Heima er bezt - 02.10.1986, Qupperneq 24
ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR
FRANK G. SLAUGHTER:
DYR DAUÐANS
Þetta er sagan um alræmda hryðjuverkakonu,
illa anda og myrk öfl. Hér fer höfundurinn
á svið dulrænnar spennu svo sumum þykir nóg
um. En þeir sem vilja virkilega spennandi bók
ættu ekki að láta þessa fara fram hjá sér.
Bók 411 HEB-verð kr. 300,00
FRANK G. SLAUGHTER:
LÆKNAÞING
Frank G. Slaughter er víðfrægur fyrir sínar
skemmtilega skrifuðu og spennandi skáld-
sögur. Hann starfaði sjálfur um margra ára
skeið sem skurðlæknir, enda er hann öllum
hnútum kunnugur og fer með lesandann bak
við tjöldin þar sem ýmislegt er að gerast, sem
almenningur hefurekki mikla hugmynd um.
Bók 315 HEB-verð kr. 300,00
JAMES BARWICK:
SKUGGI ÚLFSINS
Að kvöldi hins 10. maí 1941 stökk annar
valdamesti maður Hitlers Þýskalands, Rúdolf
Hess, í fallhlíf yfir Skotlandi. Við lendingu fót-
brotnaði hann og hélt þá samferðamaður
hans, Alfred Horn, áfram ætlunarverki Hess,
að komast til Bandaríkjanna. Hin stórkostlegu
ævintýri Horns í Bretlandi og Bandaríkjunum
fá lesandann til að standa á öndinni af spenn-
ingi. Þetta er hrollvekjandi saga af mann-
aveiðum og miklum áhættum. Frá sögulegu
sjónarmiði eru getgátur bókarinnar jafn
furðulegar og ægilegar eins og raunveru-
leikinn.
Bók 416 HEB-verð kr. 300,00
ERIC KNIGHT:
ÞAU MÆTTUST í MYRKRI
Hrífandi ástarsaga, sem gerist á síðari heims-
styrjaldarárunum. 294 bls.
Bók 109 HEB-verð kr. 250,00
MIKA WALTARI:
FÖRUSVEINNINN I-II
Þetta er ævintýraleg og spennandi skáldsaga
um ástir og tryggðarof, kvennabúr og geld-
inga, orrustur og stjórnmálabrellur, sjóræni-
ngja og krossferðariddara. 386 bls.
Bók 64 HEB-verð kr. 250,00
CLAUDE HAUGHTON:
SAGA OG SEX LESENDUR
Ein af sérkennilegustu bókum höfundar, bæði
að efni og byggingu. Séra Sveinn Víkingur
þýddi. 414 bls.
Bók 281 HEB-verð kr. 250,00
E. M. CORDER:
HJARTARBANINN
Þessi einstæða saga er byggð á kvikmyndinni
The Deer Hunter, Hjartarbaninn, sem sýnd
var á Islandi fyrir skömmu síðan og hlaut
metaðsókn. Sagan fjallar um örlög ungra
manna, sem rífa sig upp úr hversdagsleika
heimabyggðar sinnar og í hildarleik stríðsins
í Víetnam. Einkunnarorð bókarinnar er til-
vitnun í Hemingway: ,,Engar veiðar jafnast
á við mannaveiðar, og þeim sem vcitt hafa
vopnaða menn um langa hríð og notið þess,
þykir þaðan í frá allt annað lítils vert.“ Þýð-
andi bókarinnar er Erlingur Sigurðarson.
Bók 900 HEB-verð kr. 300,00
FRANCOISE SAGAN:
SUMARÁST
(Bonjour Tristesse).
Fyrsta bók skáldkonunnar, sem gerði hana á
svipstundu heimsfræga, og þá var hún aðeins
18 ára gömul. Bókin hlaut frönsku gagnrýn-
endaverðlaunin, Grand prix de critiques, og
hefur selst í milljónum eintaka víðs vegar um
heim síðan hún kom út. 160 bls.
Bók 24 HEB-verð kr. 250,00
FRANCOISE SAGAN:
DÁIÐ ÞÉR BRAHMS
Viðkvæm og töfrandi ástarsaga. Hér slær
Francoise Sagan á nýja strengi. Thor Vil-
hjálmsson rithöfundur þýddi. 180 bls.
Bók 65 HEB-verð kr. 250,00
FREDERIQUE HÉBRARD:
SEPTEMBERMÁNUÐUR
Þetta er heillandi nútímaskáldsaga, sem gerist
í París. Bókin hlaut Craven-bókmenntaverð-
launin í Frakklandi árið 1957. 166 bls.
Bók 49 HEB-verð kr. 250
J. W. BROWN:
SCOTLAND YARD
Afarspennandi leynilögreglusaga.
Bók 131 HEB-verð kr. 200,00
JAMES HILTON:
Á VÍGASLÓÐ
Höfundur þessarar bókar er löngu víðfrægur
fyrir skáldsögur sínar, sem hafa verið gefnar
út og endurprentaðar allt að fjörtíu sinnum,
s.s. ,,I leit að liðinni ævi“. Sömuleiðis hafa
nokkrar þeirra verið kvikmyndaðar. Allar
bækur Hiltons eru skrifaðar af mikilli hlýju
og mannkærleika, en eru auk þess afar spenn-
andi og hugarfluginu gefinn laus taumur.
Bók 112 HEB-verð kr. 200,00
E. PHILIP OPPENHEIM:
HIMNASTIGINN
Sagan segir frá enskum kaupsýslumanni, sem
varð gjaldþrota á því að leggja fé í olíufélag
með bróður sínum. Síðan fannst olía í landar-
eign þeirra og verða þeir þá stórríkir. En inn
í frásögnina fléttast ástarævintýri. 220 bls.
Bók 133 HEB-verð kr. 250,00
WILLY BREINHOLST:
ELSKAÐU NÁUNGANN
Saga um kynþokkaskáld.
Bækur eftir Willy Breinholst eru nú gefnar út
í öllum löndum Vestur-Evrópu og er það ekki
nein tilviljun. Skáldsagan Elskaðu náungann
er svæsin ádeila á kynóradýrkun og klámbók-
menntir nútímans, auk þess að vera sennilega
skemmtilegasta bók, sem Willy Breinholst
hefur nokkru sinni skrifað.
Bók 264 HEB-verð kr. 250,00
SIGURD HOEL:
UPPGJÖRIÐ
Hér er á ferðinni mikilsháttar skáldskapur,
sálfræðileg og siðferðisleg úttekt. Hér er fjall-
að um ástir, uppgjör og baráttu. Spennan er
mikil og lesandinn verður undrandi þegar hún
leysist í bókarlok.
Bók 965 HEB-verð kr. 250,00
24 Bókaskrá