Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Side 22

Heima er bezt - 01.02.1993, Side 22
Auðunn Bragi Sveinsson: SKÁLHOLTSSKÓLI Tuttugu ára afmælis minnst, laugardaginn 17. október 1992 L/ér skóli reis á Skálholtsstaðnum forna, þótt skóla þess ei sjáist lengur spor. En loksins tók að lýsa hceði og morgna og langþráður reis skóli vor. Og starfið hófst með heiðri, reisn og sóma og hingað sótti menntun þjóð. Við munum vel þann ítra æskublóma, með eldheitt lífs- og hjartablóð. Og tugi ára tvo við sjáumfarna, (já, tíminn líður furðugreitt), er hingað sótti hópur landsins barna, og honum var það takmark eitt: að þroska hug og hjarta á einum vetri og heyja sér þann dýra sjóð, er öllu hinu ytra reynist betri, og áttaviti er hverri þjóð. Því trúa margir mjög á okkar landi, að menntun sýni prófin ein, og þau að vonum þyki ómissandi, og það íhverri lærdómsgrein. Hann Grundtvig danski greindi aðrar leiðir: að gæða menntun lífi og sál. Afnafni hans í nútíð sífellt heiðir og nógu skýrt er enn hans mál. Nú gengur eigi glæstur hópur sveina og glaðra meyja hér um Skálholtsvöll. En væri eigi ráð að bara reyna, því ráðaleysi seint mun hræra fjöll? Að láta skólann lifna við að nýju og Ijósi varpa á þennan stað. Víst mun það auka andans von og hlýju og efla sannan mannfagnað. Það vitum glöggt, að væru skólar eigi, að vesæl yrði gjörvöll þjóðarmennt. Og halla mundi heiðum andans degi, efhvergi væri neinum kennt. Að vekja og glæða unga fólksins anda var ætlað þessum skóla hér. Og hart er því, efhann á nú að stranda, og hugsjón deyr og menntin þver. Já, öll við viljum efla Skálholts sóma, því enn er tími, góðir menn! Og hér skal ungar heyra raddir óma, og hér skal starfa skóli enn! Og vel að merkja fyrir fólkið unga, semfær að eifa landsins gagn. Og hver er nú, sem kýs að vera gunga, og hver er nú, sem skortir magn? 58 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.