Heima er bezt - 01.02.1993, Side 5
Líf, land og leikur
Guðný Þ. Magnúsdóttir ræðir við
Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu
í yVú/y'ún á að baki svo
/yT7/~)glæstan leikferil að
leitun er að öðrum
eins. Öll helstu kvenhlutverk leik-
bókmenntanna hefur hún leikið af
slíkri snilli að ógleymanlegt er.
Fyrsta hlutverk hennar í Þjóð-
/
leikhúsinu, Snæfríður Islandssól,
er mörgum enn í fersku minni.
Frammistaða hennar þótti gefa
tóninn um hvað á eftir fylgdi. Það
reyndist rétt því hver leiksigurinn
rak annan og nú 43 árum síðar
hefur hún markað óafmáanleg spor
í íslenska leiklistarsögu. Já, það er
Herdís Þorvaldsdóttir sem er viðmælandi Heima er
bezt að þessu sinni. Herdís Þorvaldsdóttir er um
margt forvitnileg kona. Samhliða kröfuhörðu starfi
sínu annaðist hún stórt heimili og kom fjórum böm-
um sínum vel til manns. Álagið hlýtur að hafa
verið geysilegt, enda segir hún í viðtalinu hér á
eftir að oft hafi hún þjáðst af sektarkennd, annars
vegar vegna barnanna og hins vegar gagnvart
starfinu. Slíka togstreitu kannast flestar konur við,
en samkvæmt reynslu Herdísar er áhugi á hvoru
tveggja það sem til þarf til að sigrast á
erfiðleikunum. Um árabil hefur Herdís einnig verið
einn ötulasti talsmaður umhverfis-
verndar á Islandi, meðal annars
sem formaður Lífs og lands. Hún er
skelegg þar sem annars staðar og
lætur skoðanir sínar í ljós einbeitt
og óhrædd þó stundum næði um
hana vegna þeirra. Sjálf hefur hún
gengið fram fyrir skjöldu og gefið
fordæmi sem vert væri að fylgja.
Fyrir um það bil 30 árum hóf
Herdís og fjölskylda hennar ræktun
á sumarbústaðalandi þeirra við
Elliðavatn og er þar nú þéttur og
fallegur skógur.
Ekki er að efa að nábýli við
skrúðgarð Hafnfirðinga, Hellisgerði, á bernsku-
árum Herdísar hefur stuðlað að áhuga hennar á
gróðri og gróðurvernd. Hið hlýja umhverfi Hafnar-
fjarðar er henni hugleikið eins og fram kemur í
viðtalinu og líkir hún Firðinum við gamlan, kæran
kunningja.
HAMINGJURÍK BERNSKA
Ég er fædd í Hafnarfirði og átti heima þar mín
æsku- og unglingsár til tvítugs er ég giftist og flutt-
ist til Reykjavíkur. Ekkert af fjölskyldufólki mínu
Heima er bezt 41