Heima er bezt - 02.10.1992, Qupperneq 4
NÝJAR BÆKUR
BIRGITTA HALLDÓRSDÓTTIR:
DÆTUR
REGNBOGANS
Birgitta er orðin þekkt meðal ís-
lenskra lesenda fyrir spennubæk-
ur sínar. í þessari bók þar sem
hjátrú og hindurvitni ráða ríkjum,
er lesandanum boðið í ferð til for-
tíðar. Sagan er hlaðin spennu, |
dulúð og rómantík. Hún lýsir á
berorðan hátt margháttuðum til-
finningum sögupersónanna og
heldur lesandanum föngnum.
Bók 1 HEB-verð kr. 1690
RICHARDIIILLYARDS:
RASSINN Á SÁMI
FRÆNDA
Lífsreynslusaga Bandaríkja-
mannsins Richard Hillyards, frið-
arsinnans sem gekk í herinn.
Hann hefur frá mörgu að segja og
skefur ekki utan af lýsingum sín-
um. Hann hefur ófagra sögu að
segja af samskiptum sínum við \
bandaríska herinn þar sem hann 1
segir hvern mann sleikja rassinn
á næsta manni fyrir ofan í virð- [
ingarstiganum. í bókinni heldur
hann því m.a. fram að herinn hafi
um tíma millilent með kjarnorku-
vopn á Keflavíkurflugvelli.
Hillyard gegndi lengst af stöðu
fréttamanns í hernum og kynntist
því ýmsu sem öðrum er hulið.
Hann segir líka frá uppvexti sín-
um í Kaliforníu, eiturlyfjaneyslu
hippatímabilsins og fjölmörgu
fleiru. Kímnin skín alls staðar í
gegn. Hillyard er búsettur hér-
lendis og kvæntur íslenskri konu.
Stórfróðleg bók og bráðskemmti-
leg.
Bók 4 HEB-verð kr. 2110
ÝMSIR LIÖFUNDAR:
BETRI
HELMINGURINN
Frásagnir kvenna sem giftar eru
þekktum einstaklingum. hær sem
segja frá eru:
Margrét Björgvinsdóttir, maki
Haraldur Bessason rektor, Hall-
veig Thorlacius, maki Ragnar
Arnalds alþingismaður, Ágústa Á-
gústsdóttir, maki sr. Gunnar
Björnsson, Dóra Erla Þórhalls-
dóttir, maki Ileimir Steinsson út-
varpsstjóri, Þórhildur Isberg,
maki Jón ísberg sýslumaður.
Bók 5 HEB-verð kr. 2360
DONALD SPOTO:
BLÁI ENGILLINN
Hér er sagt frá lífshlaupi hinnar
heimsfrægu leikkonu Marlene
Dietrich. Saga hennar er ekki
alltaf dans á rósum. Hún flúði föð-
urland sitt og fór að skemmta ,,ó-
vininum.” Hún var kjarkmikil
kona og ógleymanlegur listamað-
ur.
Bók 6 HEB-verð kr. 2115
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON:
EYRNATOG OG STEIN-
BÍTSTAK
Þetta er fyrsta ævisaga dýralækn-
is sem kemur út á íslandi. Guð-
brandur Hlíðar stundaði nám í
Danmörku á stríðsárunum og
komst í kast við þýsku leyniþjón-
ustuna og varð að sitja í breskum
fangelsum grunaður um njósnir í
þágu Þjóðverja. Guðbrandur
stundaði dýralækningar í Eyjafirði
og í Skagafirði og segir hann frá
reynslu sinni við þau störf. Ó-
venjuleg lífsreynslusaga athyglis-
verðs manns.
Bók 8 HEB-verð kr. 2540
þORSTEINN STEFÁNSSON:
HORFT TIL LANDS
Þorsteinn Stefánsson rithöfundur
sem lengstum hefur búið í Dan-
mörku og skrifað bækur sfnar á
framandi tungum, segir í þessari
bók sinni nokkuð af athyglisverðri
ævi sinni. í formála segir:
„Þorsteinn var borinn og barn-
fæddur árið 1912 að Nesi í Loð-
mundarfirði austur, en sá Qörður
er nú kominn í eyði. Lífsbaráttan í
Loðmundarfirði var hörð í upp-
hafi þessarar aldar eins og víðast
hvar í dreifðum byggðum íslands
og oft skammt milli lífs og dauða.
Óhjákvæmilega settu lífskjörin i
uppeldinu sitt mark á allt líf þess
fólks sem kynntist þessari bar-
Bókaskrá