Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1993, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.02.1993, Qupperneq 20
Ég sagði ekkert við því og var ekki nokkurn skapaðan hlut hræddur. Það fyrsta sem ég gerði morguninn eftir var að athuga hvort ekki hefði verið opið fyrir hross og það hefðu verið hrossin á bænum sem ég mætti í tröðunum og þutu allt í kringum mig, en svo var ekki, þar voru engin för nema eftir hestinn minn. Þetta er það eina sem ég hefi orðið var við í Traðakjafti. Hér norðan dalsins er Einarshaugur, sem áður getur og sagt að í haugnum sé nóg af gulli. Þar á að hafa verið fólgið gull og sýnilegt að í hauginn hefur tvisvar verið grafið. Gamla fólkið sagði að einu sinni hafi verið farið að grafa í hólinn og við það hafi maður fótbrotnað og var þá hætt við framkvæmdina. Síðar hefðu einhverjir aðrir byr- jað að grafa í hauginn og þá sýndist þeim, sem að verkinu stóðu, allt standa í björtu báli heima á bænum. En hvað svo sem er með þessar gömlu sagnir, er svo mikið víst, að þegar gengið er á botni hol- unnar þá bergmálar undir og heyranlegt að þar er hola eða skúti undir og hella lögð eða lagst þar yfir. Þetta eru gamlar sagnir um gullið í Einarshaug og gröftinn sem ekki Iánaðist. Eftir að ég var uppkominn veit ég um að margur hafði hug á að Einarshaugur yrði grafinn upp en ábúendur stóðu á móti að svo væri gert. Ég gæti nefnt manninn sem mestan áhuga hafði fyrir að grafið yrði en er ekkert að því. Hann fór suður að tala við menn sem vilja fræðast um slíka hluti. Maðurinn veiktist í ferðinni, komst með naum- indum heim og dó litlu síðar. Mér var sagt, bæði áður en maðurinn fór suður og eftir að hann kom heim úr ferðinni, að hann hafi farið þeirra erinda að fá því framgengt að Einarshaugur yrði grafínn upp. Það er líka sögn, en ekki eldri en það að þessi maður var einn af kennurum mínum fyrir ferm- ingu. Landið hér í Kerlingardal er ekki laust við álagabletti. Hér er gilskorningur, kallað inn í Stígum, skiptir á milli fremri og innri Stígs og er afar loðið upp í gilinu. Mér var tekinn vari fyrir því að fara svo langt niður að ég slægi þar blett sem sögn var um að ekki mætti slá. Hildur dóttir mín var að slá þarna líka, en neðar í gilinu og lenti á þessum loðna bletti og sló hann, þótti hann svo girnilegur. Ég hirti svo af blettinum með hinu heyinu. Vorið eftir er þessi sama dóttir mín að smala og átti hún eina svarta á með lambi. Ég var á Skerinu fyrir framan þetta slægjuland og sá að ærin henn- ar Hildar kom þarna með gullfallegu lambi. Ærin lagðist þegar hún kom ofan í gilið. Ég skildi ekki hvernig á því gat staðið, lét hundinn gelta en Svört stóð ekki upp og hugsaði mér að láta hana eiga sig. Ég hafði einmitt orð á því við Sigurð Sverrisson, sem var staddur hér og var að smala, hvað ærin væri falleg. Krakkamir mínir fóru svo þangað inn eftir að vitja um ána, þar á meðal var Pálmi, sem býr hér nú. Þá var ærin steindauð og Svört lá akkúrat á blettinum sem Hildur sló. Þegar Sigurður Sverrisson bjó á Kerlingardal sló hann og Oddur bróðir hans sama blettinn og Hildur. Fluttu þeir heyið í hlöðu við fjárhúsin uppi á hæðinni og um veturinn misstu þeir níu ær í hlöðugeil innan við hlöðudymar. Sigurður hefur fulla meiningu með að þeir hefðu ekki átt að slá blettinn. Sigurður Sverrisson bjó einnig á Jórvíkur- hryggjum í Alftaveri og Fljótarstöðum í Skaftártungu. Vinnumaður var hann líka á Höfðabrekku og víðar. Enn er Sigurður í fullu fjöri 86 ára að aldri og dvelur nú, 1982, á elli- heimili í Vík. Það var fyrir nokkrum árum, að vori til, við vorum öll komin upp í rúm um kvöldið og ætluðum að fara að sofa. Blíðskaparveður og blakti ekki hár á höfði. Þá gerðist það allt í einu að okkur heyrist þessi skelfing ganga á, töldum víst að skorsteinninn hefði sprungið og væri að renna niður þakið. Ég fór strax út, gekk allt í kringum bæinn og sá ekki nokkurn skapaðan hlut óvenjulegan og skorsteinninn var heill. Þetta heyrðu allir þar sem enginn var sofnaður í bænum. 56 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.