Heima er bezt - 01.12.1986, Qupperneq 34
svipbreytingum Bjössa. Hann sagði síðan: „Þú manst nafni
eftir þeirri gráflekkóttu, sem ég fékk frá þér í fyrra. Nú í vor
átti hún tvær gimbrar grákápóttar. Þessar mæðgur hafa enn
ekki komið af fjalli, en þegar þær heimtast, þá hefi ég
ákveðið að gefa þér þær til að auka við fjárstofninn, svo
ekki meir um það. Skál, nafni.“
Bjössi tók stórt skrostykki upp í sig og ætlaði að fara að
segja eitthvað, en Björn varð fyrri til og sagði:
„Ég tek það fram, að ég gef engar ölmusugjafir. En það,
sem ég hefi sagt, er aðeins viðurkenning fyrir framúrskar-
andi dugnað, sem þú hefir sýnt, þrátt fyrir þunga ómegð og
þrálát veikindi, og þótt ábýlisjörð þín sé kostarýr þá hefur
þú aldrei þurft að leita til þess opinbera. Slíkum mönnum
er gaman að hjálpa og standa með, en ekki þeim, sem ekki
nenna að bjarga sér sjálfir og ætla hreppnum að klæða sig
og fæða.“
Björn bóndi sá að nafna hans líkaði vel skjallið og hélt
því áfram, lyfti glasinu og sagði á ný: „Skál nafni.“ Þeir
nafnar sátu lengi dags við drykkju og skáluðu hver fyrir
öðrum.
Það var ekki fyrr en dagur var að kveldi komin og sólin
var gengin undir bak við hálsinn hinum megin og úrgan
kvöldsvala lagði inn dalinn, að kveðjustund þeirra nafna
nálgaðist. Gráir þokudílar. er sveimað höfðu um loftið fyrr
um daginn, drógust nú saman í þykka bólstra er huldu efstu
tindana.
Bjössi í Tóftum bjóst til heimferðar, fullkomlega
ánægður yfir tilveru sinni og stöðu þeirri, er honum fannst
hann skipa í vináttu við bóndann í Skógum.
Björn var í augum hans mikill höfðingi, enda Skóga-
heimilið, sem menn líta upp til, og nægur auðurinn þar.
Einkennileg tilviljun forsjónarinnar, að leiðir okkar skyldu
liggja saman. Þrátt fyrir svo margt, sem á dagana hefur
drifið, þá berum við samt báðir sama nafnið, er það vís-
bending til annars meira. Bjössi gat ekki formað allar þær
hugsanir sem ruddust um í huga hans, svo ört teymdu þær
ímyndunarafl hans og sköpuðu loftkastala í heilabúi
Tóftabóndans.
Björn í Skógum fylgdi nafna sínum á leið út og niður
túnhallið, því enn hafði hann ekki sett punktinn við ætlun
sína með Bjössa. Er þeir nafnar voru komnir niður fyrir
túnið í Skógum, þá varð Bjössa það á að líta títt um öxl.
Leituðu augnaskot hans upp í hlíðina fyrir utan og ofan
túnið en augum hans mætti aðeins gráir þokugúlpar er
beltuðu sig inn með hlíðinni. Björn bóndi, sem tók eftir
þessu augnaflökti hjá nafna sínum, skildi að hann var að
leita eftir þeirri gráflekkóttu, sem hann hafði talað um, og
sá í augum hans eftirvæntinguna og trúgirnina og las því í
augnakasti allar hugsanir hans og fann, að nú var hið
gullna tækifæri, sem hann hafði verið að undirbúa og
sagði:
„Heyrðu nafni, mig langar til að spyrja þig um dálítið,
sem ég hefi heyrt fleygt. Er nokkur hæfa í því, að Þorbjörn í
Hvammi sé sambiðill þinn um ástir konu þinnar?“
„Ha, hver segir hvað?“ ansaði Bjössi.
„Nei, sem betur fer er þetta bara kjaftæði,“ flýtti Björn
sér að segja, en bætti síðan við: „Ég gat þó trúað honum til
þess, það væri ekki meira en að nota hreppssjóðinn eins og
hann er sagður gera, því svo er honum sögð laus höndin í
annarra fé, eða þá þegar hann fór á fjörurnar við Sigríði
mína.“
„Nú, þú ert þá búinn að frétta það,“ sagði Bjössi og varð
hálf glaðhlakkalegur í röddinni.
Björn bóndi sá, að honum mundi vera óhætt að halda
áfram og sagði: „Mér hefði þótt vinátta Þorbjörns við þig
vera fulldýru verði keypt, ef þig skyldi nota sem vinnuþræl
ómegðar hans.“
„Þetta er lygi, hreytti Bjössi út úr sér, en varð þó um leið
eins og tvíátta.
„Já, ég vona það, nafni minn,“ sagði Björn og hélt síðan
áfram: „Því var ég að ánafna þér þetta lítilræði, sem ég gat
um við þig, til þess þú síður værir háður Þorbirni, því ef það
er, sem sagt er, að hjá honum sé ekki allt eins og það á að
vera, ekki síst gagnvart fjölskyldu þinni, þá væri greiðinn
betur ógerður. Annars ræður þú nafni, hvað þú gerir. Hef
aðeins sagt þér, sem altalað er, svo þú gætir betur áttað þig
á því sem er að gerast í kringum þig, þó ég búist hins vegar
við, að þú sér maður fyrir þig, ef því væri að skipta.“
Þeir nafnar ræddu síðan málið nokkra stund. Bjössi sagði
Birni allt um samfund þeirra Þorbjörns og Sigríðar þá fyrr
um sumarið, er hann taldi, að ólyginn hefði sagt sér.
Er Björn bóndi hafði komið áformum sínum fram og
látið Bjössa segja sér allt er hann fýsti að vita, ýmist satt eða
logið, þá kvöddust þeir með vináttuorðum og bundust fyr-
irheitum um margvísleg viðskipti.
En röð tímans var söm og áður. Einn dagur af öðrum
rann að kvöldi. Einstaklingurinn var heimur utan um eitt
stórt ég, búinn kviki Ijóss og skugga. Fólkið lifði sorg sína
eða gleði í önn daganna, grét brot sín inn í draum óviss-
unnar og neytti síns brauðs í sveita síns andlitis.
□
Eigi löngu síðar bar svo til dag nokkurn, að fólkið í
Hvammi sá hvar sunnan yfir hálsinn var gangandi kona á
ferð og fór sér hægt og staðnæmdist öðru hvoru, líkast sem
hún hikaði við að nálgast bæinn eða halda áfram för sinni.
í miðri hlíðinni var stór steinn, sem venjulega var kallaður
Nónbúi og var sagður bústaður huldufólks og oft sést þar
ljós á vetrarkvöldum. Hjá steini þessum staðnæmist þessi
kona og varð eigi séð, hvort hún þar hefðist nokkuð að.
Ýmsar getgátur komu fram um, hver þar færi eða væri á
ferð og sýndist sitt hverjum og allir þurftu eitthvað til mál-
anna að leggja.
Er Þuríður húsfreyja varð þess vör, hvað olli getgátum
fólksins, þá varð henni mjög brugðið.
Mun þá hafa komið í huga hennar mynd álfkonunnar,
sem hún ávallt bar í huga sínum, frá nóttinni góðu þegar
hún vitjaði nafns hjá henni er hún gekk með litla Þorbjörn,
en fékk því ekki ráðið að skíra hann Borgþór eins og hún
var beðin um af draumkonunni. Síðan hefur álfkonan
jafnan staðið fyrir augliti hennar eins og hún sá hana, þar
sem hún kom til hennar döpur og sorgarklædd, án þess þó
446 Heima er bezt