Heima er bezt - 01.04.1990, Síða 30
Kópavogskirkja
íf
pessu sinni birtum við mynd af kirkjunni í Kóyavogi. Hún var vígð árið 1962, fögur bygging
bygging og sérstæð, par sem hún stendur hátt á Borgarholtinu í miðjum bænum. Kópavogskirkja var teiknuð
af Herði Bjarnasyni páverandi húsameistara ríkisins. Steindir gluggar eru í kirkjunni gerðir af Gerði Helgadóttur
myndhöggvara og glerlistamanni. Eru peir mikið listaverk, sem vakið hefur athygli víða um heim, en myndir
af gluggunum hafa birst í virtum listatímaritum erlendum. Gerður hafði einnig gert tillögur að altaristöflu úr
mosaik, sem eru ígóðu samræmi við gluggana, en pær tillögur hafa ekki verið notaðar, hvað sem síðar verður.
Frá upphafi skiptist Kópavogshreppur milli tveggja sókna í Reykjavík, Nessóknar og Laugarnessóknar, en varð
sérstök sókn árið 1952. Pann 11. maí næstkomandi verða liðin 35 ár frá pví Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi
og nú er kaupstaðnum skipt í prjú prestaköll. Séra Þorbergur Kristjánsson pjónar Digranesprestakalli, séra Arni
Pálsson Kársnesprestakalli og séra Kristján Einar Porvarðarson pjónar Hjallaprestakalli. Ennpá verða pessi prjú
prestaköllaðsameinast um einn helgidóm, en íframtíðinni verða kirkjur a.m.k. prjár ípessurn vaxandi kaupstað.
LEIÐRÉTTING
Sú leiða prentvilla slæddist inn í texta með teikningu af Strandarkirkju í síðasta
tbl. Heima er bezt, að Engilsvík breyttist í Egilsvík. Engilsvík hlaut nafn sitt af
þeirri skínandi veru, sem skipbrotsmenn töldu sig sjá á ströndinni, eins og frá
er greint í textanum.
138 Heima er bezt