Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Side 15

Heima er bezt - 01.04.1990, Side 15
fæddir í Isafjarðarsýslu og tveir í Dalasýslu. Nú hefur mönnum með þessu nafni fækkað til muna. Sakarías, ýmist skrifað með 5 eða z, er úr hebresku. Svo hafa heitið konungar og spámenn. Þýðingum ber ekki saman, kannski merkir þetta: guð er frægur, guð hefur munað, eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta nafn náði talsverðri útbreiðslu um miðja 19. öld, en er orðið fátítt nú. Tvínefni voru lítt komin til skjalanna í ísafjarðarsýslu 1801, en við höfum þó séð eitt, þar sem var Elísabet Rósin- kar. Ég hef ástæðu til að ætla að hún sé fyrsta íslenska manneskjan í sýslunni sem ber tvö nöfn. Ég skal taka það fram, að í þessari grein eru hvergi með taldir útlendingar sem dvöldust á verslunarstöðunum, svo sem Þingeyri, Flateyri og Eyri við Skutulsfjörð, þar sem nú er ísafjarðar- kaupstaður. Fyrir utan Elísabetu Rósinkar veit ég aðeins um einn tvínefndan ísfirðing 1801, Flinrik Kristján Helgason, föður Elísabetar Rósinkarar yngri. Hann fæddist í Kaupmanna- höfn 1794 of var síðar bóndi á Sandeyri á Snæfjallaströnd og víðar vestra. 3 Þá er komið að síðustu viðmiðun í þessari grein, mann- talinu 1845. Fólki hafði fjölgað lítið eitt frá 1801, konur teljast mér nú 2167 og karlar 1914. Nöfnum hafði fjölgað mikið. Karlanöfn eru 213 og kvenna 194. Lítum sem fyrr á algengustu nöfnin. Konur 1. Guðrún......................... 340 = 15.7% 2. Sigríður....................... 169 = 7.8% 3. Kristín........................ 121 = 5.6% 4. Margrét........................ 108 = 4.9% 5. Ingibjörg....................... 104= 4.8% 6. Helga........................... 73 7. Jóhanna......................... 64 8. Guðríður........................ 50 9. Guðbjörg........................ 47 10. Steinunn....................... 38 11. Elín........................... 37 12. Ólöf........................... 35 13. María.......................... 34 14. Elísabet....................... 33 15. Valgerður...................... 31 16.-17. Guðný.......................... 29 16.-17. Þuríður........................ 29 18. Rannveig....................... 28 19. Halldóra....................... 27 20. Þórdís......................... 25 Karlar 1. Jón........................... 335 = 17.5% 2. Guðmundur..................... 199 = 10.4% 3. Bjarni.......................... 116= 6.0% 4. Sigurður........................... 76 5. Ólafur............................. 74 6. Kristján........................... 62 7. Halldór............................ 48 8. Magnús............................. 47 9. Einar.............................. 38 10. Jóhannes.......................... 33 11. Þórður............................ 30 12.-14. Árni............................. 29 12.-14. Friðrik.......................... 29 12.-14. Páll............................. 29 15. Gísli............................. 27 16. Þorsteinn......................... 26 Lítil breyting hefur orðið á algengustu kvennanöfnum, en nokkur samt. í sex efstu sætunum eru enn Guðrún, Sigríður, Kristín, Margrét, Ingibjörg og Helga. En þau tið- indi hafa gerst, að Jóhanna, sem ekki var til 1703, er nú komin í 7. sæti. Önnur ný nöfn á lista þeirra, sem 25 konur eða fleiri heita, eru: Guðbjörg, Elín, María, Elísabet, Rannveig og Þórdís. Erlend nöfn eru í greinilegri sókn, María var t.d. ekki til 1703. Hlutfall Guðrúnar hefur minnkað mikið, en forusta hennar þó örugg. Svipað er að segja um nafngjafafestuna meðal karla sem meðal kvenna. Fimm efstu nöfnin eru hin sömu og 1703. Jón, Guðmundur, Bjarni, Sigurður og Ólafur, en eitt erlent nafn hefur rokið upp í 6. sæti, Kristján, sem ekki var til í sýslunni 1703. Þá hafa tvö önnur erlend nöfn komist á toppinn, Jóhannes í 10. sæti og Friðrik í 12.-14. Annars er allt svipað og 1703. Hlutfall Jóns hefur lækkað líkt og hlutfall Guðrúnar meðal kvenna, en Jónar eru þó vel margir enn. Frá því í aldarbyrjun hafa mörg ný nöfn bæst í hópinn meðal ísfirðinga og ekki öll mjög eftirsóknarverð. Vaxandi nafnspilling lýsir sér meðal annars í því, að á þessum 44 árum rignir niður kvenmannsnöfnum sem mynduð eru af samsvarandi karlmannsnöfnum með erlendu endingunum ía, jana, ina og sína. Ég nefni sem dæmi: Andría, Ágústína, Benónía, Eggertína, Fernandína, Filippía, Guðmundína, Haraldína, Jensína, Jónína (það nafn æddi upp í ísafjarð- arsýslu og munaði minnstu að það kæmist á toppinn á örfáum árum), Karólína, Kristjana eða Kristjána, Mikael- ína, Ólafía, Pálína, Petólína, Tómasína og Vilhelmína. Er nú svo komið, að hundraðshluti kvennanafna í B- flokki er orðinn 35.6, en meðal karla 33. Þá notuðu menn nokkuð hina gömlu íslensku endingu ey til að mynda nöfn kvenna af nöfnum karla, svo sem Arey, Bjarney og Narfey. Skemmtileg nýbreytni er Ríkey, en þá var skírð mær eftir föður sínum Eiríki með því að snúa nafni hans við og hirða aldrei um einfalt eða tvöfalt Fyrsta konan með þessu nafni á íslandi mun hafa verið Ríkey Eiríksdóttir sem var 15 ára 1845 í Hraundal í Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Nöfnin Bjarney og Ríkey lifa góðu lífi, svo og Bjargey, en Arey og Narfey sýnast mér vera dauð. Ríkev þykir mér ólíkt betra en Eiríka og Eiríksína. Lítum svo á nokkur fleiri kvenmannsnöfn í ísafjarðar- sýslu 1845, flest komin utan úr heimi: Heimaerbezt 123

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.