Heima er bezt - 01.12.1986, Page 35
að mæla. Aðeins horfði til hennar með sárum trega. í hjarta
Þuríðar bjó jafnan síðan sambland af trega og kvíða yfir
því, að í hugskoti hennar fannst henni hún hafa brugðist
þeirri bæn hennar um nafn sonar síns, og af duldum ótta
um að því mundi fylgja ill örlög barnsins hennar, því svo
hafði draumkona hennar um mælt, að því mundi fylgja
gæfa, ef hún gerði bæn hennar. Vinnuhjú hennar fullyrtu
um að kona sú sem það beindi augum sínum að og það
þóttist sjá að sæti undir Nónbúa væri ekki mennsk og
atferli hennar allt forvitnilegt. Þorbjörn bóndi var ekki
heima við og olli það húsfreyju öllu meira angri ef eitthvað
bæri við. I viðkvæmni sinni fann hún einhver óviðráðanleg
öfl sækja að sér og umlykja sig, án þess þó að hún fengi
rönd við reist. Það var því mikill léttir og umbreyting á
hugarástandi hennar þegar það upplýstist, að hér var engin
annar á ferð en hin trygga og ástsæla gamla vinnukona
hennar, Silla selráðskona, eins og hún var jafnan kölluð.
Silla hafði nú um nokkur ár verið ásamt Steina, manni
sínum, í sambýli á Grund og án efa hyglað að gamla
manninum, sem nú var farinn að heilsu. Var því stundum
haft eftir Sveini gamla er hann minntist á Sillu: „Langir
lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og mannvirðing í
vinstri hendi hennar, eins og hinn vísi Salomon segir.“
Það var því eins og hlýr geisli vorsins færi um bæinn, er
það upplýstist, hver þar færi. Silla, aðeins nafnið Silla bar
með sér hlýju og fögnuð og sælar minningar vöktu til-
hlökkun.
En hve hægt henni miðaði áfram var þó undarlegt. Það
var svo ólíkt henni. Hún, sem var svo létt á fæti, en nú, hví
var henni svo brugðið og þungt fyrir fæti. Eða hvað, var
eitthvað að? Slíkra spurninga spurði hver annan meðan
beðið var komu hennar.
Heim hlaðvarpann kom svo Silla. Óþægilegum áhrifum
sló yfir við tillit hennar. Bros hennar var stirðnað, röddin
þurr og hljómlaus, augun báru þess vott, að hún hafði
grátið.
Þuríður húsfreyja tók á móti Sillu með sínum venjulega
innileik og leiddi hana inn til húss síns. Á meðal fólksins lá
þögnin og eftirvæntingin án þess að spurt væri um ástæðu
eða tildrög. í vitund fólksin bjó um sig svar þess, sem leitaði
að orsök. Hvað er að? Hvað hefur komið fyrir?
Er þær Þuríður og Silla voru sestar inni í kamesi þeirra
hjóna, þá skapaðist nokkurt vandræðaástand við fáleika
Sillu og óráðið hugarástand Þuríðar, sem þegar sá, að Silla
bjó yfir einhverju, er var henni þungbært og erfitt að ræða
um. Silla settist á rúm þeirra hjóna og tók að gráta.
„Silla, Silla mín. Hvað hefur komið fyrir?“ sagði Þuríður
með öllum þeim innileik, er hún átti til. Sillu var þungt um
mál og gat ekki svarað strax. Þuríður strauk um vangann og
lyfti hárinu frá augum hennar og spurði: „Hefur Steini
verið vondur við þig, eða er Sveinn blessaður gamli mað-
urinn dáinn? Hvað er að, Silla mín?“
Er Silla náði valdi yfir tilfinningum sínum, sagði hún
hægt og slitrótt: „Nei, nei, það er ekki ég, elsku Þuríður
mín, það ert þú.“
„Ég,“ tók Þuríður upp eftir henni, og öll hennar móður-
lega umhyggja gerði hana á augnablikinu stóra og sterka,
og hún reyndi að hugga sína gömlu og fórnfúsu vinnukonu
sína.
Silla sagði henni síðan allt af létta um það sem Steini,
maður hennar hefði sagt henni. Hann hafði heyrt það úti á
bæjum, og sagði það væri altalað, — en ég trúi því ekki, ég
skal aldrei trúa því,“ sagði Silla og fór að snökta á ný.
„Segðu það bara út Silla mín, þér léttir við það, það er
allt í lagi, þó að það snerti mig,“ sagði Þuríður, og bætti
síðan við, „eða manninn minn.“
„Ó Þuríður“,„Ó Þuríður,“ sagði Silla og vafði handlegg
um hálsinn á húsfreyju, „það er sagt að Þorbjörn eigi
yngsta barnið í Tóftum og kannske fleiri, því hann haldi við
konuna þar, en ég veit, að þetta er ósatt.“
„Hver segir þetta?“ spurði Þuríður.
Silla var nú orðin rólegri og sagði: „Að Bjössi sé að tala
um að skilja við Rósu og ætli að afhenda Þorbimi konuna
og krakkana. Ég mátti til með að segja þér frá þessu, svo að
þú fréttir þetta ekki og Þorbjörn gæti varað sig á þessu
slúðri, því ég veit, að þetta eru ósannindi eins og með mig.“
„Með þig,“ tók Þuríður upp eftir henni.“
Æ, ég get ekki sagt það“ stundi Silla upp
„Ó, jú, láttu það bara koma“ sagði Þuríður hæg og stillt.
„Þegar Steini kom heim úr réttunum í haust,“ hóf Silla
mál sitt. „Þá var hann svo illur og afundinn, og lá við að
hann legði hendur á mig. Ég spurði hann þá, hvað væri að,
og sagði hann mér þá, að Bjössi í Tóftum hefði sagt sér, að
ég væri honum ótrú og Þorbjörn í Hvammi vissi bezt um
það. En Guð veit, að þetta eru ósannindi, Þorbjörn hefur
aldrei sýnt mér neitt í þá átt ov alltaf verið mér góður og
eins Steina. En Steini trúir mér ekki. Eins er þetta með
Rósu, ég veit þetta er slúður, sem hefur verið komið á stað
til þess að sverta Þorbjörn og heimilið ykkar, eins og var
gert um árið þegar átti að koma þjófsorði á hann. Elsku
Þuríður, þú mátt ekki leggja trúnað á þetta.“ sagði Silla og
þurrkaði tárin. „Nei, Silla mín, vertu alveg róleg út af
þessu. Þetta hefur engin áhrif á mig .Ég þekki bónda minn
og það er mér nóg. Hann er mér stærri en það, að ég taki við
slíku slúðri. Ég veit að til eru óvildar- og öfundarmenn, sem
stunda slíka iðju.
Ræddu þessar tvær vinkonur málið um stund. Varð Sillu
hughægara, þegar hún fann, hve Þuríður húsfreyja tók því
með miklu jafnaðargeði og öruggu trausti til manns síns.
Undir kvöldið hélt Silla á leið heim, sömu leið og hún
kom, og fylgdi Þuríður henni á leið. Þær unnu hvor annari,
þó á sinn hvorn veg væri hjá hvorri, og vildu báðar bera
byrðar hinnar, þó ólíkt væri háttum þeirra komið. En kær-
leikur þeirra var hinn sami og ekki bundinn við stöðu eða
stétt,
Á kveðjustundinni fundu þær skyldleikann, er batt þær
við sín eigin örlög, og síst gat þær þá órað fyrir því, að næsta
kveðjustund bæri þeim þyngri afdrif og á annan hátt.
□
Silla var léttari í gangi á heimleiðinni. Henni fannst eins og
þungri byrði væri af sér létt er styrkleikur og hlýja Þuríðar
veittu henni. Þó fannst henni hún kenna einhvers innri ótta
Heima er bezt 447