Heima er bezt - 02.10.1992, Qupperneq 5
áttu, jafnvel þótt því tækist að
hefja sig yfir erfiðleikana og sjá
þá síðar á ævinni frá öðru sjónar-
horni.”
Bók 10 HEB-verð kr. 2105
ÖRN HELGASON:
KÓNG VIUUM VIÐ
HAFA
í þessari bók er upplýst eitt af
mestu feimnismálum íslenskrar
sögu á þessari öld. Þrír kunnir ís-
lendingar, þeir Jón Leifs, Guð-
mundur Kamban og Kristján Al-
bertsson, fóru á fund þýska prins-
ins Friedrich Christian Zu
Schaumburg Lippe og óskuðu eft-
ir því við hann að hann tæki við
konungdómi á íslandi. Prinsinn
starfaði í áróðursmálaráðuneyti
Göbbels. Hverjir stóðu að baki
þeirra félaga? Af hverju vill utan-
ríkisráðuneyti íslands ekki leyfa
aðgang að skjölum þeim er skýra
frá þessum ráðagerðum? Þetta er
forvitnileg bók.
Bókll HEB-verðkr. 2115
BRAGISIGURJÓNSSON:
ÞEIR LÉTU EKKI
DEIGAN SÍGA
Hér er sagt frá nokkrum forystu-
mönnum í síldarútvegi á árunum
1880-1968. Þeir sem sagt er frá
eru:
Jakob V. Hafstein, Eggert Laxdal,
Snorri Jónsson, Rögnvaldur
Snorrason, Ásgeir Pétursson,
Björn Líndal, Valtýr Þorsteinsson,
Ottó Tulinius, Guðmundur Péturs-
son, Anton Jónsson og Ingvar
Guðjónsson. Fróðleg bók um
merkilegt tímabil í atvinnusögu
landsins.
Bók 13 HEB-verð kr. 2540
NÝJAR BÆKUR
PÁLL SIGURÐSSON, PRÓFESSOR:
SVIPMYNDIR ÚR
RÉTTARSÖGU
Þessi bók hefur að geyma 9 rit-
gerðir um margvísleg réttarsögu-
leg efni. Sumar birtast hér í fyrsta
skipti á prenti, en aðrar sem hafa
birst áður í endurskoðaðri mynd.
M.a. Lagastefnur gegn látnum
mönnum, Þegar Bjarni sýslumað-
ur Halldórsson stefndi Lafrantz
amtmanni dauðum. Brúðarrán og
brúðarkaup, Þegar Oddur V.
Gíslason „rændi” brúði sinni.
Bók 14 HEB-verð kr. 2540
JÓNAS THORDARSON:
VESTUR-ÍSLENSKAR
ÆVISKRÁR VI
Þetta er sjötta og lokabindi þessa
mikla verks. Þetta ritverk er lyk-
illinn að upplýsingum um frændur
og frænkur og geymir þess utan
merkar heimildir um þá sögu sem
landar okkar hafa skapað í Vest-
urheimi. Auk þess er þetta ritsafn
mikilvægt framlag til íslenskrar
ættfræði.
Bók 16 HEB-verð kr. 2540
NÁTTÚRULÆKNIR
HEIMILANNA
AÐALRITSTJ.:
DR. ANDREWSTANWAY
HÖFUNDAR: ÝMSIR
Bókin er skrifuð með aðstoð á
annað hundrað sérfræðinga. Nátt-
úrulæknir heimilanna er alfræði-
legur vegvísir til sjálfshjálpar með
óskaðlegum náttúrulegum úrræð-
um og leiðbeiningum til viðhalds
alhliða heilbrigði, ómetanlegt at-
hvarf þeim sem hafa áhyggjur af
aukaverkunum nútímalyfja og
þeirra er óska að bera sjálfir á-
byrgð á heilsu sinni. I bókinni eru
yfir 1000 náttúrulegir læknisdóm-
ar.
Bók 17 HEB-verð kr. 3390
MARJORIE BAMEY,
CHRISTOPHER GREY- WILSON:
FLÓRA ÍSLANDS OG
NORÐUR EVRÓPU
Skýringar og teikningar af meira
en 2400 jurtum. Óvenjulega falleg
og fróðleg bók, á sjötta hundrað
blaðsíður. Frábær gæði mynda,
spássíuskýringar og skírleiki text-
ans, allt auðveldar þetta hverjum
skoðanda að greina plöntur af ör-
yggi. Jafnframt er þetta jurta-
fræði, kennslutæki og uppsláttar-
rit sem endurspeglar þróunina til
nútímavinnubragða í greiningu og
nafngift plantna sem þrífast villtar
íheimahögum. Hún Qallar um all-
ar tegundir, innlendar, aðfluttar,
útbreiddar og staðbundnar, norð-
an Alpafjalla, að undanskildum
grösum, sefi, stör og elftingum. í
rauninni er þetta hin fullkomn-
asta og ítarlegasta litmyndaflóra
sem gefin hefur verið út í Norður-
Evrópu.
Bók 18 HEB-verð kr. 4240
Bókciskrá