Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Side 7

Heima er bezt - 01.04.1990, Side 7
Ingibjörg og Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri. framkvæmdum Ólafs var að hann reisti vatnsaflsrafstöð fyrir bæ sinn árið 1927. Veitti hann þá saman nokkrum lækjum inni í heiði og setti upp stöðvarhús í tveggja kíló- metra fjarlægð frá bæ. Skilaði hún 11 kw orku og reyndist ágætlega. Lengi vel bjó Ólafur að mestu við sauðfé og hafði kýr að mestu til heimilisnota. Eftir að samgöngur bötnuðu og teknir voru upp mjólkurflutningar fjölgaði hann kúnum. Reisti hann þá nýtt 24 kúa fjós sem þótti stórt á þeirri tíð, þótt síðar yrði of lítið. Segja má að allur búskapur Ólafs blessaðist einstaklega vel fyrir dugnað hans og hagsýni. Fannst mörgum sem hjá honum mætti segja að væru tvö höfuð á hverri skepnu. Ólafur og Sigríður bjuggu á Þor- valdseyri til 1949, er Eggert, sonur þeirra tók við búsfor- ráðum. Allt hafði farist þeim vel úr hendi og naut Ólafur mikillar virðingar. Hann hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Kristjáns konungs IX fyrir afrek sín í búskapnum. Ólafur féll frá árið 1951 og Sigríður áratug síðar. Börn Sigríðar og Ólafs Börn hjónanna á Þorvaldseyri voru fjögur. Elst var Guðmunda, f. 1907. Hún giftist ísleifi Ingvarssyni frá Klömbru og settust þau að í Vestmannaeyjum. Næst var Ingibjörg, f. 1910. Hún giftist Ágústi Loftssyni frá Neðra- Seli á Landi. Þau bjuggu lengi í Arabæjarhjáleigu í Árnes- sýslu, en fluttust síðar til Reykjavíkur. Þriðji í röðinni var Eggert, f. 1913. Hann er kvæntur Ingibjörgu Nyhagen frá Valbu í Noregi og hafa þau búið á Þorvaldseyri frá 1950. Yngst systkinanna var Vilborg, f. 1915. Hún giftist Tómasi Magnússyni frá Steinum og bjuggu þau lengi í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum. Þá ólust upp á heimilinu Sigurður Sveinsson frá Leirum, sem hefur verið þar alla tíð, og Unnur Ólafsdóttir frá Álftarhóli, nú húsmóðir í Kópavogi. Verslun og samgöngur Eyjafjallasveit var ákaflega einangruð, meðan enn skorti vegi og brýr út fyrir byggðina til austurs og vesturs. Eyfell- ingar stunduðu löngum útræði og það talsvert fram á þessa öld. Sagt var að fyrrum hefði víða orðið sultur í búi, ef sjófangið hefði ekki komið til, þegar líða tók á vetur. Þá fóru líka margir á vertíð til Vestmannaeyja. Einnig sóttu Eyfellingar mjög verslun til Vestmannaeyja og hafði svo verið frá fornu fari. Nokkuð sóttu þó bændur til Víkur eftir að verslun hófst þar skömmu fyrir síðustu aldamót. Mikil framför þótti að brúnni á Jökulsá á Sólheimasandi sem lokið var við að smíða árið 1921. En engu að síður hélst verslunin við Vestmannaeyjar alla tíð þangað til samgöng- ur til vesturs urðu greiðar með tilkomu brúarinnar á Markarfljóti árið 1934. Upp úr því hófust fastar bílferðir, vöruflutningar sem og mjólkurflutningar til hins mesta hagræðis fyrir Eyfellinga, Mýrdælinga og aðra. Má segja að þá hafi orðið algjör þáttaskil í lífi og högum fólks þar eystra og hafa engar nýjungar haft önnur eins áhrif. Meðan menn sóttu verslun til Vestmannaeyja, var það venja að fá vélbáta með fólk og vörur upp undir ströndina og skipa síðan upp og út á árabátum sem ýmist var róið eða þeir dregnir á milli. Minna má á að þannig flutti Ólafur á Eyri og allir aðrir allt byggingarefni til húsagerðar sem og annan varning. Flutningum þessum fylgdi mikið vos, því að sjaldan er sjór alveg kyrr við opna sandströndina. En við þetta urðu menn að una, meðan ekki var annarra kosta völ. Hef ég eftir Eggert á Þorvaldseyri og öðrum sannfróðum mönnum þar eystra að þessir flutningar hafi verið einhver erfiðasta og versta vinna sem um getur. Eggert Ólafsson tekur við búi Norska húsmóðirin á Þorvaldseyri Árið 1948 var farin bændaferð af íslandi til Noregs. Ólafur á Þorvaldseyri átti kost á að fara, en varð lasinn og treysti sér ekki, þegar til kom. Það varð þá úr að Eggert færi í hans stað. í Noregi var víða komið við og margt skoðað. Meðal annars heimsótti hópurinn tilraunastöð eina langt Eggert, sonur Þorvaldseyrarhjóna, dvaldist löngum heima og vann að búi foreldra sinna eftir að hann komst á legg. Um síðir tók faðir hans að þreytast á umstangi og umsvifum sem búskapnum fylgdu og fór hann þess þá á leit að Eggert tæki við. En Eggert, sem enn var þá ókvæntur, færðist undan og taldi þetta best eins og væri. En Ólafur lét þá koma krók á móti bragði og einhverju sinni vorið 1949, er hann fór út á Selfoss, breytti hann innskrift mjólkurinnar frá Þorvaldseyri á þann veg að allt innlegg skyldi skrifað á nafn Eggerts og varð hann við að una. Heima erbezt 115

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.