Heima er bezt - 01.12.1986, Síða 25
9. Móalækur í Leyningshólum.
„Skammt norðan við Skötutjörn kemur Móalækurinn
upp, og rennur þar austur í Ranghalann. Sögnin segir,
að þar sem Móalækurinn kemur upp, hafi alltaf verið nóg
af silungi, sem kom þar upp úr jörðunni. Öfundar menn
Leyningshólabóndans hafi svo lokað fyrir uppgönguna
með stórgrýtishellum. Hvað sem því líður, er ennþá
smásilungur í læknum, en fyrir hellunum sést í uppgöng-
unni.“ (Örnefni í Saurbæjarhr., bls. 126).
10. Pollur hjá Litla-Laufási, Grýtubakkahreppi.
„Litli-Laufás kvað hjáleiga heitið hafa, milli Laufáss og
Þorsteinsstaða. Það er sögn, að uppgönguauga væri þar
neðan bæjar, og veiddist þar silungur, svo bóndinn hafði
björg ærna, en nágrannar lögðu á öfund, og kom svo,
að þeir fylltu augað stórgrýti, og hefur kotið síðan verið
í eyði.“ (Jón Sigurðsson: Lýsing Þing., bls. 85).
11. Veigastaðavatn á Vaðlaheiði.
„Sagt er að til forna hafi silungsveiði verið í vatninu.
Hafi silungurinn gengið úr sjó um op á vatnsbotninum.
Bændur Hallands og Veigastaða deildu um veiðirétt í
vatninu, og þar sem orðaskak dugði ekki brugðu þeir
bröndum, og yrði sá af veiðinni er bana hlyti. En ekki
tókst betur til en svo, að þeir drápu hvor annan, og urðu
þá báðir af veiðinni. Voru þeir dysjaðir undir þessari þúfu
(þ.e. Bændaleiði). En til að þessi ósköp endurtækju sig
ekki, var hella mikil lögð yfir opið, svo myndarlega, að
síðan hefur engin silungsbranda smogið með henni, enda
gott samkomulag verið ætíð síðan með bændum þessara
bæja.“ (Svalbarðsstrandarbók, bls. 15).
H.Hg.
Furðuvötn í Eyjafirði.
— Gagnrýnandinn
Framhald af blaðsíðu 420
Skelfing er að vita, hvað þú ert langt á eptir í öllu.“ Mann-
auminginn varð líka lafhræddur, og komst auðvitað á aul-
ans skoðun.
Það gilti einu hverjum eða hverju var hælt við aulann;
hann svaraði æ hinu sama, og svo bætti hann venjulega við:
„ósköp er að vita, að þú skulir vera enn þá ósjálfstæður."
„Hann er fjarskalega meinlegur og óhlífinn í orðum,“
sögðu nú allir, sem þekktu hann, „en ekki vantar hann
vitið“.“
„Og hann getur líka komið fyrir sig orði,“ bættu aðrir
við. „Slíkur snillingur.“
Loks fór svo, að blaðstjóri einn tók aulann sjer fyrir
aðstoðarmann í blaðstjórninni, og hann fann að öllum og
öllu á sama hátt og með sömu orðtökum.
Áður hataði hann alla, sem máttu sín mikils og höfðu
traust manna; en nú er hann sjálfur átrúnaðargoð allra, og
hin uppvaxandi kynslóð ber fyrir honum lotning og ótta. Er
það ekki líka eðlilegt um þessa ungu garma?
Reyndar eru menn upp úr því vaxnir, að sýna lotningu,
en gættu að þjer. ef þú heldur fram þeirri skoðun — þá
yrðirðu miskunarlaust talinn meðal „fortíðarmanna“, apt-
urhaldsmanna.
Það er lika satt; aularnir eiga öfundsverða æfi — meðal
ragmenna.
Heimaerbezt 437