Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1986, Page 39

Heima er bezt - 01.12.1986, Page 39
Bókahillan Steindór Steindórsson frá Hlödum það hvarfli í hugann, hvort bókagerð af þessu tagi sé ekki að verða full fyrirferðar- mikil. Frásagnir úr lífi og starfi manna eru að vísu alltaf vel þegnar, og hafa bæði sögulegt gildi og lýsa mönnum. En þegar sifellt bætist meira í hópinn, er hætt við að sögumar fari að verða um of líkar hver annarri, og þá verður að gera meiri kröfur til skrásetjara bæði um efnisval og meðferð. Og síðast en ekki síst þarf að vinna þættina vel, því að fæstir frásagna- menn eru svo góðir, að ekki þurfi að víkja við orði, og umfram allt má ekki treysta minni manna um of, sérstaklega um nöfn og ártöl. Þar verður skrásetjari að sann- prófa frásögnina. Matthías Johannessen: KONUNGUR AF ARAGON og aðrar sögur. Rvík 1986. Almenna bókafélagið. Matthías Johannessen er ekki við eina fjöl- ina felldur, hann yrkir ljóð, svo er hann næst kominn með viðtalsþætti, bók- menntaritgerðir og svo nú smásögusafn, og við bætist svo ritstjórn á stærsta blaði landsins. Smásögur þessar em flestar stuttar, margar raunar aðeins ein svip- mynd oft á mörkum ljóðs og sögu. í mörg- um þeirra er einhver dulúð milh draums og vöku, og ef til vill þar nær hann sterkustum áhrifum og má þar nefna síðustu söguna, Konungur af Aragon. Margar fjalla um meinleg örlög, en nær alltaf er trúarvissan í baksýn og höfundur sækir meira að segja efni til Nýja testamentisins, og ekki til minni manna en postulans Páls og guð- spjallamannsins Lúkasar. Þá skyggnist hann um samband Hamsunshjónanna í elli þeirra. En það er erfitt að lesa bókina í belg og biðu, til þess á hún alltof mikið skylt við ljóðin, maður les þau eitt og eitt og velt- ir þeim fyrir sér áður en byrjað er á þvi næsta. En Matthías litur einnig nær sér, enda er lengsta sagan um Marenu lang- ömmu hans og bregður hann þar upp ógleymanlegum svipmyndum úr lífi henn- ar. Þar vefur hann sannfræðina og skáld- skapinn saman af miklum hagleik, og er trúa mín, að sú saga verði langlíf í íslenskri sagnagerð. Bragi Björnsson frá Surtsstöðum: AGNIR. Akureyri 1985. Menningarsamtök Héraðsbúa. Ekki varð Páll Ólafsson sannspár um það, að ferhendurnar myndu deyja með honum, Þorsteini og Grími látnum, sem betur fór. Ferhendan lifir enn góðu lífi, og gott dæmi þess er bók sú, sem hér getur, og barst mér nýlega í hendur, eftir aldraðan bónda austur á Héraði. Bókin Agnir flytur um 500 ferskeytlur ortar við ótal tækifæri í önn dagsins, og er þó einungis lítið úrval úr fer- hendum hans. Sigurður Óskar Pálsson hef- ir búið bókina undir prentun og flokkað stökurnar eftir efni. Hefir hann einungis vahð ferskeytlur en gengið algerlega framhjá því, sem höfundur hefir ort undir öðmm háttum. Eins og vænta má er víða komið við, kveðið á tregastrengjum, ort um sveitina, fegurð hennar og frið, náungan- um send olnbogaskot og sitthvað annað, sem vænta má, því að margt ber fyrir sjónir þess sem athugull er og skynjar æðaslátt lífsins og náttúmnnar. „Sérhver staka end- uróm á í vitund minni" segir um samband höfundar og stökunnar, sem hann mælir af munni fram. Höfundur leikur sér að dýmm háttum svo sem sléttuböndum og hring- hendum og verður hvergi fótaskortur, er það allt í hinum gamla og góða stíl fer- skeytlunnar. Það er erfitt að velja einstakar visur sem sýnishorn, til þess þyrfti maður að læra mikinn hluta bókarinnar, og það vona ég þeir geri sem yngri em og næmari, og þeir geta sjálfir vahð, og engin hætta er á, að sá er nemur finni ekki einhvern enduróm í huga sér, svo marga strengi á hinn látlausi háttur ferskeytlunnar og Bragi kann að leika á þá. Bókin er traustur vitnisburður þess, sem getið var í upphafi, að ferskeytlan lifir góðu lífi, og iðkun henn- ar er ef til vill besta vörnin og þjálfunin í íslensku máh og meðferð þess. í látleysi sinu gerir hún strangar kröfur til rétts máls og hugsunar, sem hvergi má skeika, ef stakan á að lifa. Og þá hst kann Bragi frá Surtsstöðum. Louis Rey: GRÆNLAND. KRISTALSHEIMUR. Rvík 1986 Almenna bókafélagið. Franskur landkönnuður og visindamaður fjallar hér um nágrannalandið mikla í vestri. Hann byrjar sögu sína aftur í grárri forneskju á hinum óljósu hugmyndum og sögnum um stórt land í norðri, og heldur síðan áfram til vorra daga. Sagt er frá land- námi Islendinga á Grænlandi og sögu forn Grænlendinga em gerð nokkur skil og með- al annars tekin upp áður htt kunn páfabréf um kirkjumál Grænlendinga og biskups- stólinn í Görðum. En endalok Grænlend- inga hinna fornu em honum sama ráðgát- an og öðrum, sem um það mál hafa fjallað. En erfiðlega gengur mér að trúa því, sem hann hallast mjög að, að meginörlagavald- urinn í eyðingarsögu þjóðarinnar hafi verið vopn Innúitanna, þótt einhverjar skærur hafi orðið milh þessara ólíku þjóða. Nokkuð segir frá Eskimóunum fyrr og síðar og fmmmenningu þeirra. Þá er og sagt frá landakönnun í norðurvegi, endurfundi Grænlands, trúboði Hans Egedes og stofn- un og stjórnun Grænlandsverslunarinnar í höndum Dana. Margt er fróðlegt í þessum frásögnum og sumt nýstárlegt, en ekki fæ ég varist því, að mér þykir höfundur gera hlut kirkju og kristniboðs fuhmikinn í sögu fom Grænlendinga, og áreiðanlega meiri en efni standa til, enda löng leiðin milh Rómaborgar og Garða. En vel kann ég því, að höfundur rengir htt hinar fornu íslensku sagnir um fund Grænlands og Vinlands. Stutt yfirlit er þarna um náttúm Grænlands, sem mjög hefir hrifið höfund- inn sem aðra, er henni hafa kynnst. Síðari hluti bókarinnar fjallar að mestu um rannsóknarferðir á Grænlandi einkum um ferðir um Grænlandsjökul, og er margt af því htt kunnugt Islendingum, nema af fjölmiðlafréttum, sem fljótt gleymast. Þótt fljótt sé farið yfir sögu, þá er hér um áhuga- vert efni að ræða, þar sem segir bæði frá harmsögum og hetjudáðum, sem sýna næstum ofurmannlegt þrek. Þykir mér mest koma til þessa hluta bókarinnar, sem þó er öh góð, og mætti helst finna að því að hún sé of stutt. Höfundur er sýnilega ekki síður skáld en könnuður og fræðimað- ur, og bera lýsingar hans þvi ljóst vitni. Fer þar saman mikilfenglegt efni, skörp athug- unargáfa og glæsileg frásögn, sem þó verð- ur stundum fburðarmikil um of, eins og raunar kemur þegar fram í tith bókarinnar: Kristalsheimur. En ef til vill er þetta fransk- ur frásagnarmáti og því framandlegur í mínum augum. En hvað um það, þetta er ánægjuleg bók, segir margt og vekur um leið spurningar og kveikir í forvitni manns um að læra meira um þetta mikla land og könnunarsögu þess, og er slíkt einkenni og kostur góðra bóka. Þýðandi er Sigrún Laxdal og hefir hún vissulega leyst þar af hendi erfitt verk með ágætum. St. Std. Heima er bezt 451

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.