Heima er bezt - 01.04.1990, Blaðsíða 12
Ibúðarhús Guðnýjar og Ólafs á Þorvaldseyri.
Þannig er sífellt verið að byrja á einhverju nýju og bæta í
haginn fyrir komandi kynslóðir á þessum bæ. Nýjar kyn-
slóðir kveðja líka sífellt dyra og ungu hjónin, Ólafur og
Guðný, hafa nú þegar eignast fjögur börn.
Lokaorð
Nú hefur verið ;agt í stuttu máli frá ábúendum á Þor-
valdseyri í þá rú.nu öld sem liðin er síðan Þorvaldur
Bjarnarson reisti þar bæ árið 1886. Ég átti því láni að fagna
að vera nágranni þeirra á Þorvaldseyri um árabil og met
kynnin við það góða fólk alltaf mikils. Mikið þótti mér
alltaf til koma hversu vel jörðin var setin og hversu góð
umgengni sat þar ætíð . fyrirrúmi. Þá þótti mér ekki síður
merkilegt að Eggert skyldi sjálfur gera allar teikningar og
reikna út burðarþol og styrkleika, þegar hann byggði hús.
Hjónin Ingibjörg og Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri.
Ég spurði hann einu sinni, hvort þetta væri svona í raun og
veru. Játti hann því og sagði að ekki væri hægt að treysta
verkfræðingum, sem ekki þekktu til veðra og staðhátta
undir Eyjafjöllum, til að meta rétt. hversu öflug húsin
þyrftu að vera. Þess vegna hefði hann gert þetta sjálfur og
það hefði dugað vel. Einnig sagði hann mér við sama
tækifæri að vart þýddi að segja fólki úr öðrum byggðar-
lögum sannar sögur af hamförum veðra sem komið gætu
undir Fjöllum, því að það tryði þeim ekki og tæki sem
skröksögur. Það kæmi, til dæmis, oft fyrir í verstu norð-
austan veðrunum að steinvölur þeyttust gegnum glugga-
rúður og skildu aðeins eftir kringlótt smágöt, en rúðan
brotnaði ekki að öðru leyti eða spryngi út frá götunum.
Slíkur væri vindhraðinn, þegar hörðustu veðrin gengju yfir.
Hann sagði að lokum að Eyjafjallasveit væri góð og kosta-
rík, en mikill annmarki væri að þessum hörðu veðrum. Af
þeim hlytust oft skaðar á mannvirkjum, heyjum og fleira.
En við það yrðu þeir að una sem þarna ættu heima og gera
það besta úr.
Ungu hjónin á Þorvaldseyri, Guðný Valberg og Ólafur
120 Heimaerbezt