Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Side 37

Heima er bezt - 01.12.1986, Side 37
Bókahillan Steindór Steindórsson frá Hlöðum Anders Bæksted: GOÐ OG HETJUR í HEIÐNUM SIÐ Rvík 1986 Örn og Örlygur. Höfundur bókar þessara, danski rithöfund- urinn og fræðimaðurinn Anders Bæksted, var einn lærðasti samtíðarmanna sinna á Norðurlöndum í fornum rúnum og goða- fræði. í riti þessu tekur hann fyrir fornnor- ræna goðafræði og hetjusögur, og mun þetta eitt merkasta yfirlitsrit um þau fræði í samtímabókmenntum. Höfundur rekur efnið eftir öllum fáanlegum heimildum, enda þótt Eddurnar íslensku svo og Forn- aldarsögur Norðurlanda skipi þar breiðasta og hæsta sessinn. Þarna sést svo að ekki verður um villst, að varla væri unnt að skapa nokkra heildarmynd af þessum fræðum án íslenskra rita og sagna, og hve óendanlega snauð Norðurlöndin væru af vitneskju um frumsögu sína, og menningu, ef Islendinga hefði ekki notið við, eða eins og höfundur segir: Það er ísland. . . . sem hefir varðveitt mestu gersemarnar úr sögn- um og kvæðum fortíðar okkar". En höfund- ur leitar lengra en til norrænnar arfleifðar. Hann skyggnist um allan hinn fornger- manska heim og raunar um allt hið Indó- evrópska svæði í leit að sannfræðilegum minjum og minnum. Þegar til hetjusagn- anna kemur verður íslenska geymdin ekki jafn yfirgnæfandi og í goðafræðinni. Þar kemur bæði Saxi hinn danski og Bjólfskvið- an engilsaxneska o.fl. við sögu. Höfundur rekur og endursegir efni bæði goða- og hetjusagna á hinn listilegasta hátt, svo að ánægja er þeim, sem, kannast við sögur þessar, og jafnframt upprifjun, og fyrir hina, sem ekki þekkja til er þetta hreinn skemmtilestur, mest er þó um vert, hversu frásögnin öll eykur skilning og þekkingu á hinum fornu fræðum. Og vart trúi ég öðru en þeim, sem lítt eða ekki hafa kynnt sér þessi fræði opnist nýr heimur, furðulegur og ginnandi í senn. Bókin er prýdd fjölda mynda, en þar þykir mér mest koma til ís- lensku litmyndanna, sem fengnar eru úr handriti frá 18. öld. En þvi miður er lítið kunnugt um hstamann þann, sem þær hefir dregið, svo að ekkert verður frá honum sagt. En skyldu aðrir hafa hfað sig betur inn í hinn norræna goðaheim, og reynt að sýna goðin fornu á myndum. Þýðandinn Eysteinn Þorvaldsson hefur unnið verk sitt vel, svo að maður les bókina spjaldanna á milli með óblandinni ánægju, bæði vegna efnis og stíls. En því miður óprýða fleiri prentvillur bókina en sæmandi er svo góðu riti. Það er skemmtilegt að sama forlagið skuh nú samtímis senda frá sér lokabindin af sögustaðalýsingu Kálunds og þessa bók um fom goð og hetjur, en báðar mega þær kallast lykilverk að fornbókmenntum vor- um og eiga heiðurssess við hlið þeirra. Emil Björnsson: Á MISJÖFNU ÞRÍFAST BÖRNIN BEST Rvík 1986 Örn og Örlygur. Hinn góðkunni útvarpsmaður og klerkur Emil Björnsson hefur hér að skrifa endur- minningar sinar, og nær þetta bindi yfir bernsku og unglingsár þangað til hann hverfur brott úr sveit sinni, til að leita sér menntunar og frama. Á þeim ámm er ekki að vænta stórra atburða á almenna vísu, en margt drífur þó á daga sveitadrengsins, sem honum verður minnisstætt og markar djúp för í huga hans og þroskasögu. Má þar t.d. nefna föðurmissinn og raunar aht viðhorf hans til föður síns. Víst er um það, að margir hafa skrifað meiri þjóðlífslýsing- ar í minningum sinum, svo að þær verða meiri heimildir í almennri menningarsögu þjóðarinnar en endurminningar Emils. Sagan hans er þroskasaga einstaklingsins, jafnframt því sem vér kynnumst þar lifs- baráttunni á fátæku heimili i fremur af- skekktri sveit á fyrstu tugum aldarinnar. Hinn mannlegi þáttur en ekki umhverfið er meginefnið, og fer Emil haglega með hann, hispurslaust og af hlýju, án þess að kenni væmni, þótt á viðkvæma strengi sé slegið. Má þar hvarvetna kenna hinn þaulæfða fjölmiðlamann og sálusorgara. En skáldið er lika býsna ríkt í síra Emil, svo að sumir kaflarnir nálgast að vera ljóð eða æfintýri. Þessi þáttur úr æfi Emils er viðfehdin og hlýleg bók, þótt ekki sé hún stórbrotin, en lesandinn hlýtur að horfa með eftirvænt- ingu til þess, er hann fer að segja frá stærri atburðum og viðtækari reynslu. Magnús Óskarsson: ALÍSLENSK FYNDNI Rvík 1986. Örn og Örlygur. í þessu kveri eru samankomnar skrýtlur og fyndnar stökur, flest frá seinni árum, mis- jafnlega fyndið eins og gengur og gerist um slík söfn, en flest þannig, að það er til orðið ósjálfrátt, án þess þeir, er sögðu hafi séð fyndnina fyrr en þeir heyrðu hana á vörum sér. En helmingur bókarinnar eru blaðaúrklippur, og er sá hlutinn hinum merkilegri. Flestar þær ambögur, sem blöð- in hafa birt þar lesendum sínum, eru sprenghlægilegar, þótt útaf geti brugðið. En það sem mest er um vert hér eru sýnd viti til vamaðar þeim, sem rita fréttir eða auglýsingar, að láta málið ekki verða hreint skrípi. Þessi dæmi, sem þó em ekki nema brot af því, sem vér lesum daglega í blöð- unum, gæti verið leiðarvísir í því, hvernig ekki á að komast að orði. Ármann Halldórsson: HRAFN Á HALLORMSSTAÐ. Rvík 1986. Örn og Örlygur. Þeir em ófáir, sem gist hafa Hallormsstað á hðnum áratugum og margir þeirra hafa haft kynni af ráðsmanninum þar, Hrafni Sveinbjarnarsyni, og naumast mun sá Austfirðingur eða Héraðsbúi, sem ekki kannast við hann, svo umsvifamikih hefir hann verið þar í héraðsmálum. Enda þótt hann hafi unnið störf sín á fremur þröngu svæði er æfi hans að ýmsu leyti htrik og frá mörgu hefir hann að segja. I bókinni hafa þeir lagt saman hann og Ármann Hah- dórsson kennari, Sumir kaflar em orðrétt frá sögn Hrafns, en í öðmm segir Ármann söguna, og skiptast þeir þannig á um að skapa langa æfisögu. Hefir Ármann ráðið uppsetningu og efnisskipan. Bókin er í rauninni tvískipt að efni, annars vegar er æfi Hrafns sjálfs allt frá bemskudögum hans í Reyðarfirði til þessa dags með hæfi- leghu ívafi af ættfræði, en í Hrafni koma saman margar merkar ættir, Beckar og Longar á Austurlandi og breiðfirskir sæg- arpar. Á hinu leytinu er rakin furðu mikil héraðssaga, bæði um almenna þróun mála og forystumenn í Fljótdalshéraði, meðal annars starfssaga Húsmæðraskólans á Hallormsstað. Þannig er víða komið við, og margar mannlýsingar bráðsnjahar og gerð- ar af samúð og skilningi. Margar þeirra em fáorðar en furðu markvísar, enda þótt ekki sé víst, að allir hti þá menn sömu augum og Hrafn, sem ekki er að vænta. Að öhu samtöldu er hér merkilegt sögurit um Hér- að og Firði, en auk þess er bókin skemmti- leg aflestrar einkum þeir kaflar, sem em bein frásögn Hrafns, sem oft er hnyttin en ætíð markvís og fróðleg. Einar Már Guðmundsson: EFTIRMÁLI REGNDROPANNA Rvík 1986. Almenna bókafélagið. Þetta er þriðja skáldsaga höfundar á fjómm árum, og mætti segja að hún sé framhald hinna fyrri, að því leyti, að hún gerist í sama hverfinu, þótt sögusviðið sé nú heim- Heima er bezt 449

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.