Heima er bezt - 01.02.1993, Side 23
»
Guðjón Baldvinsson:
KOMDU NÚ AÐ
KVEÐAST Á...
6. PÁTTUR
f f / igfús Þorsteinsson frá Rauðavík hefur
yfSent okkur bréf með nokkrum vísum eftir
sig og hefjum við þáttinn að þessu sinni
með fjórum af vísum hans:
Mynd á dagatali:
Ýmsir leggja að því drög
út að sigla ífjarlæg lönd
erfreistar þeirra, fáklædd mjög,
fögur snót á Japansströnd.
Þá er úti um þeirra frið,
því meyna langar í,
er hún hrosir öllum við
í agnarlitlu „bikiní. “
Morgunn:
Dagur rís í austurátt,
yndi ber ífangi.
Létt þá roðnar loftið blátt
líkt og meyjarvangi.
Nú er liðin nóttin hljóð,
að nýju störfin kalla.
Senn má líta sólarglóð
sindra á tindum fjalla.
Fleiri vísur munum við birta eftir Sigfús í næstu
þáttum en látum þessar nægja að sinni.
Þá hafa okkur borist vísur frá Sigurði Gunnars-
syni, fyrrverandi skólastjóra, sem hann kallar
„Nokkrar stökur“ og fara þrjár þeirra hér á eftir og
munu fleiri fylgja síðar:
Heima er bezt 59