Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.04.1990, Qupperneq 24
ég hleyp fram hjá henni sé ég að hún er grunn og tveir litlir toppar af sýkjamara standa þar enn upp úr leirbotninum. Samtímis sé ég dökka smálontu, sennilega urriða, á að gizka 10-15 sm langa, skjótast frá öðrum grastoppnum og hverfa undir skörina. Sú eina hugsun, sem komst að við þessa óvæntu sýn var þessi: Þetta sögðu himbrimarnir mínir vorið 1929. --------Mér sýnist ekki mjög djúpt krapið ofan á ísnum skammt norðan við vökina. Ég tek því stefnu þvert austur yfir víkina. Krapið reyndist dýpra en ég bjóst við eða upp fyrir ökkla á stöku stað. Úr því sem komið var varð ekki aftur snúið. Bezta ráðið var að hafa langt á milli og láta fæt- uma aðeins snerta ísinn. Það tókst furðanlega. Þetta var líka eina leiðin til þess að komast fyrir þá gráu. Það leyndi sér ekki að hún var þarna miklu kunnugri en við og þar að auki búin að hugsa ráð sitt hvernig hún ætti að leika á okkur. Samt leizt mér ekki á blikuna, því hana bar svo hratt yfir að þegar ég slapp yfir vatnið var hún næstum á hlið við mig og fór óum- deilanlega mun hraðar en ég. Samt gerði ég það sem ég gat, þótt fæturnir væru nú svifaseinni en á meðan þeir voru alveg þurrir. Það eina, sem hug- hreysti mig var það, að lambið hennar var orðið langt á eftir og dró sýnilega af því. Ærin nam þó ekki staðar til að bíða, heldur hélt sitt strik og ég sömuleiðis. Hvort sem hún veitti því þá eftirtekt að lambið var ekki á eftir henni eða henni hefur þótt ég eitthvað varhugaverður, þá stanzar hún skyndilega og breytir um stefnu, sveigir meira austur. Ég reyni að herða mig og kalla til hennar ómjúk- um rómi. Það varð til þess að hún leit við, sveigir meira til norðurs og kemur þá auga á lambið sitt. Það hafði til allrar hamingju alltaf séð hana og stefnt til hennar beinustu leið. Hún hleypur til þess og fer hægar um stund. En þegar hún sér mig koma á eftir sér, tekur hún til fótanna, flýgur norðvestur og stefnir á Hrútafjöll. Nú valt á öllu að Óskar væri á sínum stað. Það brást heldur ekki. Hann hafði séð hvað verða vildi, þegar ærin breytti stefnu og tók af sér krókinn. Og nú sé ég Óskar mér til mikillar gleði og ekki var fótaburðurinn síðri hjá honum en mér. En Grána ætlaði ekki að gefa sig. Hún beygir í hánorður, en þá varð styttri leið fyrir mig að komast á hlið við hana. Loks virðist hún skilja að þessir fóthvötu spóar, sem virðast lítið annað en langir fætur, eru alls staðar á vegi hennar svo hún hægir á sér. Það kom okkur Óskari vel og þó bezt lambinu, sem nú sýndi augljós merki um uppgjöf. Veslings ærin hafði ekki tekið það með í reikninginn að barnið hennar mátti ekki við þessu Mara- þon-hlaupi, þótt hún sjálf án efa hefði unnið þar glæsilegan sigur. Nú fór það að lagast. Þegar ærin kom að lambinu virtist hún skynja vanmátt þess. Nokkra spretti tók hún samt áður en hún lét sig. Eftir það réði lambið ferðinni. Það henti sér oft niður á leiðinni norður vestan í Svínadalshálsinum. Þegar við nálgumst Gránu sáum við strax að hún var ekki úr Keldu- hverfi. Okkur þótti þá líklegast að hún væri úr Mývatnssveit. Þannig héldum við eins og leið lá heim í Svínadal án þess að verða varir við önnur för eftir kindur. Alla leiðina var stafalogn og settum við aldrei á okkur hálsnet og vettlinga, sem við þrifum af okkur í eltingaleiknum við Gránu. Hún hélt í okkur hitanum alla leiðina. í Svínadal komum við um sólsetur. Jón Pálsson, mágur minn, sem þar bjó tók á móti okkur. Mér varð fyrst fyrir að spyrja hann eftir Jóni félaga okkar. Hann hafði komið fyrir nokkru og einskis orðið vísari á sinni leið. Okkar fyrsta verk var að handleika Gránu eftir að hún kom í húsið. Reyndist Bjartmar Guðmundsson Friðjónssonar skálds á Sandi í Aðal- dal eiga hana. Þá fórum við Óskar beint inn í baðstofu til að heilsa upp á Jón, sem var nýbúinn að halla sér upp í rúm eftir að hafa fengið hressingu. „Sæll og blessaður. Og þú sást hvergi far?“ segjum við. Hann sprett- ur á fætur. „Nei, sælir og blessaðir, og vel- komnir. Ég sá ekkert. En þið?“ „Við fundum gráa dilká á Réttar- grundunum. Og hún var næstum búin að sprengja okkur báða. Við komum með hana og eigandinn er Bjartmar á Sandi.“ „Jæja. Betra en ekkert. En nú er ég orðinn trúlaus á það, að þessar kindur sem við leituðum að séu uppistand- andi.“ Þetta reyndist rétt. Næstu árin fundust beinagrindur af sumum þeirra norðan til á þessu svæði, sem við höfðum leitað á. Sumar höfðu fennt í skurðum og aðrar hrapað fram af björgum í stórhríðinni. Seint á vökunni, eftir að hafa borð- að og drukkið það sem maginn gat torgað, ákváðum við Jón að fara heim. Óskar var aftur ráðinn þarna á Svínadal ákveðinn tíma. Enn var heiður himinn, stafalogn, og máninn farinn að lýsa. Frostið hafði aukist með kvöldinu, svo nú var komið glymjandi gangfæri í byggð. Það var freistandi. Frá Svínadal í Tóvegg eru um 15 km eða meira en helmingi lengri leið en heim til mín í Bjarma- land við Hafursstaði. Við ákváðum að verða samferða út í svonefndar Rauf- ir, sem eru skammt sunnan við Hljóðakletta. Á móti Raufunum yzt var báturinn, sem ég hafði til að komast yfir Jökulsá á stuttri lygnu milli tveggja kaststrengja. Á kambinum rétt vestan við ána kvöddumst við Jón. Hann sagðist ætla að sitja þar á steini og sjá til mín meðan ég færi yfir ána. Við minnt- umst þess síðastra orða, að aldrei hefðum við verið saman í jafn yndis- legri fjallgöngu á þessum tíma árs. Og oft yrði okkur hugsað til hennar í svipaðri veðurblíðu síðar meir.---- Þegar ég kem í land austan við ána, sé ég glöggt að Jón stendur á fætur, veifar húfunni og hrópar með sinni þrumurödd: „Vertu blessaður, —blessaður. “ Ég svara í sömu mynt. Og berg- málið ómar lengi á milli hinna myrku hyrna og þungbúnu hamraveggja, eins og einnig þau væru að minnast ljúfra stunda á þessari hljóðu, mána- björtu miðsvetrarnótt.---- Svo fjaraði það út og ekkert heyrð- ist annað en stunkenndur niður ár- innar, sem öld eftir öld virðist hraða sér í arma Ægis á sama hátt og líf okkar streymir í hinn mikla úrsæ óendanleikans. Bóndadaginn 1954. 132 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.