Heima er bezt - 02.10.1986, Blaðsíða 23
ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR
SIDNEY SHELDON:
í TVÍSÝNUM LEIK
(„Master of the game“)
Metsölubók í tveim bindum.
Enginn bandarískur rithöfundur hefur skrifað
fleiri metsölubækur en Sidney Sheldon. Marg-
ir kannast við myndböndin eftir þessari bók.
sem voru vinsælasta efnið á videóleigum hér-
lendis árið 1984.
I. BINDI:
Bók 437 HEB-verð kr. 630,00
II. BINDI:
Bók 447 HEB-verð kr. 630,00
SIDNEY SHELDON:
EF DAGUR RÍS
Hluti af söguþrœðinum: Tracy Whitney er
tvítug, ólétt, háttsett í banka og ætlar að gift-
ast ríkum syni úr einni elstu ætt Bandaríkj-
anna. Henni er þá tilkynnt að móðir hennar
hafi framið sjálfsmorð. Maðurinn sem kom
henni til þess ræðst nú að Tracy. Hún sleppur
naumlega við nauðgun, er ákærð fyrir þjófnað
og morðtilraun og dæmd í fimmtán ára fang-
elsi. Tracy ákveður að hefna sín grimmilega
á illvirkjunum, og beitir til þess brögðum sem
koma henni í koll. Helstu vopn hennar eru
fegurðin og gáfurnar. Hún þeytist milli New
Orleans og London, frá París til Biarritz, frá
Madrid til Amsterdam. Og hittir mann sem
hrífur hana, því hann á líka litríkan feril að
baki.
Bók 456 HEB-verð kr. 780,00
KEN FOLLETT:
NÁLARAUGA
Petta er spennandi saga úr síðustu heimsstyrj-
öld, en jafnframt óvenjulegt ástarævintýri.
Sagan fjallar um þýskan njósnara sem hefur
dulnefnið ,,Nálin“ vegna aðalvopns hans,
flugbeitts rýtings. Segir frá æðislegum eltinga-
leik leyniþjónustu Breta við hann og tvinnast
líf ungrar stúlku á óvæntan hátt í atburðarás-
ina.
Bók 408 HEB-verð kr. 300,00
KEN FOLLETT:
ÞRENNING
I þessari bók er reynt að ímynda sér raunveru-
lega ástæðu þess að forseti Egyptalands, An-
war Sadat, sótti heim sína fornu fjandmenn
í Jerúsalem. Hér er sagt frá einhverju furðu-
legasta njósnamáli síðustu áratuga og best
geymda leyndarmáli aldarinnar. Arið er 1968.
Leyniþjónusta ísraels hefur komist að því um
seinan að Egyptar, með aðstoð Sovétmanna,
munu eignast kjarnorkusprengju innan nok-
kurra mánaða - sem þýddi ótímabæran endi
á tilveru hinnar ungu þjóðar.
Bók 415 HEB-verð kr. 300,00
KEN FOLLETT:
LYKILLINN AÐ REBEKKU
Þetta er hörkuspennandi njósnasaga úr seinni
heimssyrjöldinni. Sögusviðið er Kaíró árið
1942. Rommel sækir að höfuðborg Egypta-
lands með eyðimerkurher sinn og vinnur
hvern sigurinn á fætur öðrum. Honum tekst
hvað eftir annað að koma óvinum sínum að
óvörum og það er eins og hann viti um allar
þeirra ráðagerðir. Petta er ekki bara hörku-
spennandi frásögn um baráttuna í Kaíró, held-
ur einnig, og ekki síður, mögnuð ástarsaga.
Ken Follett heldur okkur í spennu allt til síð-
ustu blaðsíðu. Það tókst honum einnig í fyrri
bókum sínum, Nálarauga og Þrenningu.
Bók 425 HEB-verð kr. 300,00
KEN FOLLETT:
MAÐURINN FRÁ
ST. PÉTURSBORG
Rússneski stjórnleysinginn Felix í Englandi
1914. Æsispennandi viðskipti við rússneska og
breska aðalsmenn, fátæklinga, kvenréttinda-
konur og lögregluna. Örlög sögupersónanna
eru kynngimögnuð og mannlegar ástríður
leika lausum hala. Ken Follett er einn mest
lesni reyfarahöfundur okkar tíma.
Bók 431 HEB-verð kr. 350,00
ARTHUR HAILEY:
BÍLABORGIN
Hér er flett rækilega ofan af baktjaldamakki
forstjóra, verkalýðsforingja og óprúttinna
bílasala. Við kynnumst einnig einka- og ástar-
líft sögupersónanna náið. Arthur Hailey er
þeim hæfileikum gæddur að geta gert sögur
sínar svo spennandi að lesandinn á erfitt með
að leggja þær frá sér fyrr en þær eru lesnar
til enda.
Bók 339 HEB-verð kr. 300,00
ARTHUR HAILEY:
SKAMMHLAUP
Raforkuskortur vofir yfir í Bandaríkjunum,
umhverfisverndarmenn fara á stjá - en blað-
amenn, lögregla, vísindamenn og hryðjuverk-
amenn koma við sögu í þessari raunsæju
spennusögu.
Bók 448 HEB-verð kr. 680,00
ARTHUR HAILEY:
STERK LYF
Arthur Hailey hafði lýst því yfir að hann væri
hættur að skrifa skáldsögur. Þá veiktist hann
alvarlega og kynntist sjúkrahúsum, læknum og
lyfjameðferð að eigin raun. Þessi reynsla hafði
þau áhrif á hann, aðspennusagan „Sterk lyf“
varð til. Sagan gerist á árunum 1950 til samt-
ímans. Hún segir frá lyfjamisnotkun lækna,
hræsni sumra bandarískra þingmanna, ár-
vökrum varðhundum neytendasamtakanna og
glöggum, breskum vísindamönnum.
Bók 455 HEB-verð kr. 780,00
Bókaskrá 23