennd við áðurnefnda línu, á stöðum þar sem skilyrði væru fyrir hendi til að hún yxi þar. Örnefni eins og Espihóll í Eyjafirði, sem er landnámsjörð, benda tvímælalaust til, að ösp hafi vaxið hér fyrir landnám, vera má að Asparvík á Ströndum sé af sama toga spunnið, enda þótt þar gæti verið um rekavið að ræða. Þegar vér lítum á alla hina gífurlegu jarðvegseyðingu, sem orðið hefir síðan land var numið, er ekki nokkur furða þótt strjálir og litlir espi- lundir hafi horfið og lotið sömu örlögum og víðáttumiklir birkiskógar, sem horfið hafa úr heilum héröðum. En láxvaxin P 434 og langbitin ösp lætur lítt á sér bera, svo að vel getur hún leynst enn á ýmsum stöðum. Enn hafa ekki fundist blómgaðar aspir hér, svo að hún dreif- ir sér ekki með fræjum. Þá má geta þess að blóm asparinnar eru einkynja, og aðeins annað kynið á hverju tré, og væri því hugsanlegt, að hinar fáu aspir sem hér vaxa villtar, séu allar af sama kyni, annaðhvort karl- eða kvenplöntur. Hins- vegar breiðist öspin mjög út með láréttum jarðsprotum, sem geta orðið furðulangir. Stefán Stefánsson gat þess til að espi- reiturinn í Klaufalækjargilinu væri allur af einni rót runninn, og er það vafalaust rétt. Meiri vafi gæti hvílt á því, hvort reitur- inn í Löngulág væri til kominn á sama hátt. Eins og nú er háttað er það ólíklegt, til þess er fjarlægðin fullmikil og einnig skilur allbreiður melur þar nú á milli. En ekki þætti mér ósennilegt, að einhverntíma í fyrndinni áður en menn og sauðkind komu til sögunnar, hefði allur melurinn milli Klaufa- lækjar og Löngulágar verið alvaxinn ösp, kannske allt frá sama fræi, og espireitirnir á báðum stöðunum væru útjaðrarnir á jarðsprotakerfi löngu eydds espilundar, sem þakið hefði mel- inn á milli láganna. Þess var áður getið, að Stefán skógarvörður lét girða espi- reitinn hjá Garði 1912. Girðingin stóð illa í gilbrekkunni og var erfitt að halda henni við. Að sögn Ásrúnar frá Garði var girðingin færð suður fyrir Klaufalækinn 1929 eða 1930 og unnu þeir feðgarnir Einar eldri og yngri Sæmundsen að því ásamt Páli í Garði og sonum hans, og voru þeir að því meira og minna í hálfan mánuð. En allt kom fyrir ekki, girðingin stóð illa og viðhald hennar erfitt og kostnaðarsamt og svo fór að hún var tekin niður, og sjást nú engar leifar hennar. Ekki veit ég hve lengi reiturinn hefir verið óvarinn með öllu, en það skiptir einhverjum áratugum. En hæstu aspirnar við tún- jaðarinn í Garði sýna ótvírætt, að girðingin hefir gert nokkurt gagn meðan hún var og hét. Þeir félagar mínir, Árni og Gísli, fóru þarna allvíða, bæði um brekkurnar gagnvart espireitunum á báðum stöðunum, Klaufalækjargili og Löngulág og alllangt norður eftir láginni. Árni fór þar síðan um og víðar um nágrennið í berjamó. Þeir sáu hvergi asparsprota utan oftnefndra reita, og má telja fullvíst, að ösp vaxi ekki þar í næsta nágrenni, hvað sem finn- ast kynni, ef farið væri víðar um Garðsland og nágrenni. Garður hefir nú verið í eyði um árabil, en eigandinn Jón Geir Lúthersson bóndi í Sólvangi í Fnjóskadal nytjar jörðina. Árni Bjarnarson átti tal við Jón Geir, og lét Jón í ljós áhuga á því að reiturinn yrði girtur á ný og taldi hann að Skógrækt ríkisins ætti landið. Æskilegt væri að Skógræktin sæi sér fært að láta gera girðingu um allt asparsvæðið hjá Garði, þ.e. bæði reitina í Klaufalækjargili og Löngulág, og ekki væri óeðlilegt, að Náttúruverndarsamtökin legðu því lið. Öspin er að vísu ekki friðlýst, en hætta getur verið á að henni yrði útrýmt, ef menn gengju í reitinn og tækju þaðan plöntur eftirlits- og leyfislaust. Það gæti orðið henni hættulegra en sauðartönnin um aldir. Enda þótt ösp vaxi víðar á landinu en í Garði er hún engu að síður eitt af náttúruverðmætum landsins, sem skylt er að varðveita. Ég hefi skrifað þessa grein til þess að benda á hvernig Garðsöspinni hefir vegnað, síðan Stefán Stefánsson lýsti henni fyrir nær þremur aldarfjórðungum, og til að fá nýja viðmiðun fyrir framtíðina. Hvernig skyldi hún líta út 2090? En einnig til að minna á tilveru hennar og hvetja tíl að hún yrði friðuð og að henni hlynnt, svo að þar mætti vaxa upp nýr espiskógur. Akureyri 7. nóv. 1986. Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.