Heima er bezt - 01.12.1986, Page 31
ARINBJÖRN ÁRNASON
Undir álagadómi
VII HLUTI
En nú var það aðeins atvik af orsök og afleiðing verka
hans. Undir niðri reis upp í skaphöfn hans tvíátta afstaða til
Björns í Skógum. Að þola honum yfirráð, því mundi hann
aldrei una. Að líða Birni ofríki og fjandskap í sinn garð, án
þess þá að hefna sín, treysti hann sér ekki til. Því bæri
nauðsyn til, að málefni þeirra væru gerð upp, svo að þeir
gætu sætzt. og til þess vildi hann leggja nokkuð, ef takast
mætti, og því fyrr þeim mun betra. Þannig réttlætti hann
fyrir sjálfum sér, það sem honum hafði orðið á, að boða
Sigríði á stefnumót við sig.
□
Sigríður í Skógum kom til stefnumótsins á tilsettum tíma og
ávarpaði Þorbjörn, sem þar var fyrir, með þeirri reisn, sem
var svo rík í fari hennar, en þó vinsamleg í viðmóti. Þor-
björn skýrði henni frá málavöxtum, þótt henni væru þeir
ekki ókunnir, og hversu þeir væru honum alvarlegir og
þeim báðum til skaða. Sigríður sat hljóð á meðan og horfði
í gaupnir sér.
Er Þorbjörn hafði lokið máli sínu, leit hún allt í einu upp,
svipmikil og með þeim þótta, sem Þorbjörn kannaðist vel
við.
Horfði hún á hann um stund, föst og einbeitt. Augna-
bliksiðrun greip um sig í huga Þorbjörns yfir því að hafa
stofnað til þessa fundar. I leiftursýn, varð honum ljós allur
sá háski, er hann hafði stofnað til og af því mundi leiða, ef í
hámæli kæmist.
Ef Sigríður snerist gegn honum og tæki upp málstað
Björns og bæri út málstað hans og kringumstæður!
Hvert yrði álit sveitunganna? Hvernig mundi Björn nota
sér það? Hvað mundi Þuríður ætla? Slíkar og þvílíkar
hugsanir ruddust í gegnum huga hans með leifturhraða, án
skýringar, án skoðunar. Og í því róti ákaflyndis skapgerðar
hans kom önnur hlið fram og gerði uppreisn. Þótt Sigríður
nú brygðist, þá skyldi hann þó bjóða birginn hverju því,
sem að höndum bæri og hvað sem þáð'kynni að kosta.
Björn skal þá enn komast að raun um, að betra væri að hafa
sig með en á móti, og hver sem fylgir málstað Björns skal þá
mæta mér.
Það var ógnþrungið umrót í sál hans. Skaphitinn svall og
augnablikið var óráðið, hvort heldur til ills eða góðs.
Ögnarvald konunnar fyrir framan hann var hárbeitt, eitt
tillit, — eitt orð gat haft úrslita áhrif, ein hreyfing gat borið
þeim örlög, sem aldrei yrðu bætt eða tekin til baka, einn
tónn, eitt augnakast gat jafnvel verið áhrifavaldur fram-
tíðarinnar.
Einmitt þegar hugarstríð Þorbjörns stóð sem hæst, þá hóf
Sigríður mál sitt. Hún var hlý og einlæg. í brjósti mannsins
fyrir framan hana, hjöðnuðu allar öldur er risið höfðu í hita
tilfinninganna. Lund Þorbjörns, sáttfús og opin, varð bljúg
í viðkvæmni sinni, er sveiflaðist á milli tveggja skauta í
lyndiseinkunn hans og skaphöfn. Sigríður talaði hægt og án
nokkurt hita. Hún sagðist skilja hann. „En Björn bóndi
minn,“ hélt hún áfram, „ber mjög þungan hug til þín og
ekki svo auðvelt um sættir. Hef ég áður talað þar um því
mér er ljóst að ósamkomulag ykkar á lengri aðdraganda en
til heytökunnar og hef ég kannske þar verið örlagavaldur,
því málstaður þinn hefur staðið mér nær í gegnum árin, en
Björn ekki þolað málsvörn mína.“
Er hér var komið greip Þorbjörn fram í og ætlaði að fara
að segja Sigríði um för sína til sýslumanns og undirtektir
hans, en án þess að veita því athygli, hélt Sigriður áfram:
„Ég dæmi ekkert um, hvort þú sért sekur eða ekki, til
þess er mér málið of skylt.“
Ræddu þau síðan málið í trúnaði og einlægni. Sigriður
lofaði aðstoð sinni til hverrar góðrar íhlutunar þeirra í
millum, því að hún sagðist einskis fremur óska, en heilt
gæti verið á milli þeirra. „En Þorbjörn,“ bætti hún við, „ef
þú hyggst ná rétti þínum, með því að ganga á rétt Björns, þá
hlýt ég að standa með bónda mínum, þú hlýtur að skilja
það.“
□
Sumarið endaði vel að þessu sinni. Sífelld stilla, staðviðri
dag eftir dag, komið var fram yfir fjallgöngur, sem gengið
höfðu vel.
Réttardagurinn rann upp, heiðskír og fagur. Fólk var
margt við réttir, bæði karlar, konur og börn. Öllum fannst
það mikil upplyfting eftir annir sumarsins að bregða sér á
bak og ríða í réttina.
Konur gengu í kring meðfram réttarveggjunum og
ræddu áhugamál sín. Aðrir sátu á veggjunum og horfðu á
Heima er bezt 443