Heima er bezt


Heima er bezt - 02.10.1992, Side 19

Heima er bezt - 02.10.1992, Side 19
ENDURMINNINGAR OG ÆVISÖGUR sveit á íslandi á fyrri helmingi þessarar aldar, ástum hans og lífsbaráttu. Þetta er heillandi sga hugrekkis, þolgæðis, ástar og drengskapar. Þetta er 8. bók Jóns Gísla og fyrsta skáldsaga hans. Bók 2012 HEB-verð kr. 500 RICHARDT RYEL: KVEÐJA FRÁ AKUREYRI Minningar og Ijósmyndir frá Akureyri Richardt Ryel er fæddur á Akur- eyri árið 1915, fór ungur að fást við verslunarstörf á Akureyri en síðar í Reykjavík og Danmörku, þar sem hann er nú búsettur. Hér skráir hann minningar sínar frá Akureyri fram yfir seinni heims- styrjöld. Frásögn hans er glettin og hlý og hann lýsir mönnum og atburðum á lifandi hátt. Bókin er prýdd íjölda mynda frá gömlu Ak- ureyri, sem margar eru áður ó- birtar og gefa þær bókinni veru- legt gildi. Þessi bók mun ylja mörgum lesandanum um hjarta- ræturnar. Bók 2013 HEB-verð kr. 500 JÓN GÍSLIHÖGNASON: VINIR í VARPA Gísli á Læk, eins og hann er jafn- an nefndur af samferðamönnum sínum, er roskinn bóndi úr Árnes- sýslu. í þessari gagnmerku og skemmtilegu bók rekur hann end- urminningar sínar frá æsku og uppvexti á fyrstu áratugum þess- arar aldar. Ljóslifandi er lýsing hans á búskaparháttum þess tíma, samskiptum við menn og málleysingja í blíðu og stríðu. Bók 2014 HEB-verð kr. 400 JÓN GÍSLIHÖGNASON: YSJUR OG AUSTRÆNA II í þessu bindi koma enn fleiri frá- ; sagnarmenn til sögunnar og fylla ; myndina af þessari „Heimsbylt- \ ingu í Flóanum,” eins og Björn ' Þorsteinsson sagnfræðiprófessor | við Háskóla íslands kallaði tíma- bilið í lofsamlegum ritdómi sínum um fyrra bindið. Bók 2015 HEB-verð kr. 500 JÓN GÍSLl HÖGNASON: GENGNAR LEIÐIR I Fólkið kemur sjálft til dyranna eins og það er klætt og leiftrar af minningabrotunum. Sviðið er vítt, en merkastar munu þykja frá- sagnirnar af atvinnu- og búsetu- þróun á Suðurlandi. Bók 2016 HEB-verð kr. 800 JÓN GÍSLIHÖGNASON: GEGNGAR LEIÐIR II Þetta er sjötta bók höfundarins, sem hefur getið sér orð fyrir viðtöl og frásagnir. í bókinni eru sagnir 7 viðmælenda. Bókin er 197 bls. með mörgum myndum og ítar- legri nafnaskrá. Bók 2017 HEB-verð kr. 800 ERLINGUR DAVÍÐSSON, ritstjóri: NOI BÁTASMIÐUR Kristján Nói Kristjánsson var í daglegu tali nefndur Nói báta- smiður. Nói bátasmiður hefur smíðað fleytur af mörgum stærð- um og gerðum, allt frá jullum og skektum, árabátum, trillum og mótorbátum, upp í 140 tonna fískiskip. Bók 2018 HEB-verð kr. 600 GUNNAR BJARNASON: LÍKABÖNG HRINGIR í þessari bók segir Gunnar Bjarnason frá ýmsum afskiptum sínum af málefnum landbúnaðar- ins. Fyrst og fremst er þetta þó sagan um eins vetrar skólastjóra- dvöl hans á Hólum í Hjaltadal, forsögu þess og eftirmála. Á með- an Gunnar var skólastjóri Bænda- skólans á Hólum voru geysilega mikil blaðaskrif um störf hans þar, jafnvel svo jaðraði við rógs- herferð. Endaði það með því að hann var hrakinn frá störfum af flokksbróður sínum, Ingólfi Jóns- syni frá Hellu, þáverandi land- búnaðarráðherra. Fleiri háttsettir menn koma hér við sögu og í þessari bók jafnar Gunnar reikn- ingana. Hafi einhver haldið að Gunnar ætlaði að láta þessi mál liggja í þagnargildi, þá þekkir sá hinn sami ekki Gunnar Bjarnason. í krafti mælsku sinnar og sam- visku svarar Gunnar fyrir sig svo um munar. Bók 2019 HEB-verð kr. 400 QD FRIÐRIK HALLGRÍMSSON: MARGSLUNGIÐ MANNLÍF í þessari bók rekur Friðrik Ilall- grímsson frá Úlfsstaðakoti í Skagafirði æviminningar sínar. Friðrik er stálminnugur þó kom- inn hafi verið á níræðisaldur þeg- ar hann skrifaði bókina og frá- sögn hans er leikandi létt og hann fer ekki dult með skoðanir sínar á mönnum og málefnum sinnar samtíðar. Bók 2020 HEB-verð kr. 300 Bókaskrá 19

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.