Heima er bezt - 01.12.1986, Blaðsíða 26
Inngangur
í síðasta Fréttabréfi var sagt frá leiðangri Adams Paulsen
og tveggja samstarfsmanna hans frá dönsku veðurstofunni
til norðurljósarannsókna við Akureyri veturinn 1899-1900.
Taldi Paulsen sig hafa í leiðangrinum aflað ýmissa gagna er
styddu kenningar sínar um þetta náttúrufyrirbrigði.
En eins og áður var frá sagt höfðu Norðmenn, undir
forystu Kr. Birkelands prófessors í Kristianiu, allt aðrar
hugmyndir um uppruna norðurljósanna og tengdra fyrir-
brigða. Birkeland stóð einmitt fyrir leiðangri þennan sama
vetur til Kaafjord í Norður-Noregi, í svipuðum tilgangi og
Paulsen.
Rannsóknir Birkelands 1902-03
Birkeland hafði áttað sig á þvi að rannsóknir frá einni
einstakri stöð væru alls ekki nógar til þess að skilja mætti
orsakir norðurljósanna, heldur yrði að skrá samtímis at-
huganir á mörgum stöðum bæði í norðurljósabeltinu og
sunnar. Einnig yrði að bera athuganirnar saman við eðlis-
fræðileg líkön.
Veturinn 1902-03 var ráðist í slíkt fyrirtæki, og var það
kostað að hluta af norska ríkinu, en að hluta úr eigin vasa
Birkelands og nokkurra efnamanna. í fyrsta lagi voru
reknar um veturinn fjórar nýjar mælingastöðvar, ein í
Kaafjord og aðrar á Novaya Zemlya, á Axelsey við Sval-
barða, og á íslandi. í öðru lagi aflaði Birkeland sér gagna
frá 21 segulmælingastöð víðsvegar um heiminn frá tiltekn-
um tímum þennan vetur. f þriðja lagi var mjög endurbætt
aðstaða Birkelands til að framleiða „norðurljós“ í loft-
tæmiklefa með segulmagnaðri kúlu í miðju: var klefinn
fyrst 70 lítrar að stærð, svo 300 lítrar og loks 1000 lítrar. I
fjórða lagi gerðu Birkeland og kollega hans C. Störmer
margháttaða nýja útreikninga, bæði á brautum rafhlaðinna
agna frá sólinni kringum jörðina og á segulsviðsáhrifum
slíkra agnastrauma við yfirborð jarðar.
Niðurstöður þessa mikla átaks komu út í tveim þykkum
heftum (1), og er eintak þeirra hér á Háskólabókasafni. Er
um þetta rit sagt í síðari heimild, að helsta framlag þess hafi
verið skipting segulstorma í tvær mismunandi gerðir, en
ekki er mér kunnugt hvort það innlegg leiddi til almennra
framfara í þessum fræðum. Fleiri hefti voru ráðgerð, en
komu ekki út.
íslenska stöðin
Rannsóknastöð Norðmannanna á íslandi var sett upp hjá
hvalveiðistöð norska Victor-félagsins á Framnesi í innan-
verðum Dýrafirði, og starfaði frá því í nóv. 1902 til miðs
apríl 1903. Um mælingarnar sá Sem Sæland, amanuensis í
Kristianiu, sem verið hafði með í fyrri Kaafjord-leiðangri.
Hann varð síðar eðlisfræðiprófessor í Þrándheimi, þing-
maður, og lengi rektor Oslóarháskóla. Sæland til aðstoðar
var ungur Islendingur, Lárus Björnsson verkamanns við
hvalstöðina Magnússonar. Mælitækin voru aðallega full-
komið sett síritandi þýskra segulmæla, en einnig veðurat-
huganatæki, mælar til að kanna rafleiðni (af völdum
geimgeisla o.fl.) í andrúmslofti, nákvæm klukka og teodolit
til stjörnuathugana. Tveir kofar voru byggðir, og stóðu
segulmælitækin í öðrum, á súlum úr niðursöguðu skipa-
mastri.
Mælingarnar í Dýrafirðinum tókust ágæta vel, en veður
var þar óvenju óstöðugt þennan vetur, svo að skýjaþykkni
háði lengst af norðurljósaathugunum. Segultruflanirnar á
íslandi skiptu miklu máli við útreikninga Birkelands á
straumkerfum í háloftunum. Minna gagn varð af rafmæl-
ingunum, enda eru alls ekki til staðar þau nánu orsaka-
tengsl, sem í þá tíð voru álitin vera milli þessara fyrirbrigða
í andrúmsloftinu og segulsviðstruflana.
Af hugmyndum Birkelands
Birkeland (formáli í (1)) hafði á prjónunum að setja síðar
upp enn fleiri rannsóknastöðvar í heimskautahéruðunum,
þar eð hann taldi rannsóknirnar varpa ljósi á mörg megin-
atriði í eiginleikum sólarinnar, geimefnis, og efri loftlaga
438 Heimaerbezt